Vikan


Vikan - 10.10.1946, Blaðsíða 8

Vikan - 10.10.1946, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 41, 1946 Minningarnar vakna! Teikning eftir George I.lcManus.. Gissur: Saknarðu ekki gömlu daganna, Kalli? Jónas: Hann saknar áranna tveggja, sem hann sat í fangelsinu — Kalli: Það er gaman að minnast liðinna tíma — Pétur: Já, það er margs að minnast. . . Maður lét taka mynd af allri fjölskyldimni í nýja bílnum og allir gláptu beint á myndavélina! Stjáni frændi var ekki að hafa fyrir því að standa sjálfur, þegar brúðkaupsmjmdin var tekin — 1 samkvæmunum voru teknar myndir með „blússi", sem verkaði þannig, að menn sáu ekkert lengi á eftir. Á sunnudögum var það aðalskemmtunin bíða eftir járnbrautarlestinni — Kristján Kaghóll var afskaplega fínn með sig og honum lá aldrei neitt á og þess vegna var matur- inn oft búinn, þegar hann komst að, þar sem hann borðaði, en hann var í góðum holdum fyrir því! Skólanefndin lét taka mynd af sér og hengja hana upp í skólanum, en börnin voru svo hrædd við hana, að það varð að taka hana niður aftur! Þá offitnuðu lögregluþjónarnir af aðgerðarleysi og dóu úr leiðindum! Veslingurinn hún Þura varð að bera og draga krakkana í skólann á morgnana og sömu aðférðina varð hún að nota við karlinn sinn, þegar hún sótti hann í veitingahúsið á kvöldin!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.