Vikan


Vikan - 29.08.1946, Side 7

Vikan - 29.08.1946, Side 7
VTKAN, nr. 35, 1946 7 Óðalssetrið (Framhald af bls. 3). „Nú —=nú er eitthvað að hér, Aðalheið- ur. Sigurður getur verið ágætur — en get- urðu þér þess til að ég, sem er svo mótuð af bæjarlífinu, hafi raunverulega í hyggju að setjast að á bændabýli?“ „Því ekki það?“ „Hvernig þú getur spurt! ímyndarðu þér, að ég hafi áhuga á búskap til dæm- is?“ „O — allt má læra, og í og með er það meira en vaninn einn.“ „Það lítur næstum því út fyrir, að þú sért viss um að ég ætli að setjast að hér eins og bóndakona!" „Þú lézt þig dreyma svo mikið áður en við fórum af stað, að ég hélt, að eitthvað byggi undir, von, ósk . . .“ ,, . . . draumórar, eins og þú sást. Um leið og ég mætti honum var því öllu lokið. En — nú verðum við að fara að sofa, fólk fer svo snemma á fætur í sveitinni.“ „Já . . . ég er skelfing þreytt, en get ekki sofið.“ „Þú virðist vera svo hugsi, Aðalheiður, er það nokkuð, sem ég get. . .“ „Nei, nei, ég er svo tóm og þreytt og slitin svo — góða nótt!“ „Góða nótt!“ Um hádegisbilið næsta dag fóru þær fram að selinu. Sigurður var óvenju ræð- inn á leiðinni, sagði frá öllu milli himins og jarðar. Þegar þau hvíldu sig fyrst, tálgaði hann göngustafi handa Kjersti og Aðalheiði. Kjersti fannst einhvem veginn, að hann vandaði sig meira með staf Aðal- heiðar, af hverju sem það nú gat stafað. Það var ef til vill bara tilviljun. Hún var ekki alveg viss . . . Það stóð víst til að Sigurður kæmi nið- ur til þorpsins í eftirmiðdaginn. Samt sem áður gaf hann sér góðan tíma til þess að — já — hann réri með þær á vatninu til að fiska með þeim. Aðalheiður hélt í fær- ið og hann lét ekki standa á góðum og gagnlegum ráðleggingum, svo að Kjersti tók að hugsa ýmislegt. Þegar hann kvaddi sagði hann, að halda ætti dansleik á leikvellinum á laugardags- kvöldið. Þá skyldu þær koma niður til þorpsins og vera með. Þar yrði líf í tusk- unum, ball með harmonikumúsik . . . Kjersti tók eftir því, að hann hélt óþarf- lega lengi í hönd Aðalheiðar. Svo gæti verið, að eitthvað hafi farið fram í hugum þeirra. Hann sneri sér við nokkrum sinn- um. Alltaf mættust augu þeirra af undar- legri tilviljun — Kjersti og Aðalheiður eyddu nokkrum ánægjuríkum dögum í selinu og voru á- sáttar um, að þær hefðu ekki getað eytt sumarleyfinu á neinum stað betri. Ferð til útlanda hefði auðvitað verið mjör á- kjcsanleg, en það var afar dýrt — og svo kom maður venjulega þreyttari heim en hann hafði farið. Kjersti vildi endilega fara á dansleik- inn í þorpinu á laugardag. Hún sagði, að það yrði svo gaman að fara í gamaldags dans. Aðalheiður hafði heldur ekkert á móti því að: fara, en var hrædd um, að Kjersti myndi ekki rata. Og það fór líka eins og hana hafði grunað. Þær fóru dá- lítið út af réttri leið, en komust á þá réttu bráðlega aftur. Sigurður hafði biðið lengi, næstum því gefið upp vonina um að þær kæmu. Andlit hans ljómaði — nú myndi verða gaman. Hann tók bílinn og ók til kennarans, sem ætlaði að fylgjast með. Þegar þau komu að leikvellinum var dans- inn þegar byrjaður. Og stúlkurnar fengu að dansa eins og þær vildu. Sigurður hélt sig mest að Að- alheiði og kennarinn að Kjersti. Það var erfitt að fá að setjast niður til að hvíla sig. f einu hléinu spurði Kjersti Aðalheiði, hvort hún hefði tekið eftir því, hvað pilt- amir héldu miklu öðmvísi utan um þær hérna — eitthvað svo varlega. Hún áleit, að það stafaði af því að þær væru úr borg- inni. Á mánudaginn fylgdi Sigurður þeim á- leiðis. Fyrst í stað átti það að verða aðeins lítill spölur, en þegar hann sneri við var sá spölur orðin alllangur. Nú var Kjersti viss um það, sem hana hafði grunað, þetta var alvara milli hans og Aðalheiðar. Aldrei fyrr hafði hún séð vinkonu sína þannig, það var ekki um að efast. Henni virtist það næstum því hlægilegt. Hafði Aðalheiður gert sér grein fyrir því, hvað hún var að gjöra? Hafði hún skilning á því, hversu erfitt gæti verið að setjast að í algjörlega óþekktu umhverfi? Una sér þar, skilja þetta nýja fólk, sem hugsaði öðruvísi en hún? Þegar þær vom orðnar einar spurði hún óhikað. Aðalheiður hafði einmitt rætt hið sama við Sigurð. Hún þóttist Misskilningur. Gamall karl, sem áleit, að drengir væru lítil- mótlegir i samanbtirði við það, sem var á bemsku- ámm hans, stanzaði fyrir framan lítið barn og sagði: „Jæja, drengur minn, hvemig líður þér i dag?" „Ágætlega,“ sagði sá litli styggilega. „Og hefirðu nokkum tíma hugsað þér, hvað þú ætlir að verða, þegar þú ert orðinn stór maður?" „Nei!“ „Einmitt, ég hélt að svo væri, og hvers vegna ekki?“ „Oh, ég er lítil telpa góði minn.“ Svör víð Veiztu — á bls. 4: 1. f Austur-Indíum. 2. Landsyfirréttur. 3. Pólstjarnan. 4. Ameriskur læknir, William T. G. Morton (1819—1868). 5. Galhöpiggen. 6. Kaarlo Stálberg. 7. 88 daga. 8. Bróðurást. 9. Wanem. 10. Fidias var frægasti myndhöggvari Forn- Grikkja (um 400 f. Kr.). viss um, að það myndi allt blessast, ef góður vilji væri fyrir hendi. Næstu viku vildi hún alltaf vera með selstúlkimni, læra að mjólka, hleypa ost og strokka smjör. Það gekk allt vonum fram- ar. „Ástin blindar,“ hugsaði Kjersti. Nú hefði forstjórinn átt að sjá hraðritarann sinn — ha-ha! Og Aðalheiður hafði ein- mitt haft orð á sér fyrir að vera gædd svo miklu jafnvægi og skynsemi! Sumarleyfinu var lokið, og lífið gekk aftur sinn vana gang, en Aðalheiður og Sigurður héldu sambandinu og skrifuð- ust á vikulega. Þetta haust var hann vissulega önnum kafinn við ýmsar fram- kvæmdir í bænum. Rétt fyrir jólin átti stórviðburðurinn sér stað; þau opinberuðu trúlofun sína. Vinstúlkur hennar skildu þetta ekki. Hvað átti hún að gera uppi í sveit — hún sem hafði það svo gott í borginni? Hvað gat hún séð við þennan bóndason, sem ekki hafði minstu menntun utan venju- legs landbúnaðarskóla? Myndi ekki reka að því, að hún saknaði einhvers og kast- aði svo í hann hringnum? Þær veðjuðu hundraði á móti einum, að slíkt hjóna- band myndi ekki blessast, ef þá nokkurn tíma til þess kæmi, að á það reyndi. Bergljót lagði engan dóm á þetta, en samt mátti sjá, að hjá heni gætti efasemi. Hún óttaðist ef til vill mest, að þessi ó- kunna stúlka úr borginni myndi kasta út gömlu góðu húsgögnunum og heimta tízkulegri húsgögn í þeirra stað, skipta um allt, umbreyta öllu. Annars áleit hún, að þetta gæti gengið vel, stúlkan hefði góðmannlegt andlit, væri viljug og nám- fús, svo að ekki var ástæða til að örvænta um þá hlið málsins. Það versta var kjaftæðið, sem gekk fjöllunum hærra í sveitinni. Sigurður var ásakaður rnn það, að hann væri orðinn svo fínn með sig, að hann vildi ekki eiga sér aðra en bæjardömu fyrir konu. Þetta var ekki annað en fljótræði og mistök. Hvað ætlaði hann að gera með svo duglausa konu á bóndabýli ?Hún myndi bara verða til þess að skreyta stofurnar. Hafði hún ekki setið á skrifstofu allt sitt líf og hamr- að á ritvél ? Það kæmi engum á óvart, þótt hún þvægi smágrísi með silkidúkum! Það gerði Elise í Raen einu sinni... Slíkt var synd og skömm. Hér úði og grúði af duglegum og velkunnandi gjaf- vaxta stúlkum, sem væru hæfar til að stjórna slíku búi með miklum sköruleik. Þær voru auðvitað ekki nógu fínar. Gremjan breiddist út. Þær voru fleiri en ein mæðurnar, sem höfðu haft auga- stað á Sigurði. Það liefði svo sem ekki verið afleitt að gifta Sigurði dóttur sína. Og nú var sú von brostin. Þegar á vorið leið hætti Aðalheiður að vinna á skrifstofunni og seldi íbúðina sína. Sigurður var einmitt þá í borginni til að kaupa býsn af alls konar vörum. Innan fárra daga myndi verða sagt frá brúðkaupinu í blöðunum---------- Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.