Vikan - 30.10.1947, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 44, 1947
lega, að hann skildi fyrr en skylli í tönnum og
fór hlæjandi út.
„Jæja, þá erum við orðin ein,“ sagði Poirot.
„Páið yður nú aftur í bollann og svo skulum við
halda áfram með þetta. Hverjir leiðangursmanna
haldið þér að hafi haft horn í siðu frú Leidner?"
„Ég get auðvitað aðeins skýrt yður frá áliti
mtnu á þessu. Það er ekki þar með sagt, að svo
hafi þetta verið í raun og veru.“
„Nei, ég veit það.“
„Ég álít að frú Mercado hafi hatað hana!“
„Svo! En Jósep Mercado?"
„Hann var ósköp hrifinn af því að hún virti
hann oft viðtals. Frú Leidner hafði lag á að koma
þannig fram við menn, að þeim fannst hún hafa
áhuga fyrir starfi þeirra eða skoðunum þeirra
— og fékk þá til að segja sér frá þessu. Hún
notaði þessa aðferð við Jósep Mercado — og hann
var ósköp upp með sér.“
„En frú Mereado — henni féll þetta ekki eins
vel?“
„Hún var mjög afbrýðisöm — það er sannleik-
urinn í- málinu. Það er vissara að fara mjög
varlega, þegar hjón eru þannig saman ásamt
öðru fólki. Eg gæti sagt yður skritnar sögur af
því. Það er alveg ótrúlegt, hvað konur geta feng-
ið einkennilegar flugur í höfuðið, þegar um eigin-
menn þeirra er að ræða.“
„Ég efa það ekki,“ svaraði Poirot. „Svo þér
segið, að frú Mercado hafi verið afbrýðisöm og
hafi hatað frú Leidner,“ bætti hann við hugsi.
„Ég hefi séð hana líta á frú Leidner með því-
líkri heift og bræði, eins og hún vildi myrða hana
— ----Ó, guð minn góður!" Ég áttaði mig og
bætti við: „Ég meinti þetta ekki þannig, herra
Poirot, ég var ekki að gefa í skyn, að hún hefði
-----þér skiljið, ég varð aðeins að lýsa----“
„Já, já — ég skil yður vel. Menn taka oft þann-
ig til orða, án þess að meina það bókstaflega.
Orðin komu ósjálfrátt fram á varir yðar. — Hald-
ið þér, að frú Leidner hafi leiðst þessi afbrýði-
semi frú Mercados?"
„Nei — satt að segja held ég, að henni hafi alls
ekki leiðst það. Ég veit meira að segja ekki hvort
hún tók eftir þessu. Ég var einu sinni komin á
fremsta hlunn með að aðvara hana, en hætti samt
við það. Pæst orð hafa minnsta ábyrgð."
„Það hafiö þér án efa hagað yður rétt. Getið
þér nefnt mér nokkur dæmi, sem lýsa þessum til-
finningum frú Mercado gagnvart frú Leidner ?“
Ég sagði honum frá samtali okkar uppi á þak-
inu.
„Hún hefir þá minnst á fyrri giptingu frú Leidn-
ers,“ sagði Poirot hugsandi. „Pannst yður eins og
hún væri með þessu að grafast fyrir, hvort þér
vissuð nokkuð frekar um þetta?“
„Haldið þér að hún hafi kannski vitað sann-
leikann í málinu ?" spurði ég í stað þess að svara.
„Já — það er hugsanlegt. Hún hefir kannski
skrifað þessi hótunarbréf — og átt sök á bankinu
á gluggana og því öllu.“
„Mér meir en datt það í hug,“ svaraði ég. „Það
væri henni líkt að hefna sin á þann hátt.“
„Já — þetta væri ljótur hrekkur af henni, en
þó varla nauðsynlegt, ef hún hefir ætlað sér að
ráða hana af dögunum. Því skyldi hún þá hafa
hrætt hana á þennan hátt?“ Hann þagnaði
skyndilega, en bætti siðan við: „Hún er einkenni-
leg þessi setning, sem þér segið að hún hafi sagt
við yður. ,Ég veit hvers vegna þér eruð komnar
Uingað' Hvað hefir hún meint með þessum orð-
um?“
„Það get ég ekki látið mér detta í hug.“ .
„Hún hefir talið, að þér væruð komnar i ein-
hverjum öðrum tilgangi en látinn var uppi. Hvaða
tilgangi? Og hvers vegna var hún svona áhuga-
söm um þetta allt. Þér segið líka, að hún hafi
starað á yður allan tímann meðan þið sátuð yfir
tedrykkjunni fyrsta daginn. Það er líka einkenni-
legt.“
„Hún kann nú enga mannasiði," sagði ég.
„Það er aðeins afsökun fyrir hana, en engin
skýring á framkomu hennar."
Ég skildi ekki almennilega, hvað hann átti við.
„Hvað er að segj a um aðra leiðangursmenn ?“
spurði hann svo að segja strax á eftir.
Ég hugsaði mig um.
„Ég held, að ungfrú Johnson hafi heldur ekki
fallið allskostar við frú Leidner, en það var af'
skiljanlegmn ástæðum og hún fór ekkert dult með
það. Hún viðurkenndi að hún væri ekki óvilhöll í.
dómum sínum um frú Leidner. Eins og þér vitið,
dáist hún mjög að dr. Leidner og hefir verið
samverkamaður hans árum saman. Þegar hann
gifti sig, breyttist auðvitað margt, eins og gefur
að skilja".
„Jú,jú.“ sagði Poirot. „Ungfrú Johnson hefir án
efa talið, að ekki væri jafnræði með þeim hjónun-
um, dr. Leidner hafi „tekið niður fyrir sig,“ eins
og kallað er. Það hefði verið sönnu nær að hann
hefði gifst ungfrú Johnson."
„Já, það hefði verið meira jafnræði með þeim“,
svaraði ég, „en svona eru nú karlmennirnir alt-
af. Það er ekki einn af hundrað, sem hugsar
rnn slíkt, þar gilda önnur sjónarmið. Ég get-
heldur ekki beinlínis álastað dr. Leidner. Ung-
frú Johnson er ekki fríð sínum, þótt hún sé
góð og greind kona. öðru máli gegndi með frú
Leidner. Hún var verulega yndislegur kven-
maður — að vísu ekki mjög ung -— en — ó,
ég vildi, að þér hefðuð séð hana á lífi. Það var
eitthvað við hana . .. Ég man, að Coleman sagði
einu sinni, að hún væri eins og vatnadis, sem
reyndi að seiða menn niður í vatnið með sér.
Þetta var ef til vill ekki sem bezt komist að
orði hjá honum, en — samt sem áður — Ég veit
að þér munuð hlæja að mér, þegar ég segi
það, en mér fannst oft eins og hún væri ekki
af þessum heimi".
„Já — hún hefur búið yfir einhverju seið-
magni, skilst mér“, svaraði Poirot.
„Ég hef það líka á tilfinningunni, að Carey
hafi ekki fallið sem bezt við frú Leidner", hélt
ég áfram. „Mér fannst hann einnig vera afbrýði-
samur, eins og ungfrú Johnson. Hann var alt-
af mjög formfastur i allri framkomu gagnvart
henni, og það var hún líka gagnvart honum.
Hún kallaði hann alltaf herra Carey — það
brást aldrei. Hann var gamall samverkamaður
dr. Leidners, og eins og þér vitið, er sumum
eiginkonum mjög illa við gamla vini og kunn-
ingja eiginmanna sinna. Þeim er illa við þá stað-
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Mamman: Þú verður að flýta þér, elskan, þú mátt ekki verða of Pabbinn: Bless! Bless! Að sjá, hvemig hann hlær, þessi
seinn í vinnuna. Ég skal halda á Lilla við gluggann, svo að þú getir elska! Hann er yndislegur!
veifað honum.
Lilli: Go-go! ______
Pabbinn: Blessaður, elskan, pabbi er að fara að vinna.
Pabbinn: Það er svo sem auðséð á
brosinu hans, að hann skilur, hvað pabbi
er fyndinn og skemmtilegur.
Pabbinn: Nú skellihlær hann — það er svo
sem ekki að furða, einsþg ég get verið fimur!
Maður í hópnum: Hvað skyldi ganga að manninum, hann
hlýtur að vera meira en lítið veikur.
Lögregluþjónninn: Hvemig væri að hætta þessum fíflalát-
um úti á götu? Þér hafði mikla hæfileika sem trúður, þér
hljótið að geta fengið vinnu í fjölleikahúsi!