Vikan - 10.10.1946, Page 3
VIKAN, nr. 41, 1946
3
(Sjá forsíðu).
Árnasafnið i Kaupmannahöfn.
Þorfinnur Kristjánsson, prentari í Kaupmannahöfn, hefir hafið þar útgáfu á
blaði, sem hann nefnir „Heima og erlendis“ og er undirtitill þess „Cm Island
og Islcndinga erlendis“. Blaðið kemur út annanhvorn mánuð og fæst það í
bókaverzlunum, en aðalumboð hefir Isafoldarprentsmiðja h.f. — Vikan hefir
leyft sér að prenta hér upp úr „Heima og erlendis" eftirfarandi grein um
Ámasafn. (Hún er úr 2. tbl., ágúst 1946). Aftur á móti eru myndirnar sem
fylgja úr Billed-Bladet.
Á horninu við Fiolstræde og Frue
Plads liggur Háskólabókasafnið, er
geymir handritasafn Árna Magnússon-
ar, prófessors.
Þegar komið er inn í anddyrið er
gengið til hægri, kemur maður þá á
langan gang, en eftir honum endilöng-
um eru borð og eru þau hlaðin ýms-
um bókum, tímaritum og blöðum sem
prentsmiðjur eða útgefendur á Islandi
hafa nýlega sent Háskólabókasafninu
og vaknar hjá mér löngun til þess að
staldra við og blaða í þessu, en verð
að láta það fara, er nú í norð-vestur
enda hússins og hér í gaflherbergi
þess er Árna-safnið; herbergið er hús-
breiddin á lengd en ekki breiðara en
sem svarar glugganum. Hér situr Jón
prófessor Helgason og fer hér á eftir
árangur erindis míns.
— Hver eru tildrög Árna-safnsins
og hvenær er það sett á stofn?
— Safnið er sett á stofn af Árna
Magnússyni á tímabilinu frá því um
1685 til 1730. Safnandinn ánafnaði
það á banasænginni háskólanum í
Kaupmannahöfn.
— Hvað finnast mörg bindi hand-
rita og bóka í safninu og hvað er
merkasta handritið og hver merkust
bókanna ?
— Safnið á um 2850 bindi handrita
sem vonandi finnast öll ef leitað er.
Mikill meiri hluti þeirra er íslenzkur.
Enn fremur eru í safninu nokkrar þús-
undir skjala og skjalauppskrifta, ís-
lenzkra, danskra og norskra. Prentaðar
bækur eru ekki í safninu aðrar en
handbækur. Spurningunni, hvert hand-
rit sé merkast, munu menn svara á
mismunandi hátt eftir áhugamálum
og þjóðerni. Af íslenzkum handritum
mætti t. d. tilnefna Möðruvallabók
(hún er aðalhandrit margra íslend-
ingasagna), af norskum Konungs
skuggsjá, af dönskum rúnahandritið
að Skáneyjarlögum.
— Hefir nokkuð af þéssu verið
prentað og hver hefir gefið það út,
sem prentað hefir verið?
— Menn hafa verið að prenta úr
Árnasafni í hátt á aðra öld, svo að eitt-
hvað hlýtur þó að vera af. Þeir sem
að þessu hafa unnið eru í fyrsta lagi
allflestir þeir íslendingar á þessu tíma-
bili sem fengizt hafa við fræðistörf,
Ein síða úr biblíu í Árnasafni (Myndin er úr
Bladet", ljósm.: Grete Moller).
.Billed-
Skjal, frá 1359, með mörgum innsiglum. I>að er um meðgjöf brúðar. (Myndin er úr Billed-Bladet, ljós
myndari: Grete Meller).
og í öðru lagi ýmsir menn af öðrum þjóðum,
norskir, danskir, sænskir, þýzkir, hollenzkir og
enn víðar að.
— Hverjir kaupa nú það, sem gefið hefir verið
út? Eru það ekki mest bókasöfn og menn sem
safna bókum, því þetta mun naumast vera fyrir
alþýðu manna?
— Hverjir bækurnar kaupa, — því get ég ekki
svarað, það veit bóksalinn einn. Ég ímynda mér
að það muni helzt vera bókasöfn og vísindamenn.
— Er safnið mikið notað og hverjir nota það
helzt ?
— Síðustu árin hefur safnið ekki verið notað
að neinu ráði, enda var það geymt öll
stríðsárin í kössum niðri í djúpum kjall-
ara. Fyrir stríð var það nokkuð notað, en
sjaldan mikið. Notkun þess hefur skipzt
mikið eftir þjóðum, þannig að íslenzk
handrit hafa mest verið notuð af Islend-
ingum, dönsk af Dönum o. s. frv.
— Hverjir hafa verið bókaverðir safns-
ins og hverjir eru í stjórn þess eða hafa
verið frá upphafi?
— Bókavörður safnsins var um langt
skeið Kr. Kálund; hann er jafnframt sá
danskur fræðimaður sem mest hefur sinnt
íslenzka hluta safnsins. Nú hefur safnið
ekki sérstakan bókavörð, heldur er það
starf sameinað prófessorsembættinu í ís-
lenzkum fræðum við háskólann. Þeir sem
hafa verið í stjórn frá upphafi eru miklu
fleiri en ég gæti talið, enda væri það
ástæðulaust, því að margir þeirra hafa
ekki skipt sér mikið af því. Nú er stjórnin
skipuð 11 mönnum, dönskum og íslenzk-
um. Formaður hennar er prófessor Arup.
— Safnið veitir styrk til íslenzkra fræði-
manna. Hver er tilgangur styrkveitingar
þessarar og hver eru skilyrði til þess, að
geta hlotið styrkinn og hverjir hafa notið
þeirrar viðurkenningar?
— Ámi Magnússon mælti svo fyrir að
Framhald á bls. 15.