Vikan


Vikan - 30.05.1946, Blaðsíða 6

Vikan - 30.05.1946, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 22, 1946 er sat með hannyrðir sínar. „Eins og kunnugt er, falla þær ekki saman við skoðanir yðar, og þér hafið fyllstu ástæðu til að segja: „Þetta sagði ég ávallt," þegar þér heyrið, að nú er trú mín farin að veikjast." „Það mun ég aldrei segja,“ greip Beatrice bros- andi fram í fyrir hohum. „Ég er upp yfir það hafin.“ „Það er heldur ekki vegna þess að ég haldi að þér hafið rétt fyrir yður,“ hélt hann áfram. „Ekk- ert jarðneskt vald fær mig til að trúa því, að hægt sé að blanda þjóðflokki saman. En ég er ekki lengur ánægður með þessa trú.“ „Skýrið þetta dálítið nánar," mælti Beatrice. „Sjáið nú til; menn eins og ég — mér er rétt óhætt að segja flestir Englendingar — eru grát- lega sannfærðir um, að við séum salt jarðar. En nú upp á síðkastið hefi ég það óþægilega á til- finningunni, að það á ekki heima um marga af okkur.“ „Ef til vill í samanburði við aðra,“ spurði hún dálítið ertnislega. „Þér hafið ekki af tilviljun hitt furstann ?“ „Jú, ég hefi hitt hann, og að nokkru leyti haf- ið þér á réttu að standa. Þér vitið hvaða álit ég hafði á furstanum. 35g hefi séð marga ind- verska fursta og framkoma þeirra hefir verið óaðfinnanleg — en þeir hafa ekki hrifið mig. En hann hefir gert meira en það. Hann er fæddur foringi. Þér hefðuð átt að sjá hann í dag. Hann var alstaðar með, hann vissi nákvæmlega um hvað eina, smátt og stórt, og hann er svo sigur- viss, viljasterkur og hefir svo mikla trú á sjálf- um sér og öllum heiminum, að maður hlýtur að hrífast með. Þannig fór að minnsta kosti fyrir mér og furstanum, og ég held í sannleika líka þeim innfæddu." „Hann er fæddur stjórnandi,“ mælti Beatrice að nokkru leyti við sjálfa sig. „Já, guð gefi að við hefðum fleiri honum líka okkar megin.“ ^ Nú kom Mrs. Cary inn. „ó, góðan daginn, Stafford kapteinn,“ mælti hún. „Mr. Travers sagði hann myndi áreiðan- lega hitta yður hér, og hann vildi alls ekki trúa mér, þegar ég sagði honum, að ég hefði ekki orðið vör við yður. Komið inn fyrir, Mr. Travers. Þér höfðuð rétt fyrir yður.“ Travers kom inn. Eins og Stafford leit hann þreytulega út. „Stafford hefir sjálfsagt sagt yður, hvað við höfum orðið að leggja að okkúr,“ mælti hann við Beatrice. „Það er svei mér enginn gaman- leikur að hafa ýtt við öðrum eins manni og furstinn er — bráðum er ég ekki orðinn annað en skuggi af sjálfum mér. Þér verið að fyrirgefa að ég lít svona út, ungfrú Cary, en þetta átti svo sem ekki að vera nein opinber heimsókn. Ég kom aðeins til að sækja Stafford." „Það megið þér með engu móti,“ skaut nú Mrs. Cary inn í. „Við vorum að enda við að lofa þessum veslings þreytta manni bolla af tei og þá megið þér ekki þreyta hann með þessum leið- inlegu málefnum yðar. En þér megið vera hérna kyrr, ef þér hagið yður skikkanlega." „Jæja, jæja,“ mælti Travers. „Það er nú líka hægt að ræða um það seinna." „Viðvíkjandi hverju er það?“ spurði Stafford. „Tekur það langan tíma?“ „Hvað mig snertir aðeins tvær mínútur." Það lá dulin meining í orðum Travers, sem enginn veitti þó eftirtekt. Stafford stóð á fætur og þó eins og hálfnauðugur. „Megum við ganga augnablik út í garðinn, Mrs. Cary?“ spurði hann. „Ég vii ekki láta hafa af mér þennan tebolla, sem mér hefir verið lofaður. Komið svo, hæstvirtur. Ég er útbúinn í allt hið versta.“ Þeir fylgdust út í garðinn og Mrs. Cary varð ein með dóttur sinni. Hún stóð og fitlaði óstyrk við nokkur blóm og henni lá auðsjáanlega eitt- hvað á hjarta, sem hún eins og kom sér ekki að að segja. Loks herti hún upp hugann. „Máttu vera að hlusta á mig eitt augnablik?" spurði hún. „Já, mörg augnablik.“ „Auðvitað verður þú reið,“ hélt Mrs. Cary áfram, „og ef það væri ekki vegna þess að ég hefi skyldur gagnvart þér sem móðir þin, myndi ég láta þig sjálfráða — en ég verð að taka af- leiðingunum." „Þú skalt ekki vera neitt hrædd,“ svaraði Bea- trice mjög alvarlega. „Þegar um skyldur er að ræða, er ég öll ein eftirtekt." „Það er viðvikjandi sambandi þinu við furst- ann,“ hélt Mrs. Cary áfram. „Mér finnst að það sé nú þegar farið að ganga nokkuð langt.“ „I hvaða átt?“ „Þú ríður út með honum á hverjum morgni?" „Þú minnist ekki einu orði á þetta fyrir mán- uði — þegar ég reið út með honum í fyrsta skipti." „Það var vegna þess að það var í fyrsta skipti. Ég hélt að fólk myndi ekki tala um það.“ „Er það farið til þess?“ „Já, Mrs. Berry sagði í dag, að sér fyndist það harla merkilegt. Og hún sagði það mín vegna — af vináttu við mig . . ..“ „Er Mrs. Berry vinkona þín. Það er alveg ný uppgötvun?" „Já, en það skiftir engu máli. Það var talsvert i þessu, sem hún sagði. Hún hélt að það eyði- legði tækifæri þín — hjá öðrum." „Það eru víst ekki meira en tveir mánuðir sið- an að hún sagði þér, að það væri ósæmilegt af mér að ríða út með Stafford kapteini." „Já, en það hirti ég ekkert um. Það var aðeins af því að hún vildi hafa Stafford fyrir sjálfa sig.“ „Svo það gerði honum þá ekkert til?“ „Ó-nei! Hvað gat það svo sem gert honum? Karlmaður má þó þekkja unga stúlku áður en hann — nú, já, áður en hann biður hennar. Það er ekkert að því. En það er allt öðru máli að gegna með furstann." „Hvers vegna það? Nú þegar Stafford kapt- einn er dottinn úr sögunni?" „Það eru nú fleiri til en Stafford kapteinn. Og þar að auki vil ég ekki að fólk hafi þig milli tannanna. Við erum búnar að fá nóg af því.“ BlessaÖ barniÖ! Teikning eftir George McManus. Maðurinn: Þú ættir að vita, hvað sonur minn gerði i morgun — það er ég viss um, að hann verður mikill hæfi- leikamaður, ef honum endist líf og heilsa — hann sagði „baba“ skýrt og greinilega — hann er afskaplega hrifinn af músik — þú hefðir átt að sjá, þegar ég setti hann við píanóið —. Maðurinn: Drengurinn er afar bráðþroska eftir aldri ■— hann er farinn að ganga — hann getur borðað með gaffli — hann kann stafrófið aftur að ,,C“ — hann grætur ekki mikið'— hann er gimsteinn — allt öðruvisi en önnur böm — ég hugsa að hann verði bankastjóri — hann gleypti krónu, þegar hann var sex mánaða —. ! Maðurinn: Og þú ættir að sjá hann í baði hann . . . Pabbinn: Ég má til að fara, því miður! Pabbinn: Ósköp gat maðurinn verið leiðinlegur! Hann talaði ekki um annað en strákinn sinn, eins og hann væri eitthvert undrabarn — skelfing eru svo menn þreytandi! Mamman: Þú hefðir átt að vera hérna áðan, ástin mín. Það er stór-furðulegt, hvað Lilli tekur miklum framförum — hann sagði go-go tvisvar í röð og þekkti Sússu frænku — og svo langaði hann til að spila á píanóið —. Pabbinn: Það er yndislegt að heyra þetta, segðu mér meira!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.