Vikan - 16.01.1947, Blaðsíða 10
10
VTKAN, nr. 3, 1947
• HEIMILIÐ • I
_
Matur og drykkur.
Matseðillinn.
Smásteik.
6 pund kinda- eða kálfakjöt,
75 gr. smjör, 2 lítrar vatn. 2
tsk. salt, 3 laukar, 2 tsk. mat-
arlitur, 80 gr. hveiti, 2—3 mat-
Sk. tómat.
Kjötið er höggvið í litla bita, þveg-
ið og þurrkað með hreinum klút,
brúnað fallega á pönnu og látið 1 2 * * 5
pott með heitu vatni, ásamt tómat,
salti og matarlit, smátt brytjuðum
og brúnuðum lauk. Soðið hægt í 1 Yi
—iy2 klst., þá er það tekið upp, og
sósan jöfnuð með hveiti, sem áður
er hrært út í köldu vatni. Sósan er
soðin hægt í 5—6 mín., meira krydd
er látið í pottinn aftur og því haldið
heitu; borið á borð með soðnum
kartöflum.
Saftbúðingur.
1 líter rjómi, 1 peli saft, 130
gr. sykur, 12 blöð matarlím,
75 gr. vatn í matarlímið.
Matarlímið er látið liggja í bleyti
í 10 mínútur, þá er saftin og sykur-
inn látinn í skál og hrært í þvi í 10
mínútur, matarlímið er undið upp og
brætt í vatni; þvi er svo hellt saman
við saftina. Þegar þetta er farið að
1. Þegar þér biðjist fyrir, þá við-
hafið ekki ónytjumælgi, eins og heið-
ingjarnir, því að þeir hyggja, að þeir
muni verða bænheyrðir fyrir mælgi
sína. Þér skuluð því biðja þannig:
,,Faðir vor, þú sem ert í himnum,
helgist nafn þitt,“
2. En sú hugmynd kom upp meðal
þeirra, hver þeirra mundi vera mest-
ur. En er Jesús sá hugsun hjartna
þeirra, tók hann lítið barn og setti
það hjá sér og sagði við þá: Hver
sem tekur á móti þessu barni í mínu
nafni, hann tekur á móti mér, og
hver sem tekur á móti mér, hann
tekur á móti þeim, er sendi mig; því
þykkna er stífþeyttum rjómanum
jafnað saman við. Sett í skál og
skreytt með rjóma.
Þessi kona, Dr. Lise Meitner, er
fædd í Þýzkalandi, en myndin er
tekin í Rochester, N. Y., eftir að hún
hafði tekið á móti doktorsnafnbót við
háskólann í Rochester fyrir vísinda-
rannsóknir á sviði kjarnorkumál-
anna.
að sá sem minnstur er meðal yðar
allra, hann er mikill.
3. Og er þeir voru á ferð á vegin-
um, sagði maður nokkur við hann:
Ég vil fylgja þér, hvert sem þú fer.
Og Jesús sagði við hann: Refar eiga
greni og fuglar himins hreiður, en
manns-sonurinn á hvergi höfði sínu
að að halla.
4. En er hann var spurður af Farí-
seunum, hvenær guðsríki mundi
koma, svaraði hann þeim og sagði:
Guðsríki kemur ekki þannig, að á
því beri; og ekki munu menn geta
sagt: Sjá, það er hér, eða það er þar;
því sjá, Guðsríki er hið innra i yður.
Gömul kynni heitir bók, eftir Ing-
unni Jónsdóttur frá Kornsá í Vatns-
dal, sem Þorsteinn M. Jónsson á
Akureyri hefir gefið út. 1 mjög fróð-
legum formála segir dóttir höf. m.
a. „Bæði „Bókin mín“ og „Minning-
ar“ eru útseldar og því hefir það
orðið að ráði að gefa allt, sem móðir
mín hefir skrifaö, út í einu lagi. Vel
hefði átt við, að sú bók hefði komið
út í fyrra á níræðisafmæli hennar.
En ýmsar orsakir lágu til, að úr því
gat ekki orðið, enda hefir hún til
skamms tíma verið að bæta við hand-
rit sín, þó í smáum stil hafi verið."
Þetta er bók, sem ungir og gamlir
hafa gott af að lesa. Fyrst á eftir for-
málanum er kaflinn Um Ingunni og
bækur hennar. Síðan kemur það, sem
hún hefir sjálf skrifað og er það um
300 blaðsíður og fyrirsagnir þessar:
Afi minn. Melaheimilið um 1860.
Móðurætt mín. Fyrstu endurminning-
ar mínar. „Glerbrot á mannfélagsins
haug. (Hannes stutti, Húslestrarnir og
Helgi fróði, Stefán halti, Sölvi Helga-
son, Þorgrímur Laxdal, Magnús
„blessaði", Þorbergur Björnsson).
„En orðstír deyr aldregi." (Björn
sýslumaður Blöndal, Þorsteinn i
Kjörvogi, Foreldrar Guðmundar
Magnússonar prófessors, Ólína
Andrésdóttir, Tvær mæðgur). End-
urminningar úr Hornafirði. Búend-
ur í Vatnsdal laust fyrir 1880. Ævi-
ágrip Björns Sigfússonar. Brot.
(Gleymska. Kröfur fyrr og nú. Öfug-
streymi. Ólik sjónarmið. Spurningum
útvarps svarað). „Fjársjóðir, sem
mölur og ryð geta ekki grandað."
(Formáli. Tómas. Jól. Pundið. Ævin-
týrið mitt. Gulleplið. Litla Ló). Dýra-
sögur. Dulrænar sögur. (Konan við
búrborðið. Gunna „Kokk". Draum-
ar). Ævintýri. (Ræningjaskipið.
Veiðimaðurinn. Hrúðurkarl á vör-
um). — Sá litli kafli, sem hér fer á
eftir, er úr „Melaheimilið um 1860.“
Snemma var farið á fætur sumar
og vetur. Kaffið var drukkið kl. 6—
7; morgunmatur borðaður kl. 9:
Þykkur skyrhræringur með nýmjólk
út á, harðfiskur og brauðsneið, og
riflegt við af smjöri og spaðfloti.
Miðdegismaturinn var kl. 3; oftast
var það saltkjötssúpa. Piltarnir fengu
þrjá spaðbita ofan í súpuna og væna
slátursneið; stúlkurnar eins, nema
þær fengu bara tvo spaðbita. Askar
piltanna tóku 4—5 merkur, askar
stúlknanna 3 merkur. Einn dag í
viku var vanalega skammtað slátur
eða harðfiskur og kaffi á eftir, og
stundum baunir með feitu kjöti, —
á sunnudaga, — eða vænni smjör-
sneið. — Á sumrin var safnað smjöri
í hálftunnu til vetrarins. Þá var það
orðið súrt. Fólkið gerir sér nú ranga
hugmynd um súra smjörið. Vandað
súrt smjör var allt öðruvisi en þetta
hálfsalta, hálfsúra smjör, sem bæði
mér og öðrum þykir slæmt; margir
tóku það fram yfir nýtt smjör. —
Um engjasláttinn var alltaf hafður
harðfiskur og brauð til matar og
kaffi á eftir um miðjan daginn. Fólk-
ið, sem lá við tjald, reiddi með sér
eld á hverjum mánudagsmorgni og
hélt honum við alla vikuna, svo að
það gæti hitað sér kaffi. Siðan var
því sendur hræringur og mjólk og
sýra til drykkjar með þeim, sem
fluttu heim heyið.
Fyrir jólin var soðið mikið af
hangikjöti. Flotið var látið í spor-
dalla og öskjur, sem fólkið hafði á
sumrinu, þegar það lá við tjald. Mig
minnir, að karlmönnunum væri ætl-
aðar sex merkur af smjöri til vik-
unnar, kvenfólki nokkru minna. — 1
þessi ílát var rennt hangifloti, hér
um bil hálf; þau voru látin hallast á
lögg, meðan flotið var að storkna.
Síðan voru þau fyllt með smjöri.
Þetta fékk fólk með jólamatnum.
Hver um sig fékk þá heilt pottbrauð.
Þau voru ekki mjög stór, en þó man
ég, að ‘ þegar diskarnir voru settir
ofan á þau, náðu þau út fyrir disk-
barmana. Á diskana var látið hangi-
kjöt, hangnir magálar og lundabagg-
ar, og ofan á allt saman hlaði af
laufabrauði. Hangikjöt var brytjað
eftir vissum reglum, og hver maður
fékk sitt ákveðna stykki; húsbónd-
inn mjaðmastykki, vinnumenn lær-
legg, vinnukonur bóglegg eða
kringlustykki; auk þess fengu allir
nokkur rif og hryggjarliði. (Heilu
hangikjötslæri var skipt í þrennt:
mjaðmarstykki, kringlustykki og
langlegg). Að ekki hafi mátt breyta
mikið út af þessu, sýnir svar eins
vinnumanns, sem átti heima á bæ,
sem talinn var í betri röð. Hann var
spurður, þegar hann kom til næsta
bæjar, hvort vel hefði verið skammt-
að um jólin, þar sem hann átti
heima. Þá sagði hann: „Nóg var á
diskunum, en andskoti var það
skammarlegt að gefa vinnumannin-
um sínum bóglegg á sjálfa stórhá-
tíðina."
Á hátíðum var stundum borðaður
þykkur bankabyggsgrautur með
smjöri út í. Fólkið, einkum stúlk-
urnar, áttu jólamatinn sinn lengi,
geymdu hann í kistum sinum fram í
dyralofti. — Lummur með sírópi út
á voru hafðar með kaffinu. Seinna
var farið að búa til kleinur, en jóla-
brauð sá ég ekki fyrr en ég var orð-
in fullorðin.
Húsráð
Notið ekki of mikið af línsterkju,
því að hún gerir þræðina í efninu
stökkva.
Þeir, sem elda við gas, geta spar-
aði gasið talsvert með því að hafa
tvo potta yfir loganum í einu. Til
dæmis höfum við kartöflur í neðri
pottinum og látum þær sjóða, en í
þeim efri gætum við haldið súpunni
heitri, svo að ekki þyrfti annað en
að bregða henni alveg yfir logann,
til þess að hún syði.