Vikan


Vikan - 17.01.1946, Blaðsíða 10

Vikan - 17.01.1946, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 3, 1946 upimn m n k ■ III i l i u VANINN. ....... Or bóklnn „Mannþekking..... Matseðillinn Hveitibollur. y2 kg. hveiti, 3% dl. mjólk, 60 gr. lyftíduft, 125 gr. sykur, \'2 teskeið kardemommur, 50 gr. rúsínur, 1 teskeið hjartasalt, 120 gr. smjör. Hveitinu og sykrinum er hrært saman, lyftiduftinu, kryddinu og mjólkinni er blandað út í. Látið standa i 30 min. og þá hnoðað i 15 min. Litlar bollur eru lagaðar úr deig- inu og tvær til þrjár rúsinur settar í hverja. Þá eru þær settar á vel smurða plötu og egg borið ofan á þær. Bakað í heitum ofni í 20 mín. Skonsur. 200 gr. smjörlíki, 750 gr. hveiti, 65 gr. sykur, 2 egg, 2 tesk. ger- duft og 1% peli mjólk. Hveitið er sigtað, gerdufti og kardemommum blandað vel saman við ásamt smjörlíkinu. Þá er sett út í sykur, egg og mjólk og hnoðað úr þessu deig. Deiginu er siðan skipt í sex jafna parta, og hver partur flatt- ur út í kringlótta, nokkuð þykka köku. Hver kaka er skorin í fjóra jafna parta og þeir settir á vel- smurða plötu og bakaðir við jafnan hita I 15 mínútur. Fimm minútum áður en kökurnar eru teknar út úr H ú s r á ð Það á aðeins að steikja lifur þang- a8 til h’.in er orðin vel brún og síðan að sjóða hana sem minnst. Við of- mikia suðu verður hún hörð og miss- ir bragðið. Lifur er mjög holl fæða og inniheldur mikil bætiefni. ofninum, eru þær smurðar með mjólk. Þegar kökumar eru orðnar kaldar, ei'u þær skornar yfir til helminga, smurðar með smjöri og lagðar saman aftur. Borðaðar með tei eða kaffi og má gjaman hafa marmelaði með. Tízkumynd Snotur, svartur kvöldkjóll. Pilsið er rykkt og með ljósrauðum eða — grænum leggingum niður að framan. Kraginn er tvöfaldur og setur fall- egan, skemmtilegan svip á kjólinn. Eftirfai'andi kafli er úr hinni stór- fróðlegu bók „Mannþekking," eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson. Það er „hagnýt sálarfræði" og kom út á síðastliðnu ári, en útgefandi er „Hlaðbúð." Útdráttur þessi er úr XI. kafla bókarinnar, sem heitir Vani. Um „Mannþekkingu" í heild er það i skemmstu máli að segja, að hún er mjög fróðleg og skemmtileg af- lestrar, enda er þekking höfundar yfirgripsmikill og frásagnarhæfi- leikarnir eftir því. „Vegur vanans: hinn breiði vegur.' V enjubreytingin: hið þrönga hlið. Það er hægara að koma í veg fyrir hin lamandi áhrif vanans en brjóta rótgrónar venjur á bak aftur. Merm mega ekki biða þess, að vaninn lami framtak þeirra. Þegar á xmga aldri ættu menn að endurskoða venjur sínar og gera nauðsynlegar ráðíjtaf- anir til þess að koma í veg fyrir, að þær nái of föstum tökum á þeim og varni þeim að laga sig að nýjum að- stæðum. Menn verða að kappkosta að halda aðlögunarhæfi sínu sem lengst ó- skertu á öllum sviðum, en venjurnar minnka það, eins og sýnt hefir verið fram á. Á aldrinum 25—40 ára komast flestar venjur okkar í fast horf og úr þvi verður flestum ofraun að breyta þeim mikið. Maðurinn er þá orðinn fuilorðinn, mótaður í öllum aðalatriðum. Or því læra eða skapa fæstir neitt verulega nýtt. Þeir vinna úr fyrri reynslu. Þótt ytri aðstæður breytist, er innri maðurinn hinn sami, sama viðhorfið, sömu andsvarshætt- irnir, en engin veruleg nýsköpun. Við þetta bætist svo tilfinningin um það, að við höfum þegar lifað hið feg- ursta, að við séum orðin of gömul til aö læra og laga okkur að verkefnum framtíðarinnar. Þetta er sorgarsaga fjöldans, hirma siðaföstu ofreglu- manna. Það er því ekkert keppikefli IUHHERT1 DRUMMER LITUR Hverjum pakka af Drumm- er lit fylgja notkunar- reglur á íslenzku. Drummer litur fæst víða. Heildsölubirgðir: Jón Jóhannesson&Co. Sími 5821. Keykjavík. « »»»»»»>»»»»»»:• að verða snemma roskinn og ráðsett- ur í þessum skilningi. Jafnvel venj- ur, sem eru góðar yfirleitt, hafa sín- ar skuggahliðar, ef þeim er ekki sam- fara sífelld nýsköpxm, sífelld viðleitni til rýmkimar og breytinga. Meðalmaður stöðvast tiltölulega snemma á andlegri þroskabraut sinni sakir rangrar lífsstjómar, sem er fólgin í því, að hann af andvaraleysi lætur sig stirðna í alls konar venju- kerfum. Hann „stagnerast" og „for- pokast", sér allt eins og hann er van- ur að sjá það, hefir fastar skoðanir um allt, því að vaíiinn vamar þonum þess að endurskoða mat sitt á mál- efnunum og lita á þau frá öðrum sjónarmiðum. Vegur vanans er hinn breiðr vegur, sem fjöldinn gengur. Hann liggur til sálardoða og andlegr- ar ánauðar. Gamall málsháttur segir: Lengi er að skapast mannshöfuðið. Það er þvi lengur að skapast sem það er betra. Rétt lífsstjóm stefnir að sem mestum persónuþroska, en sá, sem þroskast, er í sífelldri umbreyt- ingu og sköpun. Hinn velvakandi, hinn frumlegi maður heldur sköpun- aVmætti sínum fram í háa elli eða allt til þess, að lífsorku hans þrýtur, en þræll vanans verður gamall á unga aldri, löngu áður en elli mæðir hann. Rétt uppeldi og lífsstjóm leggja ekki áherzlu á að gera menn snemma „fullorðna", heldur á það að halda mönnum síungum, síleitandi, sískapandi, sívakandi til alls konar áhugamála. Oft hefst aöalævistarf þeirra á þeim aldi-i, er meðalmaður- inn, sakir rangrar lifsstjórnar, er þrotinn að andlegum kröftum og framtakssemi. Um fertugt settist hinn fáfróði Ignatius Loyola, stofn- andi Jesúitareglunnar, á skólabekk- inn og varð einn mesti áhrifamaður samtíðar sinnar. Þýzki læknirinn og heimspekingurinn Theodor Fechner grundvallaði í elli sinni sálarfræði og fagurfræði i tilraxmum. Þess eru og mörg dæmi, að menn hafa lært að leika á hljóðfæri, mála og teikna á efri árum sinum, eða á þeim aldri, þegar flestir álíta sig of gamla til að læra nokkuð nýtt, og náð undra- verðum árangri." Mundu, þegar þú hreinsar hvíta skó, einkum barnaskó, að þvo einnig reimarnar. Það er skemmtilegt að hafa arinn á heimili sínu, en til þess að bömin slasi sig ekki á honum er ágætt að hafa málmgrind fyrir eldinum. Ef skórnir þínir verða blautir, skaltu troða þá út með pappír eða stinga í þá skótrjám og þurrka síð- an við hægan hita. Berðu á þá áburð strax og þeir eru orðnir þurrir. Þú getur soðið sprungið egg, ef þú nuddar það vel með salti, áður en þú stingur því í vatnið. Saltið mun fylla upp í sprunguna. &oo»oofroeoeoooooc»ooocoocooo'00oooooooooooooooocQOOOoo* fl MEDUSA“ vatnsþétt sementsmálning og steypuþéttiefni fyrirliggjandi. í l Jón Loftsson h.f. Austurstræti 14 Sími 1291. i I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.