Vikan


Vikan - 30.10.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 30.10.1947, Blaðsíða 1
Dagana 28. október til 9. nóvember er opin í Listamannaskálanum sýning þessa unga og efnilega málara. Sýnir hann um 130 verk og er helmingur þeirra olíumyndir, en hitt teikningar, þar af 40 mannamyndir. Þetta er þriðja sýning Örlygs. Sú fyrsta var hér í Reykjavík vorið 1945 og veturinn eftir sýndi hann á Akureyri. Myndirnar á þessari sýningu eru allar nýjar. — Örlygur er sonur Sigurða skólameistara Guðmundssonar og konu hans, Halldóru Ólafs- dóttur. Hann er fæddur í Reykjavík 1920, en varð stúdent frá Akureyrarskóla 1940. Örlygur fór vestur um haf 1941 óg stundaði nám í listaskóla í Los Angeles. 1945 kom hann heim aftur og er búsettur í Reykjavík. (Myndimar: Að ofan t. v. teikning af Gunnlaugi Claessen. Að ofan t. h. listamaðurinn við myndina Öskudagur á Akureyri. Að neðan t. v. Frá Borgarnesi. Hin myndin: „Dáfesting“ á la Waldoza). SVIVIIMG ÖRLYGS SIGLRÐSSONAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.