Vikan


Vikan - 17.01.1946, Blaðsíða 6

Vikan - 17.01.1946, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 3, 1946 Rachel fékk tvö bréf frá honum, eitt frá Buda- pest og annað frá Mtinchen. Eftir bréfunum að dæma virtist hann ekki hafa grætt mikla pen- inga, en hann var ánægður og hamingjusamur. Rachel braut bréfin saman og lagði þau frá sér með glaðlegu brosi. Ishmael var ungur, iaglegur og hafði áhuga á verzlun. Einhvem tíma kæmi hann aftur og sett- ist að í Vín, þar sem hann yrði tryggur verzlun- arfélagi Hermanns. Annar sonur hennar fæddist veturinn 1844, og varð hún mjög veik við fæðinguna. Hermann stikaði fram og aftúr í stóra sýningarsalnum, beit sig í varirnar og skalf af óróleika. öðru hvoru opnuðust dyrnar og gildvaxinn likami Miriam kom i ljós. Hermann sneri sér við og starði á móður sína, eins og hann ætti bágt með að þekkja hana. „Hvernig líður Racheii ?“ spurði hann óttasleg- inn. „Hún er dugleg, sonur minn! Hún biður kær- lega að heilsa þér og segir, að þú megir ekki vera áhyggjufullur hennar vegna. Hún skipar þér að láta ekki neitt slíkt í ljós.“ Sú hugmynd, að Rachel hans færi að skipa honum eitthvað, fannst honum gjörsamlega óhugsandi. Það var auðfundið, að Miriam hafði sagt þetta frá sjálfri sér, slíkt hefði Rachel aldrei getað dottið í hug. Hann fór því að brosa. „Mamma, þú heldur að ég sé hreinasta flón," sagði hann með mnburðarlyndi. „Ég veit vel, að þú varst að taka saman þesar setningar, á leið- inni frá herbergi Rachelar og hingað inn.“ Dagur var að kvöldi kominn, og Símon kveikti á postulínslampa inni hjá Hermanni. Hjúkrunar- kona kom með Mareus litla, til þess að hann byði föður sínum góða nótt. Hermann tók drenginn i fang, sér og þrýsti honum að sér. Ylurinn af þessum litla likama styrkti hann og vakti hjá honum von að nýju. „Guð blessi þig og varðveiti — og okkur öll,“ sagði Hermann. Þegar hann rétti hjúkrunarkon- unni drenginn aftur, opnuðust dymar skyndilega og Miriam stóð þar með augun fögur og geisl- andi, og munnurinn var dálítið opinn. „Hermann — það er um garð gengið! Rachel er úr allri hættu, Hún er þreytt þessi vesalingur, en nú er líka allt í bezta lagi. En hvað hún hefir verið dugleg! Það er alveg einsdæmi! Ég er hreyk- in af dóttur minni. Og bamið! Aldrei hefi ég séð jafnfallegt barn. Rafael hefði átt að mála hann! Komdu inn og líttu aðeins á hann.“ Nýfædda barnið var svo sannarlega, eins og Miriam hafði sagt, alveg einstaklega fallegt. Auk þess var hann svo stilltur. Hann grét sjaldan, og ef hann byrjaði, þá hætti hann samstundis aftur. Stóru svörtu augun hans, með þéttséttum augn- hámnum, virtust skoða heiminn strax meðan snáðinn var aðeins kornbam. Hann var kallaður Emanuel, og daginn, sem hann var tekinn í hina gyðinglegu trú, var háttar- lag hans svo heillandi, að hinn æruverðugi Rabbi, sem framkvæmdi hina hátíðlegu skírn, gaf hon- um fagra rós. Hermann fékkst við starf sitt með mestu gleði. Rachel leið betur, drengirnir tveir vom allt, sem hann gat óskað sér, fyrirtækið blómgaðist vel, starfsfólkið lipurt, Símoni Cohen fór sífellt fram og Miriam var viðbragðsfljótari en hún hafði verið í mörg ár. Marcus var sex ára gamall, og Emanuel var tveimur ámm yngri, þegar Ishmael Hirsch kom aftur til Vínar. Hann heimsótti strax fólkið í Bargerspital. Bermann heiltaði honum, en þó ekki með handabandi. Hann gat ekki séð, að Ishmael hefði bætt ráð sitt. Svarti flauelsjakkinn hans var jú reyndar settur þéttum borðum, hvít- röndóttu buxumar og hvíta vestið vom senni- lega eftir nýjustu tízku, en Hermann hafði það á tilfinningunni, að þetta væri svo sem ekkert eðalmenni, sem frammi fyrir honum stóð. Piltur- inn virtist finna of mikið til þess, hversu fötin hans væm fín. Hann var allt of hreykinn af langa svarta vangaskegginu og af yfirvararskegginu. Hann bar allt of marga hringi á fingmm sér og ilmurinn af honum var of sterkur. Hann var vissulega blíður, en Hermann leitaði að orðum til þess að lýsa framkomu hans. „Ja, sei sei, drengurinn er allt of lítillátur og stimamjúkur," sagði hann við sjálfan sig með sýnilegri gremju. Rachel var mjög glöð yfir því að sjá hann. „Hann lítur mjög vel út, Hermann? Ekki satt? Mér sýnist þú vera digrari en þú varst, Ishmael. Þú ert. meiri á þverveginn.“ Ishamel strauk svarta ilmandi skeggið og sagði brosandi: „En þú! Þú ert eins og málverk! Og hvernig líður tveimur litlu fallegu börnunum þín- um? Hvenær fæ ég að sjá þau?“ Rachel stóð upp og fór út til þess að sækja drengina. Þegar hún kom inn aftur í víða krino- línspilsinu, sem stóð út i allar áttir, með lokkana niður um herðarnar, í hvíta kotinu og upplits- djörf, fannst Hermanni að hann hefði aldrei séð neitt fegurra. Litlu drengirnir tveir í dökkbláum frökkum með breið og blikandi belti, í hvítum sokkum og reimuðum skóm, voru stórir eftir aldri. Þeir voru ekkert feimnir, heldur hlupu inn í herbergið til föður síns, sem þeir báðir tilbáðu eins og guð. „Rólegir, rólegir," sagði Rachel. „Sjáið þið, Marcus og Emanuel, hérna er frændi ykkar, sem hefir komið til að heimsækja ykkur!“ Marcus stillti sér upp og mændi á Ishmael, en Emanuel þrýsti sér að föður sínum og eftir að hafa horft skyndilega í áttina til frænda síns, tók hann að hvísla mikilvægu leyndarmáli í eyra föð- ur síns. Hermann hló innilega. Drengjunum leizt ekki á þennan nýja frænda sinn; bragð er að þá barnið finnur! Ishmael stakk höndunum niður í vasana ó svai-t- og hvitröndóttu buxunum sínum. „Við skulum sjá, hvort ég finn nokkuð handa ykkur." Hann tók upp handfylli af smápeningum og byrjaði að leggja þá í annan lófann. Marcus horfði á hann andartak, síðan sneri hann sér við, og gekk til Hermanns og.sagði: „Ég þekki ekki þennan mann. Er nokkur þörf á því, að hann dveljist hér?“ Emanuel læddist nær til þess að skoða nánar ókunnuga manninn, sem bróður hans leizt ekki á. Stóru dökku augun hans blikuðu og svo hrukk- aði hann ennið á barnslegan hátt: „Nei, pabbi, okkur er ekki um hann, það er hræðleg lykt af honum." „Ég skammaðist mín vegna þeirra beggja," sagði Rachel seinna, þegar hún og Hermann sögðu Miriam um samfundina; en hún hló, þegar BlessaS bamið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Gastu gert við rörið i eldhúsinu okkar? Pabblinn: Langar Lilla til að koma með Pabbinn: Nei, ástin min, en ég sendi eftir viðgerðarmanni og hann er framini pabba og horfa á manninn vinna? í eldhúsi núna. Lilli: Go-go! Lilli: Va-a-æ! Pabbinn: Hvemig gengur? Pabbinn: Svona — svona — þér megið ekki Viðgerðarmaðurinn: Ágætlega, það ætti taka þetta af elsku drengnum! ekki að taka langan tíma að laga þetta. Viðgerðarmaðurinn: — Þetta er allt í lagi mín vegna — núna er klukkan orðinn sex og þá er ég kominn á eftirvinnukaup — þetta verður bara óþarflega dýr við- gerð. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.