Vikan


Vikan - 16.01.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 16.01.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 3, 1947 PÓSTURINN Svar til „Les“: Við þökkum yður fyrir bréfið og okkur þyk- ir vænt um viðurkenninguna, sem kemur fram i því og erum engu síður þakklát fyrir að- finnslurnar, af því að það er gott, að manni sé bent á það, sem aflaga fer og engin ástæða til að taka sér það nærri, þeg- ar það er gert á svona prúð- mannlegan hátt. Hvað „stýru“- atriðið snertir i bréfinu, þá mun- um við ekki betur en a. m. k. ein „stýran" hafi viljað láta kalla sig „stjóra“. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér eitthvað um kvikmyndaleik- arann Joseph Cotton. Gudda. Svar: Joseph Cotton er fædd- ur 1915. Hann starfaði við Merc- ury-leikhúsið í New York, en fór með leikkennara sinum Osson Welles til Hollywood og lék í fyrstu mynd hans Citizen Kane (1940). Á fáum árum hefir Joseph Cotton komist i röð beztu kvikmyndaleikara í Ame- ■úku. Meðal kvikmynda hans eru: „The magnificent Ambersons" (1941), „Shadow of a doubt“ (1942), „Gaslight" (1944), „Loveletters", „Duel in the sim“. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að koma okkur í bréfasamband við pilta 17—18 ára. Sússanna Guðmundsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir. Sigurrós Guðmundsdóttir. Allar til heimilis á Djúpavík Strandarsýslu. Kæra Vika! Óska eftir bréfasambandi við stúlkur 18—22 ára. Guðbrandur Þorláksson. Sveinn Þorláksson. Ingimar Þorláksson. Allir í heimili í Veiðileysu. Strandarsýslu. Kæra Vika! Vinsamlegast biðjum við yður að birta fyrir okkur þessa auglýsingu. Við undirritaðar óskum eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 18— 20 ára, einhvers staðar á land- inu. Ólöf Björnsdóttir. Sigfríður Jónsdóttir. Vigdis Runólfsdóttir. Hulda Egilsdóttir. Allar til heimilis á Reykja- skóla, Hrútafirði. V. Hún. I fimmtíu ára minningarriti Leikfélags Reykjavíkur er, eins og að líkum lætur margs konar fróðleikur um starfsemi félagsins og leiklistina á þessu tímabili: Þar er t. d. skrá yfir leik- ina, sem teknir hafa verið til meðferðar af félaginu og hverjir hafa leikið í þeim. Svo ertalinnhlutverkafjöldi nokkurra helztu leikenda Leikfélagsins. Þar er Frið- finnur Guðjónsson hæstur, með 133 hlutverk, næstur er Brynjólfur Jóhannesson með 108 hlutverk, Valur Gíslason 85, Guðrún Ind- riðadóttir 83, Indriði Waage 81, Emilía Indriðadóttir 80, Marta Indriðadóttir 73, Gunnþórunn Halldórsdóttir 72. Jens B. Waage 71. Stefanía Guðmundsdóttir 65, Soffía Guðlaugsdóttir 65, Amdís Björnsdóttir 65, Árni Eiríksson 63, Gestur Pálsson 61, Helgi Helga- son 59, Stefán Runólfsson 59, Þóra Borg Einarsson 57, Haraldur Björnsson 46, Jón Aðils yngri 40, Eufemía Waage 39, Alfreð Andrés- son 36, Tómas Hallgríms- son 36, Ágúst Kvaran 35, Ragnar E. Kvaran 31, Þuríður Sigurðardóttir 28, Kristján Ó. Þorgrímsson 27, Valdemar Helgason 27, Alda Möller 26, Emilía Borg 26, Lárus Ingólfsson 26, Haraldur Á. Sigurðsson 25, Herbert M. Sigmundsson 25, Jónas H. Jónsson 25. Ámi Eiríksson í Þjóðníðing'num. jyjyndirnar á þessari síðu eru úr minningarriti því, sem ,,Leiftur“ gaf út í tilefni 50 ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur 11. janúar síðastliðinn. Guðrún Indriðadóttir og Ámi Eiríksson í Skugga-Sveini. í Galdra-Lofti 1914. Þorsteinn Jónsson, Emilía indriða- dóttir og Herbert Sigmundsson í Skugga-Sveini. Jens B. Waage Útgefandi: VIKAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.