Vikan - 30.10.1947, Blaðsíða 8
8
VIKAN, nr. 44, 1947
Rasmína skrifar bréf
Teikning eftir George McManus.
Mi^r)
z£Sm~j
j_y_ír)__(D i.
Dóttirin: Hvað gengur að henni mömmu, hún er
að gráta?
Gissur: Er þetta grátur? Ég hélt hún væri að
æfa söng! Ég ætla að fara og vita, hvað er að.
Gissur: Mér fellur það illa, að þú ert að gráta.
Hvað hefi ég núna gert af mér?
Rasmína: Hornhjónin hafa sent boðskort út um
allt, þau hafa boðið öllum nema okkur. Hvað á ég
að gera? Ég þoli ekki svona auðmýkingu!
Gissur: Mér þykir vænt um, að þú ert sammála
.mér—skrifaðu þeim bara skammabréf; segðu þeim,
hvaða álit við höfum á þeim; láttu harm skilja það,
að við álítum hann bölvaðan asna . . .
Rasmína: 1 þetta sinn er ég. sammála þér •— ég
ætla að leysa frá skjóðunni, segja þeim, að það sé
langt fyrir neðan virðingu okkar að hafa samneyti
við þau — láta hana vita, að maður taki svo sem
eftir því, að hún er alltaf í sama kjólnum ár eftir
ár . ..
Rasmína: Það er margt fleira, sem ég man nú
eftir; ég hefði kannske ekki átt að loka bréfinu
strax ?
Gissur: Efnið er ótæmandi, en það má ekki draga
að senda bréfið.
Starfsstúlkan: Bréf frá Hornhjónunum.
Rasmína: Hvað segirðu?
Gissur: Bréfið er komið í póstinn. Hvað er að?
Rasmína: Boð frá Hornhjónunum! Hvar er bréfíð,
sem ég skrifaði ? Komdu strax með það!
Rasmína: Æl! Hvað eigum við að gera? Þau
hafa boðið okkur! Og nú fá þau þetta andstyggi-
lega bréf — samkvæmislífið er okkur glatað!
Gissur: Vertu róleg! Ég ætla að fara til hans og
vita, hvort ég næ ekki bréfinu áður en hann er bú-
inn að lesa það.
Horn: Sæll og blessaður, Gissur! Alltaf gaman
að sjá þig! Littú á þetta bréf, ég get ekki lesið
eitt einasta orð í því, ekki einusinni undirskrift-
ina! Þetta hefir einhver fábjáninn skrifað. Ég fæ
stundum hótunarbréf, en það er þó hægt að lesa
þau...
Gissur: Þetta er Ijóta hrafnasparkið. Það er satt,
sem þú segir, það hlýtur að vera dæmalaus fáráð-
lingur, sem skrifaði þetta — ég hefi gaman að
spreyta mig á svonalöguðu, ég tek bréfið með mér.
Rasmína: Ó, ég e r svo fegin, að þú náðir bréf-
inu og reifst það. Hvað hefoi hann hugsað, ef hann
hefði lesið það?
Gissur: Þú getur varla gert þér það í hugar-
lund — eigum við ekki .að tala ufn eitthvað annað ?