Vikan


Vikan - 17.10.1946, Page 13

Vikan - 17.10.1946, Page 13
VIKAN, nr. 42, 1946 13 Björn frændi INGU fannst hún aldrei hafa séð neitt eins skemmtilegt og þetta litla fiskiþorp. Þessi örsmáu hús með litlum dyrum, gluggum og blóma- görðum lágu skipulagslaust — eins og kubbahús sem hefðu oltið út úr kassa. I hjöllunum hengdu fiskimennirn- ir netin sín til þerris á milli rimlana og inn höfnina komu bátarnir sigl- andi á morgnana, hlaðnir veiði næt- urinnar. Húsið, sem Inga átti heima í, var fast niður við sundið, og fannst Ingu fyrsta morguninn, sem hún vaknaði, að hún væri um borð í skipi. Poreldrar Ingu voru á ferðalagi og meðan þau voru i burtu átti Inga að vera í þessu litla þorpi, hjá Birni frænda sínum. Hann var gamall skip- stjóri, sem hafði verið í siglingum í meir en mannsaldur. Nú var hann setztur í helgan stein og hafði keypt þetta litla hús við sundið. „Hérna get ég verið útaf fyrir mig,“ sagði Björn frændi, „og þarf ekki að skipta mér nema það allra nauðsynlegasta af þessum land- kröbbum." Björn frændi hafði útbúið herberg- ið sitt eins og káetan hans hafði ver- ið í skipinu. Skipskista, hengirúm og fast borð og stóll og skápur í veggn- um. Þegar hann gekk um gólf, gekk hann gleiður og vaggaði eins og hann væri á skipi, sem ruggaði í ósjó. Við gluggann stóð skipskikirinn og á veggnum og um allt herbergið lágu ýmsir munir, sem hann hafði flutt heim með sér úr löngum sjóferðum — örvar, rýtingar, undarlegir hiutir skornir út í tré og bein, ógeðslegar guðamyndir, skeljar og ýmsir vernd- argripir og jafnvel úttroðinn krókó- díll með hvassar tennur í skoltinum stóð gapandi í einu horninu. Björn frændi var sannur sjógarp- ur, með rauðar kinnar, steingrátt alskegg, þéttar, loðnar augabrúnir yfir blíðum og mildum augum, sem gátu þó stundum orðið svo hvöss og bitur, að Inga varð óttaslegin. En þegar hann var í góðu skapi, sagði hann frá ferðalögum sínum — frá tryllingslegum veizlum negranna undir stjömubjörtum hitabeltishimn- ínum, frá logandi bálköstunum og öpunum, sem gægðust forvitnislega út á milli greinanna. Já, og stundum opnaði hann litla skápinn á veggn- um og sýndi Ingu dýrgripi sína — gullbikar með tveimur roðasteinum á lokinu, en hann hafði indverskur fursti gefið Birni fyrir að hafa bjarg- að lífi hans. Þar voru einnig forláta reykjarpípa, sem útgerðarfélagið gaf honum á 40 ára starfsafmæli hans, og kristalsglas með áletrun frá skips- höfninni, þegar hann lét af störfum. Björn frændi tók afar varlega á öllum þessum hlutum, og var Inga undrandi, þegar hún sá um leið tár glitra í augum hans. En áður en hún fengi betur aðgætt, hvort Bjöm væri i raun og veru að tárfella, fór hann aftur að rausa og skammast, svo að lnga læddist út og faldi sig í lauf- skálanum. „Jómfrú Jensen," hrópaði hann, svo að undir tók i öllu húsinu. „fig • — Barnasaga. skal svei mér kenna þessu skassi að svara mér. Hvað hefir hún nú gert af inniskónum mínum, kerlingar- vargurinn. Ef hún kemur ekki strax með þá, skal ég halda henni út fyrir borðstokkinn, þangað til hún man ekki lengur, hvað hún heitir.“ Já — Inga skalf af hræðslu, þegar frændi óskapaðist svona, en það virt- ist engin áhrif hafa á fröken Jensen. Hún tók inniskóna, róleg á svip, út úr skápnum og setti þá á mitt borð- ið fyrir framan skipstjórann. „En hvað kvenfólkið er manni alltaf til ama,“ nöldraði hann, „ertu að hæðast að mér núna?" „Það má vel vera,“ svaraði fröken Jensén og fór hin rólegasta aftur fram í eldhús. Þegar Björn frændi var i þess- um ham, þorði Inga ekki að koma nálægt honum og um nætur dreymdi hana hroðalega drauma um hann, svo að hún hrökk upp með andfælum og var ofsahrædd. Dag nokkurn kom leikflokkur, sem ferðaðist um til að halda sýn- ingar, til þorpsins og reisti þar tjöld sín. Ingu langaði mikið til að sjá eitthvað af því, sem trúðarnir höfðu meðferðis, og að siðustu herti hún upp hugann, þótt Björn frændi væri 5 vondu skapi og gengi nöldrandi við sjálfan sig og yrti ekki á neinn, „Frændi, það er kominn hingað leikflokkur," sagði hún hæversk- lega. „Jæja." „Það er vist hræðilega gaman að sjá hann, hann er víst með svín, sem er klætt í föt." „O, svei því.“ „Já, en svo eru þeir með galdra- menn, sem getur látið fólk hverfa, það sagði Anna mér.“ Anna var ein af hjnum mörgu rauðhærðu telpum Sörensens fiski- manns, og höfðu þær Inga og hún. hafið kunningsskap sinn með því að kallast á yfir girðinguna, sem að- skildi húsin. Þar sem þetta virtist ekki geta vakið áhuga Bjöms frænda, áræddi Inga loks að koma beint að efninu og sagði hæversklega. „Má ég fara upp að tjöldunum, frændi, og sjá hestana, sem standa fyrir utan þau?“ „Hvað!“ Frændi leit á hana eins og hann hefði fyrst núna séð, að hún væri inni í herberginu. „Nú, jæja — farðu þá, telpa min,“ sagði hann allt í einu og Inga þaut þegar af stað. En áður en hún kom að garðshliðinu var kallað í hana aftur. „Ef þú kemur ekki heim fyrir sól- arlag, skaltu fá svo eftirminnilega hirtingu, að þú veizt ekki lengur, hvað þú heitir. Komdu þér af stað, áður en ég sé eftir að hafa lofað þér að fara.“ Það var margt að sjá þarna. Inga hafði staðið og horft á, hvernig hest- arnir voru skreyttir með skúfum, böndum og flauelisáklæðum. Svínið, sem var klætt fötum, var dregið úr stíunni og upp i leiksýningartjaldið. Hljómsveitin hóf leik sinn og fólk tók að þyrpast saman við tjaldið. Maður kom og hrópaði. „Gjörið svo vel, herrar mínir og frúr, gangið inn.“ Allt í einu fann Inga, að henni var ýtt áfram, og áður en hún vissi af var hún komin inn i tjaldið. Hún ætlaði að reyna að hlaupa út aftur, en maður í rauðum frakka hrinti henni inn, í hóp nokkurra barna. „Börnin eiga að vera í fyrstu röð, gjörið svo vel að fara þangað,“ sagði hann. I sama bili kom skrípa- fífl þjótandi með miklum látum og öskrum fram á sviðið, og með því hófst sýningin. Þegar Inga kom aftur út úr tjald- inu, var komið þreifandi myrkur. ískaldur ótti heltók hana alla — nú mundi hún eftir ógnandi skipun Björns frænda. Móð og másandi þaut hún yfir túnin til að stytta sér leið, en villtist óðara og lenti hjá hjöllunum á hæð- inni bak við þorpið. Það var allt svo ömurlegt í myrkrinu og hoppaði hjartað í henni upp í háls af ótta, en hún hélt áfram að hlaupa til að komast út úr þessum ógöngum. 1 sama augnabliki var eitthvað, sem sló hana í andlitið, eitthvað þvalt og kalt. Dökk þústa nálgaðist hana, stækkaði og stækkaði — og greip heljartaki um kverkarnar á henni. Hún ætlaði að hljóða — hlaupa burt, eú datt og vissi ekki meira af sér. Þegar hún raknaði úr öngvitinu, heyrði hún mannsraddir rétt hjá sér og eitthvað brölt, en hún lá grafkyrr og hlustaði'án þess að bæra á sér. „— nei, ekki þarna. Jörðin er mýkri hérna og engum dettur í hug að leita þar,“ barst Ingu til eyrna. „Þegar yfirvöldin verða hætt að leita, getum við í ró og næði sótt það og haft gaman af því.“ I sama bili var kveikt á vasaljósi og féll birtan frá því á karlmanns- hönd. Ljósið var óðara slökkt aftur, en Inga hafði samt haft tíma til að koma auga á hlut, sem hún þekkti. Það var gullbikarinn hans Björns frænda, með roðasteinunum á lok- inu. Hvernig hún komst heim vissi hún aldrei með vissu, en hún vakn- aði fyrst til fullrar meðvitundar í rúminu sínu og heyrði þá ókunnuga rödd segja: „Þér skulið ekki vera hræddur, Schmidt skipstjóri, hún hefir hlaup- ið á eitthvað í myrkirnu — ef til vill á þvottasnúru og af því stafar þessi rauða rák á hálsinum á henni. Hún hefði getað hengt hana og megum við þakka guði fyrir, að svo fór ekki.“ „Björn frændi,“ hvíslaði Inga í sama bili, „þú mátt ekki vera reið- ur, bæði var svo dimmt — og —.“ „Vertu kyrr og róleg,“ sagði Björn frændi skipandi og næstpm hryss- ingslega, því að læknirinn hafði skipað svo fyrir, að hún ætti að liggja alveg kyrr og hvíla sig. „Já, en, frændi, ég verð að segja —.“ „Þey,“ sagði hann og horfði stranglega á hana yfir gleraugun. „En frændi, ég verð að segja það. Það er gullbikarinn, sem liggur á hólnum hjá hjöllunum, grafin und- ir runnum.", „Æ, þarna er hún aftur farin að tala í óráði," sagði fröken Jensen grátandi. „Nei, fröken Jensen, þetta er ekki óráð,“ sagði Inga og var alveg búin að átta sig. Hún varð að láta þau hlusta á sig, þótt hún kenndi mikils sársauka í höfðinu, þegar hún talaði. „Æ, gáðu i skápinn, heyrir þú það, frændi, — þá færðu að sjá, að bikarinn er þar ekki lengur." Bjöm opnaði skápinn til að friða Ingu. En nú stóð hann eins og þvara. „Það er allt horfið. Fjárinn hirði mig, ef telpan hefir ekki á réttu að standa. Horfið, segi ég, horfið!" Sama kvöld var uppi fótur og fit í þorpinu. Bjöm frændi og margir fiskimenn vom hjá hjöllunum að grafa, og höfðu ljósker til að lýsa sér. I garðinum hans frænda var veitt púns, þegar gersemamar vom fundnar. Á meðan sat fröken Jensen á rúm- bríkinni hjá Ingu og talaði við hana. . . . „Ég held, að þú hafir snert viðkvæma strengi í brjósti gamla nöldrunarseggsins," sagði hún og kinkaði kolli, „þessi illska er nú að- eins í nösunum á honum, og í raun og veru er hann bezta sál. En ég hefi aldrei séð hann eins og í kvöld — nei.“ Hún þagnaði og var auð- sjáanlega hrærð. „Hvemig var hann?“ spurði Inga. „Hann grét,“hvíslaðifröken Jensgn, eins og hún væri hrædd við að ein- hver heyrði til sín, „Grét hann?“ Fröken Jensen kinkaði kolli. „Veiztu hvað ég ætla að gera, þegar hann kemur aftur til mín?“ sagði Inga og hvíslaði líka leyndar- dómsfull á svipinn, Fröken Jensen hristi höfuðið, „Eg ætla blátt áfram að leggja handleggina utan um hálsinn á hon- um og kyssa hann beint á munninn." Þegar Bjöm frændi kom þramm- andi inn með gersemirnar sínar í fanginu, gat fröken Jensen narrað hann til að fara inn til Ingu. Þegar hún rétt á eftir gægðist inn, sat gamli Björn með litlu telpuna í fanginu og brosti — já, brosti, en ekki eins og harðjaxlinn hann Schimdt skipstjóri hafði verið vanur að brosa, heldur eins og stórt, ham- ingjusamt barn. „Ætli ' þetta verði ekki til að spekja hann og lægja i honum rost- ann," hugsaði fröken Jensen og læddist hljóðlega burt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.