Vikan - 01.04.1948, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 14, 1948
3
Eftirlitsmaðurinn
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi Eftirlitsmanninn, eftir
rússneska skáldið N. V. Gogol,
föstudaginn 12. marz. Leikstjóri
var Lárus Pálsson, en Sigurður
Grímsson íslenzkaði leikritið.
Þetta er gamanleikur í fimm
þáttum.
Leikrit þetta er ekki alveg
nýtt af nálinni, því að það eru
meira en hundrað ár síðan Eftir-
litsmaðurinn var saminn, en það
er samt í fullum gangi á leik-
sviðum, sem sjá má af því, að
samtímis er verið að leika það
í London, Bergen, Osló og
Reykjavík.
Höfundur leiksins fæddist
1809 í smábæ í Poltovahéraði
í IJkrainu. jForeldrar hans voru
efnuð, en hann gáfaður og átti
kímnigáfuna í ríkum mæli,
enda samdi hann marga gaman-
og söngleiki, sem hlutu miklar
vinsældir. Hann setti þá sjálf-
ur á svið á búgörðum stórbænd-
anna í nágrenninu. Tólf ára
gamall var Gogol settur til náms
og í skóla tók hann mikinn þátt
í leiksýningum. Að loknu námi,
seytján ára, hélt hann í atvinnu-
leit til Pétursborgar og vann í
stjómarskrifstofum, en varð
þar fyrir sárum vonbrigðum og
fékk megna fyrirlitningu á em-
bættismannastéttinni, vegna
þess, hve rotin hún var, ágjörn
og framasjúk og óráðvönd.
Hann þráir átthagana og fer
heim til Úkrainu aftur. Hann
tekur að sinna skáldskap á ný,
en f ær miskunnarlausa gagnrýni
og fer úr landi. Hann leitar þó
fljótlega aftur til Pétursborgar;
Framhald á bls. 15.
Fremri röð til hægri: Guðný Pét-
ursdóttir sem María Antonovna,
Alfreð Andr.ésson sem Hlestakov,
Anna Guðmúndsdóttir sem Anna
Andrejevna. Efri röð, til hægri
Þorgrímur Einarsson sem Pjotr
Ivanoviteh Dobchinsky og Ævar
R. Kvaran sem Pjotr Inanovitch
Bobchinsky.
Alfreð Andrésson sem Hlestalcov
stjómarráðsritari. (Ljósm. Vignir)
Frá vinstri: Ævar R. Kvaran sem Pjotr Inanovitch Bobchinsky jarðeig-
andi, Valdimar Helgason sem Artemy Filippovitch Zemljanika heilbrigðis-
fulltrúi, Þorgrímur Einarsson sem Pjotr Ivanovitch Dobchinsky jarðeigandi,
Þorsteinn Ö. Stephensen sem Luka Lukitch Hlopov fræðslumálastjóri, Lárus
Ingólfsson sem Stephan Iljitch Uhovjortov lögreglustjóri, Haraldur Bjöms-
son sem Anton Antonovitch Skovznik-Dmuhanovsky borgarstjóri, Brynj-
ólfur Jóhannesson sem Ivan Kuzmitch Shpekin póstmeistari, Valur Gíslason
sem Ammos Fjodorovitch Ljapkin-Tjapkin héraðsdómari, Nina Sveinsdóttir
sem kona fræðslumálstjórans, Anna Guðmundsdóttir sem kona borgár- Haraldur Bjömsson sem Antonovitch
stjórans og Guðný Pétursdóttir sem dóttir borgarstjórahjónanna. borgarstjóri. (Ljósm. Vignir).
^vavar Hólm hallaði sér makindalega
^ aftur á bak í bílsætinu. Hann var ekki
ríkur, ekki í fínum fötum, ekki laglegur,
en hann hafði samt sem áður gilda ástæðu
til þess að líta makindalega út. Hann var
fullur.
Hann lokaði augunum. Allur heimurinn
var yndislegur, og þegar hann opnaði aug-
un aftur og sá ráðskonuna sína sitja hjá
sér, þá þótti honum hún líka falleg. Það
var dimmt. Hún var í pels, og það var
'’mjúkt að nálgast hana, mjúkt skinn á
pelsinum eins og á ketti. Hann færði sig
nær. Hvernig var sá líkami, sem hún fól
undir loðfeldinum?
Hann hafði séð hana áður. Stutta og
digra, á hverjum degi í 5 ár, og hann
minntist þess núna, að í hvert skipti sem
hún beygði sig yfir pott eða pönnu, þá
dróst kjóllinn upp fyrir hnéð, — aftan
frá . . .
Stundum málaði hún varirnar, og munn-
urinn, sem var þykkur og stór, sýndist
eins og sundurskorinn blóðdrefja vöðvi í
miðju andlitinu. Honum hryllti við þess-
um vörum, en þær sáust ekki í dimmunni,
og þó þær hefðu sézt, hefðu þær kannski
Beethoven sigraði -
Smásaga eftir Björk.
eins og umhverfið allt, ljómað af hrein-
leika lífsins á svona dásamlegu kvöldi.
Andskoti er gaman að vera til, sagði
hann og lagði nú öxlina yfir öxl konunnar.
Hún færði sig ekki fjær, hún vissi að
þarna átti hún að vera; hafði verið sam-
tíða honum í fimm ár.
Skinnið var mjúkt. Eitthvað ólgaði í sál
hans, færði hviku í rólegt fitl hans.
Bíllinn tók kipp, — hönd Svavars féll
niður af pelsimnn og ofan í sætið. Hann
hirti ekki um að lyfta henni aftur. Þau
voru komin heim.
Hún framreiddi matinn, jafri hljóðlega
og hún hafði gert öll undanfarin kvöld,
meðan hann þvoði sér inni á salerninu.
Hún var farin úr eldhúsinu, þegar hann
kom. Hann borðaði einn. Nú fyrst fann
hann, að hann var svangur. Það var dá-
samlegt að borða, hafa nógan mat, dásam-
legt að drekka og eiga nóg vín, — og bráð-
um myndi hann fara að hátta. Hann brosti,
og þreifaði fyrir sér upp stigann, vildi ekki
kveikja, — það var að koma vor. Svo
gekk hann inn í herbergi ráðskonunnar,
án þess að banka eða vera með annan
óþarfa hávaða.
Hún var háttuð. Hann sá móta fyrir
dökku hári hennar á hvítum koddanum
og hann vissi, að það myndi vera ógreitt.
Svo tók hann í hönd hennar og dró hana
máttvana að sér.
Úr herbergi leigjandans á neðri hæð-
inni hljómaði symfónía nr. 5 eftir Beet-
hoven.
Svavar Hólm kipptist við. Sleppti hönd
konunnar og gekk hljóðlega út úr her-
berginu.
Hann lá lengi andvaka. Tilhögun örlag-
anna er einkennileg. Fyrir rúmum sex ár-
um, sat hann með litla ljóshærða stúlku í
faðminum, og hlustaði á þessa symfóníu
Beethovens. Nú var hún dáin, en minningu
hennar gat hann ekki svikið.
1 öðru herbergi, fast upp við ganginn
liggur kvenvera í hnipri og grætur.
Á morgun ætlar hún að baka pönnu-
kökur handa honum.