Vikan


Vikan - 10.10.1946, Qupperneq 4

Vikan - 10.10.1946, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 41, 1946 Hrakfalla bá Ikurinn. SMÁSAGA EFTIR G. H. C. ASKEW John hallaði sér fram og hellti whisky í glasið sitt. „Pétur,“ sagði hann, „ég get lika sagt þér sögu. Hún hefir ekki að geyma jafn- mikið af ógmun og skelfingum, en hún er að sumu leyti svipuð þínum sögiun.“ Hann þagði stundarkom hugsi, svo byrjaði hann aftur. „Vekur nafnið James Hamilton nokkra sérstaka hugsun með þér?“ spurði hann. „Nei.“ Ég hristi höfuðið. „Alls ekki, ég hefi ekki verið í menningarlöndunum síð- ustu þrjú ár eins og þú veizt.“ „Það vonaði ég líka. En þar sem örlög hans vöktu nokkra athygli í eina tíQ, vildi ég ekki vera að þreyta þig með gamalli sögu.“ Ég skaraði í eldinn svo að neistarnir flugu upp í reykháfinn. „Segðu bara frá því, John,“ sagði ég, „það er mér alveg nýtt.“ Hann bjó þægilega um sig í stólnum, fékk sér smásopa og byrjaði síðan frá- sögu sína: „Nokkrum mánuðum eftir að þú fórst frá Englandi, urðum við Joan að flytja út fyrir London úr því að börnin vom farin að þroskast. Við athuguðum umhverfið rækilega og loks ákváðum við að setjast að í Dolman Park, þar sem við nú húum eins og þú veizt. Það er eitt af yztu úthverfum Lon- don, en er í mjög góðu sambandi við borg- ina og er það afar þægilegt fyrir okkur. Við höfum garð, sem við getum eytt í frí- stundum okkar og þar geta börnin verið í næði. Staður, sem ekki væri að þínu skapi, Pétur. En þar þarf að vera margs konar fólk til þess að skapa ánægjulegan heim. Þú verður að koma og búa hjá okkur nokkra daga — börnin em alltaf að nauða á mér um það — þau langar til að heyra þig segja öll ævintýrin þín.“ 1 þessu andartaki næstum því öfundaði ég John. Flakk um hin óþekktu hémð jarðarinnar er það eina, sem ég get unað við um lengri tíma, en samt koma þeir tímar, að maður saknar einhvers — —. Nú, en John hélt áfram og ég varð að hætta viðkvæmum hugsunum mínum. „Það leið ekki á löngu, unz við kynnt- umst ýmsu fólki, og við komumst að því, að okkur hafði heppnazt val okkar vel. Dohnen Park er að sínu leyti yndislegt út- hverfi. Nágrannar okkar vom mest menn, sem, eins og ég, fóra daglega til City og eiginkonur þeirra og Joan hittust og dmkku saman eftirmiðdagste. Ég var sjálfur félagi í golfklúbbnum og það leiddi auðvitað til þess, að félagahópur minn stækkaði. Þannig hófust fyrstu kynni mín af Hamilton. Hann hafði ekkert sérlega at- hyglisvert í fari sínu — hann var meðal- maður að hæð, dökkt hár hans var tekið að þynnast, en það hendir nú okkur alla. Hann var haltur, hafði særzt í heims- styrjöldinni. Ef til vill hefir andlit hans verið hmkkótt, en ég tók ekki eftir því þá. Ég man það einungis, að hann var mjög aðlaðandi maður. Og þegar það kom í ljós, að hann hafði mikið yndi af börnum, bauð ég honum að koma heim með mér að sjá bömin mín. Mér lék líka hugur á að komast eftir því, hvernig hann hafði hlotið auknefni sitt í klúbbnum. Nokkrum sinnum, þegar hann kom, heyrði ég hina segja: „Hér kemur ,,hrakfallabálkurinn“! Brátt kynntumst við bæði honum og konunni hans, sem var viðkunnanleg. Henni og Joan kom mjög vel saman. Einu sinni stríddi ég honum með viður- nefninu, sem hann hafði fengið í klúbbn- um. Hann svaraði því með brosi og minnt- ist á flónsku félaganna um leið og hann .......... I VEIZTU — ? z z | 1. Anita Louise talar fimm tungumál. : É Hún er annar frægasti hörpuleikarinn, | sem leikur í kvikmyndum. Hver er | = hinn ? | | 2. Hvaðan er orðið „prestur" komið? í 3. Hvenær og hvar var síðasta hestaat = háð á Islandi? i | 4. Hver ætli hafi notað gleraugu fjrrstur = | manna hér á iandi? | 5. Hvenær var „Gyldendalske Boghandel, i Nordisk forlag" í Kaupmannahöfn : i' stofnað ? 1 i • c 1 6. Hvar var Jón Arason biskup fæddur? | | 7. Hvar er þessi setning: Betra er að = hlýða á ávítur viturs manns en á söng | heimskra manna? I 8. Hvar eru flestir Danakonungar grafn- i ir? : 9. Hvað heitir litarefni blóðsins? = 10. Hvers vegna er aðeins til uppdráttur jj af helmingi tunglsins? Sjá svör á bls.~l4. ............... ■•l|§g(|||l|||f leit til konu sinnar og sagði, að hann væri gæfusamur miaður. En samt sem áður — þótt viðurkenning- in væri mjög augljós, fannst mér samt, að hann ætti við eitthvað annað. Andar- tak fannst mér ég nálgast sál hans, og ég vissi, að hann hugsaði um eitthvað annað en konu sína. Talið snerist brátt um annað, en mér duldist ekki, að ég hafði af tilviljun snert einhvern leyndardóm í lífi hans. Það var auðvitað óverulegt, en upp frá því tók ég að fá nýjan áhuga á honum — áhuga, sem var f jarlægur uppruna vináttu okkar. „Segðu mér, hvort ég þreyti þig?“ sagði John og setti tómt whiskyglasið á borðið. Ég hriáti höfuðið, ég varð mjög ánægður. „Næsta sunnudag spurði ég annan vin minn, hvort hann vissi, hvers vegna Ham- ilton hefði fengið auknefni sitt „hrak- fallabálkurinn“. „Það segir sig sjálft. Hann er einhver sá mesti lánleysingi, sem ég hefi nokkru sinni kynnzt. Alltaf virðist öllu ætla að lykta vel fyrir honum, en á síðustu stundu bregzt allt.“ Það var fyrst þremur dögum seinna, sem ég sá, hvílíkur sannleikur fólst í þessu. Eins og þú veizt er ég — þegar ég sjálf- ur segi frá — hreinasti snillingur í golf. Hamilton lék líka afbragðsvel, og við átt- um að lokum að keppa um bikar klúbbsins. Það var yndælt veður, loftið var svo tært og bjart, en slíkt gerir golfleik að því ánægjulegasta, sem til er, og auk þess var ég eins vel upplagður og ég framast gat vonað. Leikurinn var mjög harður þangað til undir það síðasta. Þá virtist Hamilton al- gjörlega hafa tryggt sér sigur. Minn leikur var góður, en jafnaðist ekki á við hans. Ég áleit að ég liefði þegar tap- að og skeytti því ekki um leik minn fram- vegis. Næsta högg hans virtist ætla að heppnast mjög vel, en viti menn. Boltinn hentist upp úr holunni með óskiljanlegum hætti. ■Mikill fjöldi af meðlimum klúbbsins fylgdust með, og fullkomin þögn ríkti, meðan þrjár síðustu holurnar voru leiknar, en þegar ég beygði mig niður til að taka upp boltann minn, heyrði ég óeðlilegan hlátur og einhver rödd sagði: „Hann er réttnefndur hrakfallabálkur. Þetta er nú farið að verða undarlegt.“ En það virtist alls ekki hafa nein áhrif á Hamilton. „Við skulum fara niður á krána og skála fyrir endinum hjá mér,“ sagði hann. Eftir þetta rann upp fyrir mér fleira i fari hans. Hann fékk alltaf mjög góð spil í bridge, en enginn kærði sig um að spila á móti honum, vegna þess að hann tapaði alltaf. Ég þurfti ekki lengur að spyrja neinn um það, hvers vegna hann var kallaður „hrakfallabálkurinn“. Honum mistókst með allt, sem hann tók sér fyrir hendur. Framh. á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.