Vikan - 01.04.1948, Blaðsíða 13
13
VIKAN, nr. 14, 1948
Ib og krossgátan
BARN
Ib gægðist í áttina til kennara sins,
það var nýkomni kennarinn, hr. Ol-
sen, að tala um Suður-Ameriku. Það
var, sem skiljanlegt er, landafræði-
tími. Kennarinn var auðsjáanlega
hugfanginn af verkefni sínu.
Ib virtist gott tækifæri til þess að
svíkjast um. Hann grúfði sig niður,
aftan við dreng þann, sem sat fyrir
framan hann.
Hann tók krossgátu og blýant upp
úr skólatösku sinni og lagði verkefn-
ið ofaná kortabókina. Ib vantaði eitt
orð til þess að ljúka verðlaunakross-
gátu þessari. Og daginn eftir þurfti
að skila verkefninu. Ib var svo
spenntur fyrir því að fá verðlaunin.
Hann hafði von um að koma með
rétta ráðningu. En nú var stuttur tími
til stefnu. Orðið, sem hann vantaði,
var heiti á fljóti. Og í þessari kennslu-
stund ætlaði hann að leysa þessa
þraut.
Annars hafði Ib frétt að hr. Olsen
væri ekki lamb að eiga við. Jú, auð-
séð var að kennarinn var hugfanginn
af efninu. Og öllu var því óhætt.
Nýi kennarinn yrði einskis vísari.
Ágsett. Ib grúfði sig vel niður og leit-
aði að lausninni. Hann skrifaði og
skrifaði, en þurrkaði lausnina jafn-
óðum út. Elfur, ár, lækir. Það var
margt af þvi tagi. Ib heyrði ekkert af
því sem kennarinn sagði, aðeins óm-
inn. •
Honum leiddist þessi hávaði.
En nýkomni kennarinn hafði aug-
un hjá sér eins og sagt er. Hann
þagnaði og gekk til Ib. Koma kenn-
5 AGA
arans olli taugaáfalli hjá drengnum,
svo illt varð honum við.
Drengurinn vissi ekki fyrr en kenn-
arinn stóð hjá púlti hans. Hr. Olsen
mælti: ,,Þú hefir vitanlega eitthvað
45
spennandi fyrir stafni. Hvað ertu að
gera?“ „Ekkert," mælti Ib og tók
andköf. „Jæja! Ég tek nú þetta samt
þó að það sé ekkert. Einmitt það. Er
það krossgáta. Sjáum til. Hvað heitir
þú?“
„Ib Petersen," svaraði drengurinn.
„Ib Petersen," sagði Olsen bros-
andi. Þú hlýtur að vita það, að það
er ekki tími til þess í kennslustund-
unum að ráða krossgátur. Að minnsta
kosti ekki í mínum tírnurn."
„Ég hefi heldur ekki lokið við gát-
una,“ svaraði Ib.
Veiztu
þetta
✓
Efsta mynd til vjnstri: Eftirlætisréttur Indíána í Kanada er „griptrýnið"
á elgsdýrinu. Að neðan til vinstri: Eini fuglinn, sem gengur alveg upp-
réttur, er mörgæsin. 1 miðju: Sjötíu og fimm af hundraði i Bandaríkjun-
um eru heymarlav.sir eða heymardaufir. Lengst til hægri: Thomas Parr
var fæddur 1483 í Englandi, og riktu 10 konungar og drottningar í heimalandi
hans meðan hann lifði.
\
Kennarinn leit á verkefnið. Svo þig
vantar eimmgis eitt orð,“ sagði hann
og hló. „Ef þú hefðir hlustað á
kennslustundina hefðir þú fengið orð-
ið þér að áreynslulausu. Ég var að
tala um Orinoco. Það er mesta elfa í
Venezuelu. Já, þetta eitt vantar til
þess að gátan sé leyst.“
Ib lá við gráti. Orinoco. Jú, þetta
var laukrétt. En kennarinn hafði ráð-
ið gátuna. Þvílík óheppni. Honum
hefði verið nær að hlusta á það sem
kennarinn sagði. Þetta var leiðinlegt,
skammarlegt. Gremja Ibs beindist
öll að nýkonina kennaranum. Hann
var harðstjóri. Að taka verkefnið!
Þvílík frekja!
• Ib hataði Olsen á þessari stundu.
Hann ákvað að sýna honum þver-
móðsku og ókurteisi framvegis. Hann
þyrsti í hefnd. En það ólán.
Daginn eftir gerði Ib tilraunir til
þess að ergja hr. Olsen. En hann
var vinsæll meðal nemenda, svo þessi
starfsemi varð aðeins til þess að ergja
upphafsmanninn. Skólabræður Ibs
fengust ekki til þess að gera hr.
Olsen illt.
Það liðu nokkrir dagar. Þá kom
böggull til Ibs með póstinum. Það
var bundin bók, mjög mikils virði.
Bókin var verðlaun fyrir lausn gát-
unnar. Ib skildi í fyrstu hvorki upp
né niður. En að lokum sá hann að
hr. Olsen hafði sent ráðninguna und-
ir nafni Ibs. Verkefnið sem hann tók
hemámi.
Ib stokkroðnaði af blygðun. Þannig
var Olsen. Sem sagt, ágætis maður.
Hann var ekki harðstjóri, og afar
sanngjam. Ib varð stórhrifinn af
þessum kennara. I næsta kennsluhléi
fór Ib til hr. Olsens, er hann var á
gangi í skólagarðinum. Hann mælti:
„Kærar þakkir, og fyrirgefið mér.“
Hann sýndi kennaranum verðlauna-
bókina.
„Sjálf þakkað,“ svaraði kennarinn.
„Eigum við svo ekki að vera góð-
ir vinir framvegis.“
„Jú,“ sagði Ib glaður í bragði.
„Þér vomð afar vænn. Ég hefi ekki
unnið til þess,“ sagði Ib. „Jú, vissu-
lega,“ svaraði kennarinn. „Þú hafðir
mikið fyrir því að ráða þessa gátu.“
„Já, og ég gleymi aldrei Orinoco."
sagði Ib. Honum leið nú betur en
nokkm sinni fyrr. Frá þessari stundu
skyldi hann fara út í eld og vatn fyr-
ir hr. Olsen, ef þörf krefði.
Bibliumyndir.
1. mynd: Jóahas var tuttugu og
þriggja ára að aldri, þá er hann varð
konungur, og þrjá mánuði ríkti hann
í Jerúsalem .... En Farao Nekó lét
fjötra hann í Ribla i Hamat-héraði,
til þess að hann skyldi eigi framar
ríkja í Jerúsalem .... Og Farao Nekó
gjörði Eljakím Jósíason að konungi í
stað Jósía föður hans og breytti nafni
hans í Jójakim. En Jóahas tók hann
með sér, og fór hann til Egyptalands
og dó þar.
2. mynd: En Jójakím greiddi Faraó
silfrið og gullið; þó varð hann að
leggja skatt á landið, til þess að geta
goldið fé það, er Faró krafðist. Á
hans dögum fór Nebúkadnesar kon-
ungur í Babel herför þangað og varð
Jójakim honum lýðskyldur í þrjú ár
.... Og Jójakím lagðist til hvíldar
hjá feðmm sínum, og Jójakín sonur
hans tók ríki eftir hann.
3. mynd: Á fjórða ríkisári Jójakíms
Jósíasonar, Júdakonungs, kom þetta
orð til Jeremía frá Drottni: Tak þér
bókrollu og rita á hana öll þau orð,
sem ég hefi til þín talað við þig, frá
dögum Jósía, og allt fram á þennan
dag, vera má að Júda hús hlýði á
alla þá ógæfu, sem ég hygg að leiða
yfir þá, svo að þeir snúi sér, hver og
einn frá sinum vonda vegi, og þá mun
ég fyrirgefa þeim misgjörð þeirra og
synd .... Og Jeremía skipaði Barúk
og mælti: Mér er tálmað, ég get ekki
farið í musteri Drottins; far þú því óg
lestu upphátt úr bókrollunni það, er
þú ritaðir af munni mér ....
4. mynd: .... En í hvert sinn, er
Júdi hafði lesið þrjú eða fjögur blöð,
skar konungur þau sundur með
pennahníf og kastaði þeim á eldinn í
glóðarkerinu, unz öll bókrollan var
brunnin á eidinum i glóðarkerlnu.