Vikan - 01.04.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 14, 1948
11
Framhaldssaga :
1111111111111111 ■■ lll■■I■■■lllllll■ll■lll■ ii ll■llll■ll■■llllllll■■l■ll■l■l■■■■llll■l■lllll■lll■l■lll■ll 11111111111111111111 ii
AST LEIKKOIMUNNAR
21
*>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»»ii»»»»»»"»»i»» »■»■■•»»»»"»■■■>»■■■»»»■■>»■•■•>»■»»■"■■■>■■»»»■•»»»»■»>■■»■■»■»»»»"■""»■
Eftir FAITH BALDWIN
■in 1111111111111111 ii iii n'
burt með hana og skal sjá. um hana, þar til hún
fer til Hollywood.“
„Nei,“ sagði Lolly, — „ég — ég skil hana,
Boycie.“
„Hvað er nú þetta? Við hvað áttu, mér er
spum?“ varð Boycie að orði.
„Ekkert,“ sagði Lolly þá. „Veslings Cherry,“
hugsaði hún. „Ég hefi verið vanstillt. Það er
vafalaust þessi maður hennar! Ó, hvers vegna
þurfti Cherry að verða fyrir þessu óláni!“
„Jæja, nú eigum við að leggja aftur af stað,
Hilda,“ sagði Boycie, meðan Hilda var að setja
föt Cherry niður. „En hvert, veit ég ekki. Hvem-
ig — hvemig hefir ungfrú Cherry verið siðan
ég fór?“
„Ó, ég veit það ekki, ungfrú — — það hefir
verið allstormasamt — *—.“ '
Þegar búið var að ganga frá dótinu, fór Boy-
cie inn til Cherry.
„Jæja, hvert skal nú halda?“ spurði hún.
„Heim í íbúðina," svaraði Cherry hiklaust.
„Já, en góða bam, þar er óþolandi hiti — þú
verður yeik af að vera I borginrii.“
„Ég vil fara heim í íbúðina.“
Þær fóm til borgarinnar og voru alveg að
bráðna af hita. Boycie var kófsveitt við að undir-
búa ferð þeirra til Hollywood. Dag nokkurn kom
hún sigrihrósandi til Cherry.
„Nú hefi ég náð í þetta hús, sem þú hafðir
augastað á — Benedict Canyon House — og
auk þess verður leigan 100 dollurum lægri á
rnánuði."
Cherry mælti ekki orð frá munni. Hún sat í
einum hnút á breiðum legubekk og starði út á
umferðina. !
„Eg fer að halda að þú sért orðin brjáluð,“
sagði Boycie. „Hefir þú ekki lengur áhuga á
því húsi, sem þú átt að búa í?“
,,Nei,“ svaraði Cherry, „ekki minnsta áhuga.“
Hún sneri sér við og leit á Boycie. „Ó, Boycie,
horfðu ekki svona á mig. Ég veit að ég er skepna.
En ég get ekki gert að þessu núna. Ég skal vera
betri, þegar ég fer að vinna aftur. Ég þoli ekki
þetta iðjuleysi.“
Þarna var hún þó næstum skynsamleg í tali!
Þær voru áfram í borginni. Frú Steeden sim-
aði daglega frá Riverview. Hvað var að bam-
inu? — hver var tilgangurinn að búa í Man-
hattan í ágústmánuði? „Nei, frú, ég held að hún
komi ekki til Riverview fyrr en rétt áður en
farið verður til Hollywood,” svaraði Boycie. „Ó,
ég veit ekki hvað er að henni.“
Horace kom og var honum næstum því hent
á dyr. Hann fór þá til Riverview til að klaga
þessa meðferð fyrir Lucy frænku. Lucy stóð fyr-
ir framan hann og stappaði með fætinum í gólf-
ið, og á þeirri stundu var gamla konan eins og
Cherry á svipinn.
„Hvað viltu að ég geri við þessu, segðu mér
það ? Ef þú hefir ekki manndóm i þér til að
ráða ástamálum þínum sjálfur, ætla ég að biðja
þig að kvelja mig ekki með þeim. Það sem stúlk-
an þarfnast, er að eiga mann, sem gefur henni
duglega ráðningu og strýkur siðan burt með
hana! Ég fer að halda, Horace, að þig vanti
þá nauðsynlegu hæfileika, sem til þess þarf.“
Sármóðgaður fór Horace í heimsókn til ljós-
hærðrar ekkju, sem átti búgarð og hafði óvið-
jafnanlegan kokk í þjónustu sinni. Horace vissi,
að þetta gat orðið honum hættuleg ferð. Ef hann
yrði þama í viku, hlaut það að enda svo, að
hann gengi að eiga ekkjuna. Á annan hátt gat
hann ekki náð kokkinum til sín.
Cherry bauð Pat að borða hjá sér og var hann
afar hrifinn af því. Borðhaldið fór fram við
kertaljós og opna glugga og samræðumar voru
um hversdagslegt efni. En Cherry virtist þó vera
að taka aftur gleði sina, og með það var Boycie
ánægð.
„Hafið þér nokkuð frétt af þessum undarlega
vini yðar?“ spurði hún einu sinni hirðuleysis-
lega. „Hvað hét hann nú annars?“
„Þér vitið vel hvað hann heitir,“ svaraði Pat
hlæjandi. „Hvers vegna gátuð þér ekki þolað
hann, Cherry?“
„Ég get ekki þolað karlmenn, sem eru svona
hrifnir af sjálfum sér,“ sagði Cherry. „Sjáum
til,“ hugsaði Boycie, „hver hefir hann verið?
Ég verð að komast í samband við Lolly — —
getur það hugsazt, að telpan hafi að lokum hitt
mann, sem féll ekki strax til fóta henni við
fyrstu sýn?“
„Honum líður vel,“ sagði Pat. „Hann hefir ver-
ið um tíma í Kanada, en kemur víst bráðlega
aftur. — Það var leitt, að hann skyldi þurfa
að fara svona snögglega frá Lolly og "Pete, —
ef þér hefðuð kynnzt honum betur, Cherry, myndi
yður hafa geðjazt vel að honum.
„Þetta haldið þér bara,“ sagði Cherry þótta-
lega og fékk sér ferskju, „en það er engin á-
stæða til að orðlengja þetta frekar, þvi að senni-
lega mun ég ekki hitta hann framar.“ Hún bein-
línis naut þess að segja annað eins og þetta, og
hugsa það. Hún naut sársaukans sem heltók hana
um leið og hann kvaldi hana. Skömmu síðar
spurði hún hirðuleysislega:
„Hvar býr Anthony Amberton, þegar hann er
héma í borginni?“
Pat sagði henni það, — hann hleypti samt um
leið brúnum og varð hugsi, en rödd hans gaf
ekkert í skyn.
Nú hafði hún fengið að. vita það, — en til
þess hafði hún boðið honum að borða, og það
sem eftir var kvöldsins, var fátt talað. Boycie
og Pat voru grettin á svip, en töluðu samt kurt-
islega öðru hverju saman, og Pat Thaye létti
stórum, þegar hann gat kvatt um kvöldið. Þegar
hann gekk niður Park Avenue, furðaði hann sig
á, hvernig hann hafði einu sinni getað orðið
ástfanginn af þeirri stúlku, sem var til alls vís.
Hann hrósaði happi yfir að hafa sigrazt á ást
sinni á henni.
Cherry símaði nokkrum sinnum á hótelið til
Anthony Ambertons. 1 fyrstu þrjú skiptin sem
hún reyndi, var hann ekki kominn aftur frá
Kanada. 1 fjórða skiptið var hann úti, og í fimmta
skiptið var hann farinn úr borginni. Hún skellti
heymartólinu niður á símann, svo að hann hent-
ist til. Hún hafði gert allt, sem í hennar valdi
stóð, og nú ætlaði hún ekki að gera frekari til-
raunir til sátta.
Og samt sem áður skrifaði hún honum þá um
kvöldið hlægilegt bréf:
.....Það var óþarfi fyrir þig að fara burtu —
— við getum ekki haldið þessu áfram á þennan
hátt------Það er auðséð á öllu, aðN okkur mun
aldrei semja. Við verðum að hittast í einrúmi
og ræða rriálið. Gætir þú ekki skilið við mig t. d.
í Hollandi eða Mexíkó, eða á einhverjum ámóta
stað. Enginn fengi þá nokkru sinni að vita-----.“
Hún reif bréfið í tætlur. Hann gæti ef til vill
fallizt á þetta þegar í stað og bmgðið svo fljótt
við, að hann myndi ekki hitta hana áður en
hann færi.-------
Dag nokkurn kom hún Boycie að óvörum, þar
sem hún var að lesa síðustu bók Anthonys. En
enda þótt Cherry hefði sjálf falið allar bækur
hans í skrifborði sínu og lesið þær spjaldanna á
milli, var hún ekki blíð á manninn. Hún hrifs-
aði bókina af Boycie og þeytti henni í gólfið.
„Svo að þú lest svona sorpbækur!"
„Ó, ég veit ekki nema þú sért heldur hörð í
dómum núna,“ sagði Boycie. „Þá má vel vera
að þessar bækur hans séu ekki alveg sannleik-
anum samkvæmar, þó að ég haldi það raunar
ekki. Þessi bók er óvenju æsandi og skemmti-
lega skrifuð. Ég hefi notið þess að lesa hana,
Cherry. Manstu þegar við fómm síðast frá Kali-
fomíu til New York, sagði ég þér frá ungum
manni, sem var með sömu lest og við? Ég er
alveg sannfærð um, að það var Anthony Amber-
ton.“ Hún benti á bókina, sem lá opin á gólfinu
og blasti við þeim á þeirri síðunni, sem upp vissi,
mynd af Anthony í hitabeltisklæðnaði. „Þetta er
að minnsta kosti undarlega likt manninum í lest-
inni.“
Cherry sparkaði í bókina með fætinum.
„Þetta er ekkert líkt honum. Myndin er afar
fegruð af honum. I rauninni er maðurinn frá-
hrindandi í útliti!“
Síðan gekk hún hröðum skrefum út úr stof-
unni. Boycie horfði á eftir henni, beygði sig svo
eftir bókinni og tók að lesa hana aftur.
Sama kvöld mætti hún Hildu, sem kom fram
ganginn með fangið fullt af bókum. Boycie gekk
í veg fyrir hana. „Hvað eruð þér þama með,
Hilda?“ spurði hún og horfði gegnum nefklömbr-
umar á titilblöð bókanna. „Æfintýri í Afríku“
eftir Anthony Amberton, „Tyrkneskur unaður“
eftir Anthony Amberton — „XJm Suezskurðinn“
eftir Anthony Amberton.
„Ungfrú Chester sagði mér að brenna þeim,“
sagði Hilda, „en mér datt i hug að litli drengur
systur minnar —.“
„Já, auðvitað," sagði Boycie vingjamlega, „litli
systursonur yðar verður glaður að fá þær.“
Þegar Cherry morguninn eftir sat í rúmi sínu
og drakk morgunte sitt og hafði eitt dagblaðanna
fyrir framan sig, henti hún blaðinu allt í einu geð-
vonzkulega frá sér.
„Boycie, er í raun og veru nokkuð því til hindr-
unar að við förum strax til Hollywood. Ætli við
getum ekki fengið strax húsið þarna á strönd-
inni? Eigandinn er kominn til Evrópu svo að
húsið hlýtur að standa autt núna.“
„Auðvitað — éf þú vilt fara strax,“ sagði
Boycie. „Ég sendi þá skeyti í dag.“
„Ágætt," svaraði Cherry. „Við förum þá að
kveðja ömmu. Higgins getur séð um farseðlana.
Hann verður að vera eftir og ganga frá íbúðinni
og svo er það billinn — nei ’— við förum ekki
með lestinni, heldur ökum í bilnum alla leið —.“
„En þú sem hatar langar bílferðir,” sagði
Boycie.
„Nei, ég elska þær,“ sagði Cherry þóttafull og
gleymdi á þessari stundu að henni hætti til að
verða bílveik.
Boycie beið þar til Cherry var farin inn í
baðherbergið, en þá tók hún blaðið upp. Það
var ekkert að græða á fyrirsögnunum. Hún leit