Vikan


Vikan - 29.08.1946, Side 16

Vikan - 29.08.1946, Side 16
16 VTKAN, nr. 35, 1946 i'iii*s<*<sfs<sssts?i*i<s?s*ifs?ifsfsss*s^'s?s?s?sfs?s(s<:,'i-'s's-'s,'ssi'i-'s*srifsfs,:s's's*sfsfs?s'ií> ssssssssssssssy'ssssssssssssititsítsissjmitsifiíimssitifitisfstifitzp Takii eilir! Þeir, sem ætla sér að taka á leigu geymsluhólf hjá okk- ur, ættu að senda umsókn hið allra fyrsta. Ef ekki verður hægt að fullnægja eftirspurn- inni, verða umsóknirnar tekn- < ar í þeirri röð, sem þær berast Matvælageymslan h.f. MATVÆLAGEYMSLAN H.F. Pósthólf 658. Ég undirrit.... óska að taka á leigu geymsluhólf. Nafn ........................... Heimili ....................... IMý bók Húsfreyjan á Bessastöðum Bréf Ingibjargar Jónsdóttur til bróður síns, Gríms amtmanns. Ingibjörg Jónsdóttir var prestsdóttir frá Görðum á Akranesi, kona Þorgríms gullsmiðs á Bessastöðum og móðir Gríms Thomsen. Um 40 ára skeið 1809—1849 skrif- aði hún ástkærum bróður sínum, Grími amtmanni á Möðru- völlum, hreinskilin bréf. I sendibréfum þessum segir hún hug sinn allan og lýsir á eftirminnilegan hátt högum sín- um og fjölskyldu sinnar, daglegu lífi, aldarbrag og al- mennum tíðindum þetta tímabil. Hún rekur æfi sína og umhugsunarefni frá ári til árs, segir frá bónorði gullsmiðsins og áhyggjum sínum út af honum og blíðu og stríðu í hjónabandi þeirra, talar um elskulegar dætur sínar og soninn Grím, með augun fögur, en „hörð og snör“ og sem strax á öðru ári er „illur og harð- ur“, eins og hún kemst að orði og síðar, er hann er farinn til Kaupmannahafnar, til að leita frama síns, veldur henni sífeldum kvíða og raunum, ekki síst þegar hann tók upp á því að „drabba í skáldskap“ og jafnvel fór að gefa út „stríðsrit", en skraddarareikningar hans og ávísanir voru helztu skilríkin er frá honum bárust til Bessastaða. Jafnframt blasir við í bréfunum landssaga og þjóðhætt- ir á fyrri hluta 19. aldar. Ingibjörg hefur bréf sín þegar hún er þjónusta hjá virðulegasta manni landsins, Ólafi Stefánssyni, stiftamtmanni í Viðey, sem þá gjörðist gaml- aður, en hans merku synir komnir til æðstu valda. Hún byrjar búskap sinn með Þorgrími í Gufunesi, en víkur þaðan fyrir vini þeirra hjóna, Bjarna Thorarensen. Þá taka þau við staðarforráðum á Bessastöðum, skólasetri landsins og æðsta menntastað. Þar lifir hún í sambýli við Sveinbjörn Egilsson og ber mat á borð fyrir Fjölnismenn. Hún lifir það og lýsir, er skólinn er fluttur til Reykjavík- ur og Alþingi endurreist þar, og Reykjavík þannig gerðist höfuðborg. Málfar og stíll Ingibjargar mun vekja undrun þeirra, er kýnnst hafa rithætti hinna lærðu samtímamanna henn- ar. Én þróttur sá og kjarni, er lýsir sér í orðfæri hennar og hugsun, kemur þeim kunnuglega fyrir, er þekkja skáld- skap og tilsvör hins kaldrifjaða en hjartahlýja sonar hennar. Finnur Sigmundsson, landsbókavörður hefir búið bréf- in til prentunar og skrifar fróðlegan og skemmtilegan inn- gang að bókinni. HLAÐ6ÚÐ STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.