Vikan


Vikan - 10.10.1946, Side 5

Vikan - 10.10.1946, Side 5
 VIKAN, nr. 41, 1946 5 ... Ný framhaldssaga: —’— -------—■— X Htut'-tvr iiut ni'i ----------....---- ÁSTASAGA eftir Anne Duffield — ,,G<5ða nótt,“ Rachel kinkaði hirðuleysislega kolli til MacMahon og togaði Wöndu með sér. „Komdu nú, Wanda!“ „Góða nótt,“ sagði hún. „Góða nótt, fröken Rhys!“ „Hvenær ferðu til High Heaven?" spurði Bill. „Eftir nokkra daga.“ „Ég sé þig líklega áður en þú ferð?“ „Og ég vona," sagði Wanda skelfd yfir dirfsku sinni, „að þér hafið tima til að heimsækja okkur áður en þér farið, MacMahon." „Það mun ég áreiðanlega gera,“ svaraði hann. „Elskan min — var þetta nauðsynlegt ? “ sagði Rachel, þegar þau voru komin til hótelsins. „Mað- urinn var augafullur og hefðir þú heldur átt að vera kuldaleg við hann en að gefa honum svona undir fótinn." „Það er ekki hægt að hugsa sér betri mann en Sherry," flýtti Bill sér að segja. „Karlmennimir loða alltaf saman eins og lypp- ur tvær. Og þess vegna elskum við ykkur svo heitt," sagði Rachel glaðlega. „Engu að síður —" „Péll þér hann ekki í geð?“ spurði Wanda. „Nei, og mér fannst, að þú hefðir ekki átt að hvetja hann til að koma og heimsækja okkur, Wanda. Eg get varla hugsað mér að faðir þinn og hann séu vinir." „Jú, einmitt — þeir eru mjög góðir vinir!" sagði Bill. „Eru þeir það!“ Rachel brosti. „Jæja, þá er það mér, sem hefir skjátlast. Og MacMahon er ef til vill allur annar maður, þegar hann er ódrukkinn." „Hann var ekki nándanærri því eins drukkinn og margir aðrir, Rachel. Mér sýndist vera lítið S honum." „Elsku bam! Auðvitað var hann dmkkinn. Hann var engu bættari þótt sumir ungu liðsfor- ingjanna væm ennþá fyllri. Það er langt frá því að ég vilji vera með siðferðisprédikanir og um- vandanir, en þó verð ég að segja, að menn, sem eru komnir yfir þritugt, em óþolandi dmkknir. Þeir verða svo heimskulegir og ókarlmannlegir." „Hann var minnsta kosti ekki eins og hinn maðurinn," sagði Wanda. „Nei, en hann var líka viðbjóðslegur. Hver var hann, BiU?“ „Hann heitir Braile og er mesti ræfill, en á fallega konu. Hann á það þó ekki skilið, sá þorp- ari.“ „Fallega konu! Atti ég ekki kollgátuna!" sagði Rachel hlæjandi. „Hvers vegna hélstu það?“ spurði Wanda. „Það skýrlr riddaraskap MacMahon, væna mín." „Nu — -—.“ Wanda var orðlaus. Augu hennar urðu döpur og henni fannst sér verða þungt um hjartað. „Ég vildi óska, að þessi viðbjóðslegi maður hefði ekki átt konu,“ hugsaði hún. „Skyldi ég hitta hana einhvern tíma? Mér mun þá áreiðan- lega elcki geðjast að henni." i þriðja sinn þetta kvöld varð henni á að eld- roðna. „Fallegt barn.“ Já, það hafði hann sagt, en að vísu ölvaður. Rachel hefir á réttu að standa og vildi ég að ég hefði aldrei boðið honum heim. Ég vil ekki sjá hann aftur." H. KAFLI. „Teið yðar, rétt!“ Wanda opnaði augun og sá Sheriff — elzta og æðsta suffragi í húsinu, standa við rúmstokkinn með bakka. Hann lagði bakkann á borðið við rúmið, dró moskitonetið til hliðar og fór út. Wanda hoppaði fram úr rúminu og vafði morg- unslopp utan um sig og í sömu svifum kom Rach- el inn í náttkjól og slopp, sem Wanda hafði gefið henni. Gullið hár hennar hékk laust niðurá axlim- ar. „Þú ert eins og María mey!“ sagði Wanda. „Þakka þér fyrir,“ svaraði Rachel, „ég held bara að þetta munaðarllf verði til að spilla mér algjörlega. Hugsaðu þér bara að f& teið fært í rúmið. Wanda, hefir þú gert þér það ljóst að það eru ekki meira en sjö dagar síðan við stukkvun fram úr rúminu, þegar hin viðbjóðslega skóla- bjalla hringdi?" „Ég er fegin að það skuli hafa tekið enda,“ sagði Wanda. „Við gerðum allt eftir bjölluhring- ingum og höfðum samt aldrei tíma til neins. Og svo kaldir vetrarmorgnarnir — ú — úh! þetta er yndisleg ibúð, finnst þér ekki?“ „Pabbi hefir ákveðið að fara með okkur út í dag og sýna okkur borgina." „Það var fallegt af honum, eins og hann er nú alltaf önnum kafinn." Wanda játaði því — dálítið óvænt — hún hafði haldið að pabbi hennar mundi koma þeim skyld- um yfir á einhverja frú, sem hann þekkti. Hann var ekki mikið gefinn fyrir að þvælast um og sýna öðrum það, sem markvert var að sjá. Wanda mundi eftir honum sem vingjarnlegum, ákveðnum manni, sem alltaf var vinnandi og hafði litinn tíma til að sinna dótturinni. Hún tilbað hann og vissi einnig að hann unni henni heitt, þótt hann hefði aldrei verið sérlega samrýndur henni og félagslegur. Hún óskaði þess ekki, að hann væri það — hann var allt of mikill maður til þess og hún leit of mikið upp til hans til að um slíkt gæti verið að ræða. En Sir John hafði auðsjáanlega ákveðið að stiga ofan af þeim guðastaUi, sem dóttir hans hafði tyllt honum upp á — að minnsta kosti þennan daginn. Hann fór um Kairo meö stúlkurnar, sýndi þeim aðalgöturnar, borðaði hádegisverð hjá Shepheards og virtist skemmta sér sjálfur prýðilega, eða svo sýndist Wöndu. Það var raunar ekkert undarlegt því að Rachel var skemmtileg í samræðum. Spurningar hennar voru gáfulegar og hún hlustaði með eftirtekt á svör Sir John. Hún vildi vita allt um Kairo, Egyptaland og önnur Austurlönd — hluti, sem Wöndu hefði aldrei dottið í hug að spyrja um og fannst erfitt að skilja. Austurlönd voru eftirlæt- isumræðuefni Sir John — þar átti hann líka að baki sér allt sitt lífsstarf, fram að þessu. Hann talaði af miklum ákafa og var ekki laust við að Wöndu þætti sér vera ofaukið og óskaði þess að hún gæti fylgzt betur með hugð- arefnum föður síns en hún gerði. Henni þótti samt vænt um, hvað* föður hennar geðjaðist vel að Rachel. Eftir matinn óku þau heim. Sir John fór^ til vinnuherbergis síns og ungu stúlkumar fóru í kalt steypubað, klæddu sig í þunna kjóla og hvildu sig. Teið var borið fram i stóru stofunni, sem var búin gömlum mahogny- húsgögnum, en þau hafði Sir John alltaf flutt með sér, þegar hann skipti um bústað. Hann var mikið gefinn fyrir þægindi og var mótfallinn tízkubreytingum og krafðist þess að hafa enskt heimili, hvar sem hann var staddur í heiminum. Sheriff tók gluggahlerana frá, sem höfðu birgt úti allt sólskinið — það var nú kominn skuggi á aðra hlið hússins, svo að það var svalt og þægi- legt á svölunum. Sir John lét ekki sjá sig, og sagði Sheriff að hann hefði farið út. Hann væri svo sjaldan heima í te. En það var kominn gestur — Lady Conyers, sem sagðist vera gömul vinkona Sir John. Hún var há og mögur, með harðlegt, fyrirmannlegt andlit og skipandi framkomu. Wöndu geðjaðist strax vel að henni, en hún Var samt hálfhrædd við hana og var fegin að Rachel skyldi vera þarna líka. Rachel var aldrei hrædd eða feimin við neinn. Frú Conyers talaði glaðlega og vingjarnlega við þær — það var auðséð að hún ætlaði sér að taka stúlkurnar imdir sinn vemdarvæng. Hún sagði þeim frá klúbbnum, lifinu almennt í Kairo, spurði þær, hvort þær færu í útreiðartúra og hvaða íþróttir þær iðkuðu. Wanda og Rachel fengu strax þá hugmynd — sem einnig kom í Ijós seinna að var rétt — að frú Conyers væri sú, sem réði mestu í samkvæmisltfinu í Kairo. Þegar hún fór, bauð hún stúlkunum að koma í klúbbinn daginn eftir og drekka með sér te og þáðu þær boðið. Skömmu síðar, þegar Sir John var kominn heim og Sheriff hafði borið inn vin á bakka, komu aðrir gestir, Bill Renton, James og fleiri menn, sem Wanda og Rachel höfðu kynnzt kvöldið áður í Mena House. „Ég bjóst við þessu," hugsaði Sir John og horfði á frítt andlit Wöndu — skilningsgóður maður eins og hann var, hafði hann þegar Bkilið, að hið rólega, reglubundna líf hlyti að breytast við komu Wöndu. Hann var hreykinn af henni og gladdist við að sjá alla ungu mennina. En þegar dyra- bjallan hringdi einu sinni ennþá, hnyklaði hann brýrnar: „Nú var nokkuð mikið af því góða — það urðu að vera takmörk fyrir öllu.“ Wanda, sem var viss um að mennirnir höfðu engu að síður komið vegna Rachelar — að undan- teknum Bill Renton — leit hlæjandi á vinstúlku sína. En hiátur hennar kafnaði og hún eldroðnaði, þegar Sheriff vísaði Sherry MacMahon inn í stof- una. „Sherry!" Sir John virtist glaður. þegar hann sá, hver kominn var. „Ég vissi ekki, að þér væruð í borginni." „Ég kom hingað í gær.“ „Þama sjáið þér að ég er búinn að heimta dótturina heim.“ Sherry hneigði sig. „Og þetta er vinstúlka dóttur minnar, img- frú Thompson." „Við höfum þegar hitt MacMahon, pabbi," sagði Wanda. „X Mena House í gær." „Það er engu líkara en að þið hafið kynnst öllum karlmönnum i Kairo þessa einu kvöldstund í Mena House," svaraði Sir John kuldalega. „Fáið yður nú sæti, Sherry, nú get ég gert mér vonir um skemmtilegar samræður. Fram að þessu

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.