Vikan - 30.05.1946, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 22, 1946
Trúlofuð sjómanni --
S M Á S A G A eftir Edward L. McKenna.
■Vrtra umslagið var stórt og gulleitt —
utan á því stóð með stórri, læsilegri
rithönd MM. Louis Tocque & Guillaume
Bastable, lögfræðingar, Rue Stribe, París.
Innan í því lá annað umslag, heldur minna
og innsiglað með ilmandi lakki frá Austur-
löndum. Ásamt þessu var einnig þykkt,
hvítt pappírsblað, eins og menn nota í
embættisskýrslur. Á blaðinu stóð:
„Frá Emile Boissoneaux yfirmanni á
tundurbátnum „Charles Martel“, sem ligg-
ur í Hanoi í Tonkin.
Til lögfræðinganna MM. Tocque & Bast-
able.
Við andlát mitt á að afhenda Henri
Deforgues, kafteini, eða Jehan Desprez,
liðsforingja, þetta bréf óopnað, en báðir
mennirnir eru í franska sjóliðinu.“
I innsiglaða umslaginu lágu tvær þétt-
skrifaðar arkir, sem var haldið saman með
klemmu.
Hér fer á eftir það, sem ritað var á
arkirnar.
„1 þessu bréfi ætla ég að skýra frá
sannleikanum um morð, sem framið var í
La Poule veitingahúsinu í Saigon Cochin
- China, að kvöldi hins 22. ágúst 1927.
Maðurinn, sem var skotinn, var enskur
liðsforingi — Herrington eða Harrington
að nafni.
Kona, sem hét Marie Berthold, var sök-
uð um morðið og dæmd í fimmtán ára
fangelsi.
Marie var saklaus af dauða Herring-
tons liðsforingja, en hún hjálpaði morð-
ingjanum til að sleppa og hið sama gerði
ég.
Þann 22. ágúst lá beitiskipið „La
Victoire“ á höfninni í Saigon. Skip mitt
lá í þurrkví á sama stað og var í viðgerð.
Eg gaf „La Victoire" merki og sendi Bon-
fils kafteini, sem ég hafði þekkt árum sam-
an, kveðju mína. Klukkan fimrn gekk hann
upp landgang minn og fórum við saman út
að skemmta okkur í landi.
La Poule veitingahúsið í Saignon hefir
ekki sem bezt orð á sér, en matur er þar
góður og skammt að fara þangað frá
höfninni.
Bonfils var vanur að fá sér drjúgum
neðan í því, þegar hann var ekki um borð.
Þar sem ég þekkti allar venjur hans, sá
ég um að við fengum lítið herbergi uppi á
loftinu, þar sem við gátum skálað í ró og
næði. 1 raun og veru Var þetta herbergi
ekki annað en bás.
Við pöntuðum mat, en drukkum fyrst
eina flösku af koníaki. Við höfðum sopið
næstum helming af innihaldi flöskunnar,
þegar hlífinni var skotið til hliðar og Marie
Berthot kom inn með fötu og kúst í hend-
inni. Þegar hún kom auga á okkur ætlaði
hún að hverfa út sem skjótast aftur, en
Bonfils kafteinn kallaði á hana og neyddi
hana til að taka eitt glas af koníaki með
okkur.
Marie Berthot var tannlaus, gömul kona,
hátt á sextugsaldri. Hún stóð feimin og
sneypt fyrir framan okkur og átti auðsjá-
anlega enga ósk heitari en að komast út
sem^yrst. En Bonfils kafteinn, sem þegar
var undir áhrifum frá koníakinu, talaði
við hana með mestu kurteisi og vinsemd.
Hún vildi ekki setjast við borðið, heldur
tæmdi glas sitt, hneigði sig og fór fram á
ganginn, þar sem við heyrðum að hún fór
að skröllta með fötur og önnur áhöld.
Ég pantaði rauðvín með matnum, en á
sama tíma og ég dreypti örlítið á því, lauk
Bonfils úr annarri koníaksflösku.
Þegar við sátum yfir kaffinu kom Herr-
ington liðsforingi inn til okkar og spurði,
hvort hann mætti setjast við borðið hjá
okkur. Ég svaraði engu, en Bonfils kink-
aði kolli. Nú vildi sá enski bjóða okkur
vín.
„Þess þarf ekki,“ svaraði Bonfils. „Við
| VEIZTU — ? |
| 1. Hverjir urðu fyrstir til að nota mógult |
efni í hermannabúninga ?
| 2. TJr hverju er þetta:
= Ástar fima
| skyli pnginn maður
annan aldrigi o. s. frv. =
= 3. 1 hvaða borg á Krím mættust Stalin, i
Roosevelt og Churchill í febrúar. síð- 1
astliðið ár?
; 4. Hvaða mánaðardag fór Bngland í =
stríðið 1939? |
í 5. Hvaða þrjú lönd áttu stærstan verzl- |
unarflota 1939?
I 6. Hvað er hæsta fjall Danmerkur og §
hvað er það hátt?
= 7. Eru rendumar í franska fánanum lóð- |
réttar eða láréttar?
| 8. Hvað heitir stærsta innhaf jarðarinn- =
i ar? i
| 9. Við hvaða á liggur Berlín?
i 10. Hvað hét fyrsti forseti Alþingis?
Sjá svör á bls. 14. |
'<,Nimimmiiiim>imii(HiMHiiiiimi(iimiiiHiNiiiiiiiiiiiiiiHii
höfum hér þrjú glös.“ Hann hellti koníaki
í glasið, sem þvottakonan hafði drukkið
úr, og ýtti því til hans.
Mér var vel ljóst, að vinur minn var
drukkinn og ekki í sem Ijúfmannlegasta
skapi — hið sanna mátti einnig segja um
enska liðsforingjann. Satt að segja, þá
veit ég ekki, hvað var upphaf deilu þeirra
og ósamlyndis, en enski liðsf oringinn tók að
tala á móðurmáli sínu, sem lét í eyrum
mínum sem hreinasta skollaþýzka, og rétti
út höndina og ætlaði að þrífa koníaks-
flöskuna. Bonfils kafteinn dró fram
skammbyssu sína og beygði sig fram yfir
borðið — það heyrðist brothljóð í glösum
og síðan kvað við skothvellur.
Vinur minn lá fram á borðið og streymdi
blóð úr sári- á gagnauga hans, en Herring-
ton hékk á stólnum, skotinn í hjartastað.
Þegár um svona atburði er að ræða, er
fólk ekki lengi að hugsa sig um, hvað það
eigi að gera. Ég stökk að dyrunum og læsti
þeim — en á sama augnabliki var hlífinni
ýtt til hliðar og Marie Berthot kom inn
í.herbergið.
„Hvaða leið?“ spurði ég fljótmæltur.
„Þessa —“ sagði hún og benti á aðra
hurð fyrir aftan sig.
Ég beygði mig niður og tók upp skamm-
byssu Bonfils og stakk henni í vasa minn,
síðan lyfti ég honum sjálfum upp á herð-
ar mér og hraðaði mér fram ganginn. Ein-
hvers staðar fyrir aftan mig heyrði ég tvo
skothvelli — en ég mátti ekki vera að því
að hugsa um það frekar. Gangurinn lá að
eldhúsinu, og þar hélt ein þjónustustúlkan
opnum fyrir mig útidyrunum meðan ég var
að koma Bonfils út. Já, fólkið á veitinga-
húsinu „La Poule“ var nú vant við sitt af
hvoru.
Ég náði í vagn og lét aka okkur út fyrir
borgina, þar sem ég var kunnugur, og þar
var bundið um sár Bonfils, sem kom fljótt
til sjálfs sín.
Hann vissi ekkert um það, sem komið
hafði fyrir, og ég er sannfærður um að
hann hefir enga hugmynd um það enn
þann dag í dag, að hann hafi drepið mann.
Ég sagði honum, að það hefðu orðið áflog
og hann misst skammbyssu sína og um
leið hefði skot hlaupið úr henni. Ég fór
með hann til skips hans, og daginn eftir
sigldi „La Victoire“ út úr höfninni.
Skömmu seinna fékk ég skýringuna á
þeim tveimur skotum, sem ég heyrði, þegar
ég var að flýja fram ganginn. Gamla kon-
an, Marie Berthot, hafði hleypt af tveimur
skotum á liðsforingjann með byssu hans
sjálfs, og þegar fólk brauzt inn í básinn,
kom það að henni, þar sem hún stóð yfir
líkinu með rjúkandi skammbyssuna í hend-
inni.
Þegar lögreglan spurði hana um orsök
morðsins, þá gaf hún f jarrstæðar og kyn-
legar skýringar.
Ég heimsótti hana í fangelsið. Ég hafði
enga löngun til þess, heldur fannst mér
það vera skylda mín. Hún drap titlinga
framan í mig og gult, hrukkótt andlit
Framhald á bls. 14.