Vikan


Vikan - 25.04.1946, Side 13

Vikan - 25.04.1946, Side 13
VIKAJ'J, nr. 17, 1946 13 Felumynd. < Hvar er amma Rauðhettu? ^tiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiinnitaiiMiiiiHniuiiiininmiiiiitumiimnniiinitxiiiniir^ Dægrastytting 1 fjölskyldu nokkurri eru þrjár dætur, engin eldri en 10 ára og engar tvær á sama ári. Ef aldur tveggja er margfaldaður saman og aldur þeirrar þriðju bætt við, verður útkoman 50. Getur maður nú vitað aldur feinhverrar þeirra? Anna, Berta og Cecilie eiga frænku, sem er jafngömul og allar litlu stúlkurnar til samans. Eftir þrjú ár mun frænkan verða helmingi eldri en Anna, en eftir ellefu ár helmingi eldri en Berta. Hvað er Cecilie gömul? Þrír góðir vinir búa í sömu götu. Einn er lög- fræðingur, annar kaupmaður og sá þriðji prestur. Þeir heita Alfred, Bertil og Karl, en ættamöfnin eru Olsen, Hansen og Johnsen, en þessi upptaln- ing á nöfnum og stöðum er ekki í réttri röð. Ættamafn Alfreds er ekki Olsen. Bertil er ekki lögfræðingur. Hansen heitir ekki Karl. Ef John- sen er lögfræðingur, þá er Hansen ekki prestur. Ættamafn Bertils er ekki Johnsen. Karl er ekki prestur. Ef Olsen er prestur, þá er Johnsen ekki kaupmaður. Að lokum getum við sagt að Alfred er ekki kaupmaður. Hvað heita þeir fullu nafni og hvaða starf hefir hver þeirra á hendi? Ef farnir em 60 km. á klukkustund á mótor- hjóli, þá er einn km. farinn á minútu. Með 30 km. hraða á klst. tekur tvær mínútur að fara einn km. Hvað margar mínútur er maður að aka einn km. með 45 km. hraða á klukkustund? Tvær tölur standa þannig í hlutfalli við hvora aðra, að ef þú dregur einn frá annarri en leggur einn við hina, færðu sömu tölu; ef þú aftur á móti leggur einn við aðra þeirra, en dregur einn frá hinni, verður sú fyrri helmingi hærri en sú síðari. Hvaða tölur em þetta? Sjá svör á bls. 14. Stœrsti kongur í heimi. BARNASAGA ÞAÐ byrjaði með þvi að kóngurinn fékk hettusótt, og þegar hann lá í rúminu og leiddist, tók hann nokkr- ar bækur og fór að lesa. Þremur dögum eftir varð hann hress og fór á fætur, en bókunum hafði hann ekki gleymt. Hann hugsaði stöðugt um þær. „Sjáðu til,V sagði hann við drottn- inguna, sem sat við útsaum, „allir, sem ég las um voru stærstir og mest- ir að einhverju leyti. Annað hvort var maðurinn mesta hetja eða bardagamaður, uppfinningarmaður eða illmenni — ég minnist nú ekki á þá, sem vom mestir kóngar eða keisarar!" „Nú jæja," sagði drottningin. Hún naumast heyrði, hvað hann sagði, þvi að hún var að telja sporin í krossaumsdúknum sinum, og það var mjög mikilvægt, að hún gerði það rétt. „fig vil einnig vera stærstur og mestur!" svaraði kóngurinn. „Hvers vegna gæti ég ekki verið það, að einhverju leyti?" „Það er alveg satt!" játaði drottn- ingin og hélt áfram að telja. „fig verð að fara til hirö-galdra- mannsins og biðja hann að hjálpa mér," sagði kóngurinn allt í einu. „Hann hefir ekki haft neitt að gera síðan hann breytti óvinahernum, sem ætlaði að ráðast á okkur, í fugla, svo að þeir flugu burt. Og nú er langt síðan." „Já, gerðu það!" sagði drottningin og andvarpaði feginsamlega, þegar kóngurinn fór frá henni — hún hafði saumað skakkt og varð nú að telja allt að nýju. Galdramaðurinn bjó í einum hall- arturninum. Hann hafði verið þar á ríkisstjóm- arárum sjö kónga og var hann núna orðinn mjög gamall og lasburða. En auðvitað bar hann ennþá svörtu kápuna, sem var þakin marglitum stjörnum og táknum, og háu hvítu húfuna. En hann var með hvítt, sítt skegg og svo nærsýnn, að hann not- aði tvenn gleraugu — og sá samt mjög illa. „Góðan daginn, galdramaður," sagði kóngurinn, þegar hann kom inn til hans. „Æ, góðan daginn, herra kóngur!" svaraði gamli maðurinn. „Það er langt siðan ég hefi fengið þann heiður að sjá yður!" i „Svo er mál með vexti," sagði kóngurinn, „ég vil verða mikill kóng- ur — stærsti kóngur í heimi! Þú skilur þetta, er ekki svo?" „Jú! Stór kóngur!" svarað galdra- maðurinn og kinkaði kolli. „Hvernig get ég orðið það?“ hélt kóngurinn áfram. „Orðið hvað?------Æ, jú, nú skil ég! Stór kóngur! Hvenær gæti það nú orðið? Sjáum nú til! það ætti að verða í nótt, eða minnsta kosti snemma í fyrramálið. Og nú ætla ég að byrja strax!" Kóngurinn varð ofsaglaður og skipaði að gefa galdramanninum uppáhalds tertuna hans að launum, og þáði galdramaðurinn hana með þökkum. „Nú ætla ég að gera allt sem ég get!" sagði hann og neri hendurnar. „Þessi góði kóngur skal sannarlega verða stór, þar sem hann óskar þess." Kóngurinn var fullur eftirvænting- ar að vita, hvað myndi henda hann um nóttina. Hann gat naumast sofið, en að lokum blundaði hann og vakn- aði aftur við ískulda á fótunum. „Hvað í dauðanum er þetta?" sagði kóngurinn og gægðist út undan sæng- inni. Fætur hans sköguðu langt fram á gólfið og voru þvi ískaldir. „Hvað hafði komið fyrir?" 1 sama bili opnuðust dyrnar og drottningin gægðist inn. „Hjálp!" hrópaði hún, „Það er risi inni í herbergi konungs!" „Það er ég!“ kallaði veslings kóng- urinn og reyndi að komast út um dyrnar. En hann gat það ekki, því að þær voru of lágar og litlar. En nú kom hirðfíflið inn og var það óttaslegið, þegar það sá, hversu kóngurinn var orðinn langur og dig- ur eftir nóttina. „Og mér sýnist kóngurinn stöðugt stækka," sagði einn hirðmaðurinn. „Bara að gólfið þoli hann!" Það brakaði og brast i gólffjölun- um og að siðustu létu þær undan og kóngurinn rak fætuma í gegnum göt og stóð á salargólfinu fyrir neðan. Og stöðugt óx hann, höfuðið og herð- arnar rákust í gegnum herbergisloft- ið og hirðin, óttaslegin, flýði út úr höllinni. Þarna stóð hún öll í hallargarðin- um og horfði á, hvernig tígulstbin- arnir hrukku í allar áttir og tröllslegt höfuð kóngsins skaust upp á milli turnanna, en.allt lék'á reiðiskjálfi. „Sækið hirð-galdramanninn," hróp- aði drottningin. „Þetta hljóta að vera töfrar." „Hjálp, hjálp!" Æpti veslings kóngurinn, og rödd hans var eins og ljónsöskur. Eftir langa mæðu var hægt að ná í galdramanninn, en hann svaf svo fast, að naumast var hægt að vekja hann. „Látið mig vera I friði!" sagði hann önugur. „fig vann allt kvöldið og langt fram á nótt við að láta kóng- inn verða stóran —?“ „Láta kónginn verða stóran!" át drottningin upp eftir honum. „Átt þú þá sök á þessu öllu?" Hún benti honum þangað, sem vesl- ings kóngurinn stóð í hallarrústun- um, því að hún gat ekki sagt meira. fyrir rfeiði og sorg. Galdramaðurinn horfði i gegnum bæði gleraugun sín og kinkaðl ánægður kolli, því að nú gat hann vel séð, hversu kóngurinn var orðinn stór. „Er kóngurinn ekki orðinn nægi- lega stór?" spurði hann. „Þetta var það, sem hann bað um.“ „Já, en ekki stór og mikill á þenn- an hátt!" hrópaði hinn tröllslegi kóngur, „ég vildi verða eins og kóngarnir, sem eru kallaðir mikllr eins og til dæmis Karl mikli. „Það var nokkuð annað," sagði galdramaðurinn. „Því sögðuð þér það ekki strax! Nú verð ég að gera þetta allt á nýjan leik!" Nú varð g^ldramaðurinn að taka til óspiltra málanna og eftir mikið erfiði gat hann breytt kónginum aft- ur í venjulega stærð. En nú var kóng- urinn búinn að missa alla löngun til að vera mikill og stór. Hann gerði sig ánægðan með að vera góðui' kóngur og sanngjarn við þegna sína.. En hirðgaldramanninum var sagt upp stöðunni og honum vísað burt,. því að konungshjónin þorðu ekki að eiga það á hættu að hann gerði annað eins glappaskot aftur..

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.