Vikan


Vikan - 10.10.1946, Side 7

Vikan - 10.10.1946, Side 7
VIKAN, nr. 41, 1946 V 7 SÆLUEYJAIM. Á Sælueyjunni bjuggu 40 fjölskyldur. Esperanto var eina málið, sem þar var talað. En svo kom stríðið .... (Grein þessi, sem samin er af Nikolao Dénes, birtist í franska blaðinu „L’ESPOIR, Grand-Hebdomadaire de Sud-Est“, 3. marz 1946). j einhverju gamanblaði, sem út kom fyrir strið, gat að líta eftirfarandi samtal milli tveggja manna: -— Talið þér Esperanto? — Eins og innfæddur Esperant- isti. Og lesendurnir hlógu, enda mun höfund þessarar skritlu ekki hafa dreymt svo djarft, að í raun og veru fyrirfyndust menn, sem ættu Eper- anto að móðurmáli. 1 siðustu viku kom til okkar ame- rískur hermaður, sem ekkert tungu- mál talar að gagni nema Esperanto. Þessi staðreynd virðist í sjáifu sér harla einkennileg, en eftir að við höfðum hlýtt á skýringu hans, varð málið ofur einfalt. „Faðir minn“, útskýrði hann á mjög vönduðu Esperanto, „er af sænskum ættum, en móðir mín er grisk. Þau sáust i fyrsta sinni á Esperantistaþingi í Barcelona. Þau giftust og dvöldu nokkur ár á Spáni og þar er ég fæddur. Þar eð faðir minn talaði ekki grísku og móðir mín ekki sænsku og hvorugt skildi orð í spænsku, voru þau tilneydd að talast við á Esper- anto, sem er því af þeim orsökum móðurmál mitt. „Faðir minn,“ héit Joernsen liðþjálfi áfram, „skipti það oft um dvalar- staði, að mér vannst aldrei tími til að læra neina þjóðtungu. Að lokum settumst við að í Bandaríkjunum. Þar myndaði faðir minn félagsskap með nokkrum öðrum Esperantistum og tóku þeir á leigu smáeyju nokkra, skammt frá Los Angeles, milli eyj- anna Santa Cruz og Santa Rosa. Þar stofnuðu þeir hið litla esperantista- riki — SÆLUEYJUNA. Stjórnarfarslega lýtur eyjan Banda- ríkjunum, en þrátt fyrir það nutu eyjaskeggjar nokkurs sjálfstæðis. Esperanto var ekki aðeins opinbert tungumál þeirra, heldur var það eina tungumálið sem talað var. Hundrað manns, sem skiptust í 40 fjölskyldur, bjuggu á eyju þessari. Þar var mesta vandamálið útvegun drykkjarvatns. Það var flutt í geym- um frá Los Angeles." Og Joernsen liðþjálfi talaði lengi við okkur um „Sælueyju” þessa, þar sem jafnvel voru gefin út frímerki með esperantiskri áletrun. „Auðvitað voru þeir, er verða skyldu ábúendur eyjarinnar, valdir með ýtrustu var- fæmi. Af þeim orsökum voru ábú- cndurnir ekki nema eitt hundrað að tölu. En til allrar óhamingju vorum við tilneydd að yfirgefa eyjuna eftir árásina á Pearl Harbour, af þvi að þar var komið upp hernaðarbækistöð, þar sem fyrirhugað hafði verið að hefja stórfellda sólm í þágu heims- friðarins. Þessar hundrað sálir litla lýðveld- isins voru af rúmlega 20 mismunandi þjóðemum. Þær bjuggu saman i full- komnu bróðemi og gagnkvæmum skilningi og gætu verið lifandi dæmi fyrir framtíðarskipulag Sameinuðu þjóðanna." Að þessu loknu hélt gestur okkar fyrir okkur stutta áróðursræðu: „Nytsemi Esperanto, sem er tilbú- ið og alþjóðlegt tungumál, en hlut- laust hefir verið margsönnuð. Af fjölmörgum dæmum hygg ég að nóg sé að nefna þá ómótmælanlegu stað- reynd, að þær tuttugu þjóðir, sem bjuggu á eyjunni okkar, lifðu sam- an í fullkomnu bróðemi. Japanarnir og Kinverjarnir blygðuðust sin fyrir það, að bræður þeirra skyldu drepa hvorir aðra í Asíu. Þjóðverji með hreint ariskt blóð í æðum bjó undir sama þaki og pólskur Gyðingur." Og liðþjálfinn hélt áfram: „Hvað mig sjálfan snertir, þá hefi ég haft mikið gagn af Esperanto. Ég var fjögur ár í herþjónustu og á hverjum stað, þar sem við þurftum að dvelja vegna hemaðaraðgerða, hitti ég Esperantista. Eitt sinn var ég í Englandi, siðar í Norður-Afriku, ég Framhald á bls. 15. Hrakfallabálkurinn. (Framhald af bls. 4). Hann vann ýmisleg aukastörf, hann reyndi að reka smáverzlun, en allt gekk á afturfótunum. En aldrei heyrði ég nann æðrast. Hann var mjög hlédrægur. Það virtist valda honum mestu óláni, ef hann var áberandi — hann gat verið með í félags- skap og tekið þátt í honum, en ávallt án þess að eftir honum væri tekið. Það fór fjarri því að áhrifa hans gætti ekki. Það kom stundum fyrir, þegar við vorum tveir einir saman, að mér fannst allt eðli mannsins breytast. Annað veifið hafði ég fyrir mér þennan Hamilton, sem við öll þekktum. Síðan fannst mér hann umhverfast. Mér fannst sem ég hefði fyrir mér andlit, sem að ytra útliti var hið sama, en samt jafn ólíkt hinu eins og vatn og eldur, og þegar það bar við, hafði ég það á tilfinningunni, að þarna væri hinn sanni Hamilton — að allt, sem við sæjum venjulega væri aðeins gríma, sem hrifin væri burt í andartakinu. Þetta skeði alltaf svo skjótt, að ég gat aldrei varðveitt varanleg áhrif af því, sem ég kallaði hans rétta andlit. En það var tvennt, sem ég þóttist að minnsta kosti alveg viss um — annað var það, að þarna væri miklu stefnufastara andlit — andlit, sem gaf það til kynna, að það vildi ekki láta hindra sig í áformum sínum, ef það áleit þau réttmæt — maður, sem var góð- ur vinur og óvæginn f jandmaður. Hitt var það, að hann hafði ekki hugmynd um að ég hefði orðið nokkurs var. Hann sagði okkur aldrei neitt um fortíð sína. Það eina, sem ég gat leitt nokkra vitneskju af var það, að hann hafði flutzt til úthverfisins einu ári áður en við. Annað slagið spurði ég kunningja okkar beggja, hvort þeir vissu nokkuð um hann. Það virtist ætíð koma þeim á óvart, því að þá fyrst rann það upp fyrir þeim, að þeir vissu ekkert um hann. Hið óljósa framferði hans og tilhneiging til að láta lítið á sér bera, hafði gert hann að þess konar manni, að maður leit á hann eins og hann kom fyrir sjónir án þess að láta sér detta í hug, að hann gæti verið öðruvísi. Veturinn og vorið liðu án þess að nokk- uð sérstakt bæri við, að því undanskildu, að hann hafði óheppnina með sér í öllu. Og svo eitt laugardagskvöld um miðjan maí, þegar við sátum allir inni á kránni, kom inn maður, sem ég þekkti lítið. Hann bað um glas af víni og á meðan blandað var fyrir hann, leit hann í kring um sig til að sjá, hverjir væru þar. Hann kinkaði kolli til nokkurra okkar og dreypti annað veifið á glasinu og svo sagði hann: „Fyrirgefið, er nokkur hér, sem vill kaupa veðreiðamiða. Ég er með eitt hefti og á að skila tíu shillingum fyrir hvern og tvö hundruð þúsundum til þess, sem vinnur?“ Nokkrir keyptu miða, nokkrir hvöttu „hrakfallabálkinn" til að gera hið sama og hlógu við. Hann lét tilleiðast — ég held, að við höfum þá fyrst tekið eftir því, að hann var viðstaddur. Hann keypti miða og þá byrjuðu allir að hlæja aftur. Viku seinna borðuðu hann og kona hans hádegisverð með okkur, og við stríddum honum látlaust á miðanum. Hann brosti og sagði: Maður styrkir sjúkrahúsin með þessu, en annars er mér alveg óskiljanlegt, hvers vegna ég keypti þennan miða. Og nú fékk ég aftur þessa furðulegu tilfinningu, að ég væri staddur í útjaðri sálar hans. Mér fannst þessi orð hans eiga sér dýpri rætur og að hann væri raunveru- lega að velta öðru fyrir sér en því hvers vegna hann hefði keypt miðann. En þetta hvarf á sömu sekúndunni eins og áður. Eins og þig hlýtur að hafa grunað, kom hestur upp á miða Hamiltons. Allir sögðu, að nú væri gæfan loksins orðin honum hliðholl, enda benti flest til þess. Joan ákvað strax að við færum á veð- reiðarnar til að sjá blessaðan hestinn vinna, og þegar hún ákveður slíkt, er ekki um annað að gera fyrir mig en að hlýða. Og svo fórum við. Við höfðum bæði mik- inn áhuga á úrslitunum. Ég veðjaði miklu meiru en ég hafði efni á, í þeirri von, að nú myndi allt lánast. Þetta voru stórkostlegar kappreiðar. Þegar þeir komu fyrir Tottenham Corner, gat ég séð litina okkar — svart og silfrað — vera númer fimm eða sex og sá, að ein- mitt þá byrjaði hesturinn að sækja sig — fjórði og svo þriðji. Joan var tryllt af ákafa. Ég heyrði ekkert nema rödd henn- ar, æpandi og hása. Hestslengd frá mark- inu var hann annar — og loks þutu þeir í gegn um markið samtímis, að því er mér virtist. Næstu mínútur voru langar eins og klukkustundir og loksins var röðin til- kynnt. Við höfðum unnið! Ég sneri mér að Joan. Hún hló og grét í einu. Bíddu, einhver gtur mótmælt, einhver getur mót- mælt. En það gerði enginn, svo að Hamilton hafði únnið tvö hundruð þúsund pund, og ég næstum því skammast mín fyrir að segja frá því, að ég græddi þrítugfalda þá upphæð, sem ég veðjaði. Við biðum Hamiltons á kránni þetta Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.