Vikan


Vikan - 08.08.1946, Side 3

Vikan - 08.08.1946, Side 3
"VTKAN, nr. 32, 1946 3 Um landkynning og ferðaskrifstofu Vikan hefir beðið forstjóra Ferðaskrifstofunnar um upp- lýsingar um starf hennar og annað það, er lýtur að viðbúnaði ferðamannastraums til landsins og fer grein hans hér á eftir. egar stríðið skall á, voru ferðamál Is- lands ennþá ekki komin í það horf, að hægt væri að líta á heimsóknir erlendra ferðamanna sem stórvægilega tekjulind fyrir þjóðarheildina. Þess var heldur ekki að vænta, því að þá voru skipin fá sem brú- uðu hið breiða haf, er skilur „Einbúann“ frá nágrannalöndunum, og möguleikarnir til þess að taka á móti ferðamönnum mjög litlir og ófullkomnir. Árið 1938 komu þó 7768 útlendir ferða- menn hingað með skipum, sem voru í reglubundnum siglingum milli Islands og annarra landa, og með hinum 16 skemmti- ferðaskipum, sem hingað komu það ár. Ég reyndi þá að komast að niðurstöðu um það, hve miklar heildartekjur væru af komu ferðamanna, og fékk ég út úr dæminu kr. 943.336.00. Þessu til samanburðar má geta þess, að talið var, að Norðmenn hefðu haft 78 milljóna tekjur af komu ferðamanna. Áætlað-var líka, að þeir eyddu 1—IV2 milljón króna í að auglýsa og gefa upp- lýsingar um land sitt. Hvað gerðum við til þess að auglýsa land okkar sem ferð'amannaland ? Með lögum frá 1935 um Ferðaskrifstofu ríkisins, og með stofnsetningu hennar 1936, var stórt skref stigið í þá átt að vekja at- hygli á Islandi sem ferðamannalandi. Eins og til var ætlazt með lögunum, sner- ist starfsemi Ferðaskrifstofunnar aðallega um það að vekja athygli á landinu sem ferðamannalandi, og greiða fyrir erlendum ferðamönnum, sem hingað komu. Nú spyrja menn, hvað kostaði starfsemi Ferðaskrifstofunnar? Um reksturskostnað hennar var mikið ritað og rætt á sínum tíma, og komust menn að hinuin ósennileg- ustu niðurstöðum, þótt ekkert hefði verið auðveldara en að afla sér vitneskju mn sannleikann, þar sem óyggjandi reikningar voru árlega samdir um rekstur skrifstof- unnar. Eins og reikningar Ferðaskrifstofunnar bera með sér, var eytt rúmlega 43 þús- undum króna að meðaltali þau ár, sem skrifstofan starfaði til þess að auglýsa landið og greiða fyrir komu erlendra ferða- manna, og Vb af fé þessu aflaði Ferða- skrifstofan sjálf, og er það raunveruleg endurgreiðsla ferðamanna upp í auglýsing- arkostnaðinn. Já, þannig var þessum mál- um komið hjá okkur. Tekjur af komu ferðamanna voru um 1 milljón og auglýs- ingamóttökukostnaður um 40 þúsund kr. Ferðamöguleikamir. En hvað ber fram- tíðin í skauti sínu í þessum efnum? Ekki þurfum við að efast um aðdráttarafl lands- ins. Island er eins og Norðmenn segja um sitt land, „Ferðamannaland af Guðs náð.“ En það er ekki nóg að landið sé „fagurt og frítt“ og fullt af dásemdum, það er aðeins eitt af fjórum skilyrðum fyrir því, að Is- land geti orðið framtíðar ferðamannaland, en eðlilega frumskilyrðið. Hin þrjú eru: Góðar samgöngur, næg gistihús, og síðast en ekki sízt góðar móttökur. Samgöngurnar. Fyrir stríð fullnægði skipakosturinn hvergi nærri eftirspurn- inni eftir að komast til landsins, sérstak- lega frá Bretlandi. Frá Bretlandi getum við fengið ferðafólk í þúsundatali. Sá, sem þetta ritar heimsótti flestar stærstu ferða- mannaskrifstofur í stórborgum Bretlands sumarið 1937, og víðast hvað við sama svarið: „Við skulum sjá fyrir farargestum, ef þið bendið okkur á hagkvæmar skipa- ferðir. Bretland er fjölmennt, hundruð þúsunda ferðast árlega, fólkið vill eitthvað nýtt. Island er ónumið á þessu sviði.“ Forstjóri ferðaskrifstofu í Skotlandi, sem útvegaði flesta farþega með „Esju“ gömlu, lét skila til Ferðaskrifstofunnar, að möguleikamir til þess að fá fólk til Is- landsferða væru svo miklir, að skrifstofa hans ein gæti sent 200 ferðamenn hálfs- mánaðarlega, ef um gott hraðskreitt skip væri að ræða. Þessu til sönnunar má benda á það, að gamla „Esja,“ þrátt fyrir smæð sína var yfirfull síðasta sumarið, sem hún var í Glasgowferðum. Þótt hún væri ekki heppilegt ferðamannaskip, var ferða- fólkið án undantekningar mjög ánægt með Islandsferðina. Það eina, sem Esjufarþeg- arnir kvörtuðu yfir var, hve dvölin væri stutt. Sumt kom tvisvar með „Esju,“ aðrir sendu kunningja og vini, og stöðugt fór eftirspumin vaxandi. Esjufarþegamir höfðu mikið auglýsingargildi fyrir landið, og eigum við marga góða vini á skozkri grund, sem munu hjálpa til þess að fylla hina nýju „Esju,“ þá er hún kann að hef ja ferðir sínar. Þennan góða árangur má þakka ágætum móttökum, bæði um borð og þegar hingað kom, sem mörg bréf sanna að svo hafi verið. En nú eru tímar breyttir. Nú liggur leið- in ekki aðeins um öldur hafsins, heldur einnig um loftin blá. Flugtæknin hefir svo að segja afnumið allar fjarlægðir. Er leið- in milli Bretlands og Islands farin á sama tíma og brezkir veiðimenn þurftu áður til þess að komast frá Reykjavík í veiðiárnar sínar í Borgarfirði. Ekki þarf að efast um, aö veiðimenn, sem hingað vilja komast, taki þann kostinn að borða morgunverð í heimalandinu, en drekka, eftir nokkra stunda flug, te við íslenzkt borð, og skjót- ast síðan í veiðiána, áður en til kvöldverðar og hvíldar yrði gengið. Margir aðrir, sem tíma vilja spara og kjósa þægindi fram yfir allt annað, munu einnig fara leið far- fuglanna. Hvað samgöngurnar snertir, virðist framtíðin lofa miklu. Allt bendir til þess, að þeir erfiðleikar, sem áður voru á því að sækja Island heim, séu ekki lengur fyrir hendi. Framhald á bls. 7. Frá Hvitárvatni: Þar hefir Ferðafélag- íslands reist hið prýðilegasta sæluhús, eins og viða annars staðar í óbyggðum landsins. (Ljósm.: Öl. Magnússon).

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.