Vikan - 13.05.1948, Page 3
VTKAN, nr. 20, 1948
Upphaf viðleitninnar að
1 fornöld bjuggu kynslóðirnar út af fyr-
ir sig og einangraðar án mikilla gagn-
kvæmra samskipta, og segja mátti, að
hver þeirra lifði sínu einkalífi. En þetta
breyttist brátt. Sérstaklega voru það verzl-
unarleiðangrar Fönikíumanna, og síðar
herferðir Alexanders mikla og upphaf róm-
verska heimsveldisins, sem færðu þjóðirn-
ar hverjar nær annarri og lögðu grundvöll
að stórauknum samgöngum þeirra á milli.
Hliðstæð þessum tímamótum í fornald-
arsögunni voru uppgötvanir og uppfynd-
ingar miðaldanna, sem höfðu í för með sér
útþenslu verzlunarinnar til hinna f jarlæg-
ustu landa og hinar furðu víðtæku sam-
göngur þeirra á milli.
Þróun þessara samskipta þjóðanna, sem
svo mjög höfðu aukizt að fornöld lokinni
og fram yfir miðaldir, dró skýrt fram í
dagsljósið þörfina á alheimstungumáli. Við
þessar aðstæður voru þau mál orðin ónóg,
sem á sínum tíma höfðu verið notuð sem
milliþjóðamál, hvert á sínum stað, en þau
voru mál Babýloníumanna, forngríska
og latína. Fundur Nýja heimsins og hinar
stórfenglegu horfur á aukningu og auð-
veldun samskipta við Indland og önnur
lönd; upphaf valda og áhrifa hinnar nýju
þjóðfélagsstéttar, borgaranna, sem stefndu
að afnámi hinnar þjóðernissinnuðu ein-
angrunarstefnu lénsvalds miðaldanna;
lokasönnun þess, að alþjóðamál miðald-
anna, latínan, væri ekki lengur hlutverki
sínu vaxið sem slíkt, þar eð því var um
megn að laga sig að þörfum hinnar hröðu
þróunar í tækni og vísindum — öll þessi
atriði stefndu að því að færa mönnum heim
sanninn um æskileik nýs máls; máls, sem
gerði þjóðunum auðveldara að skilja hverj-
ar aðra.
I hafnarborgum við Miðjarðarhafið
höfðu menn af ýmsum þjóðernum bjarg-
azt við hrognamál, sem nefnt var „frank-
neska“, en það reyndist ekki hæf lausn á
vandamálinu. Ekki báru heldur árangur
tilraunir, sem gerðar voru 1 þá átt, að
„veita nýju blóði“ í latínuna, alþjóðamál
miðaldanna; endúrlífga hana og aðhæfa
hinum nýju þörfum.
Frá þeim tímum og allt fram til þessa
dags hefir hin hugsandi vitsmunavera,
maðurinn, beizlað gufuaflið og tekið það
í sína þjónustu; gert rafmagnsneistann að
sendiboða sínum umhverfis jörðina; lagt
símalínur og járnbrautir sem þéttriðið net
um allar jarðir, og á þeim tíma hefir verzl-
unin náð hámarki þróunar sinnar, er orð-
in almenn og um leið alþjóðaverzlun. Það
er rétt eins og til að kóróna þennan upp-
gang viðskiptalífsins, að 15. september
1874 háðu fulltrúar frá öllum löndum
fyrsta alþjóðlega póstmálaþingið í Bern
og komu á alheimsskipulagi póstmálanna,
sem bar öll merki alþjóðasamstarfs og
gagnkvæmrar aðstoðar.
3
sköpun alþjéðamáls
lenti þá Grikkland, sem áður hafði lifað
sitt blómaskeið, í höndum Tyrkja. Grísk-
ir vísindamenn flýðu hópum saman aust-
ur á bóginn, undan grimmd Múhameðs-
trúarmanna. Húmanisminn breiddist út;
innan kaþólsku kirkjunnar átti klofningin
mikla sér stað; þýðingarmiklar uppgötv-
anir og uppfyndingar voru gerðar. Allir
þessir atburðir höfðu djúptæk áhrif á líf
manna og juku samskipti þeirra að mikl-
um mun.
Einn hinna mestu húmanista sinna tíma,
Spánverjinn Vives, skrifaði árið 1532 hin-
ar kvíðaþrungnu setningar, sem hér fara
á eftir, í bók sína „De Disciplinis“: „Ham-
ingja væri það, ef til 'væri eitt einasta mál,
sem allar þjóðir gætu notað .... Latín-
an mun hverfa, og mun það hafa alvar-
lega truflun í för með sér í öllum grein-
um vísindanna. Auk þess er mikil hætta
í því fólgin, að viðkynning hinna ýmsu
þjóðflokka mannkynsins fer minnkandi.“
Hugsuðum þessara tíma var það svo aug-
ljóst, hvers langt var frá því, að latínan
fullnægði þörfum samtíðarinnar, að hinn
lærði læknir og stjömuspámaður Nostra-
damur sagði svo fyrir árið 1555 í spádóma-
bók sinni, „Centuries“, að fram mundi
koma nýtt menningarmál til skilningsauka
„með rómönskum og austrænum þjóðum“.
Jarðvegurinn hafði verið vel undirbúinn
og reynt að opna augu manna fyrir óhæfni
hins gamla fyrirkomulags og búa þá und-
ir komu nýrra tillagna á þessu sviði, enda
reyndu nú margir að finna viðhlítanlega
lausn á vandamálinu um alheimstr.ngu. Allt
frá dögum heimspekinganna Descartes
(1629), Leibnitz (1666) og uppeldisfra.c-
ingsins Komensky (1641), fram yfir 17.,
18. og 19. öld og allt til vorra daga, hafc.
sífellt verið að koma fram tillögur urn
grundvallarbyggingu og grundvallarfyrir-
komulag nýrra alþjóðamála.
Leibnitz, upphafsmaður þýzku náttúru-
heimspekinnar, gerði fyrstu tilraunina til
að leysa þetta vandamál. Hann beindi at-
hugunum sínum fyrst að hugmyndinni um
alþjóðamál og hóf síðan að gera hana
að veruleika. Árið 1666 gaf hann út rit
á latínu um þessa hugmynd sína og nefndi
það „Disertatio de arte combinatoria“.
Enda þótt þetta andans mikilmenni fórn-
aði þessari hugmynd allri starfsorku sinni
til æfiloka, án nokkurs sérstaks árangurs,
er hann samt með fullum rétti nefndur
„faðir hugmyndarinnar um alþjóðamál“.
Að þessari fyrstu tilraun lokmni, voru
gerðar til viðbótar í ýmsum löndum Ev-
rópu meira en 50 áþekkar tilraunir. Löngu
fyrir þann tíma, er vísindamönnum skild-
ist til fullnustu eðli tungumálanna, höfðu
ýmsir vísindamenn og hugsuðir byrjað að
leggja drög að alþjóðlegu myndletri og
bendingamálum, sem þeir grundvölluðu á
Framhald á bls. 7.
Eftir
Dr. A. Mildwurf
-v%
Dr. A. Mildwurf er pólskur blaðamaður, sem
dvelst hér um þessar mundir á vegum Esperant-
istafélagsins Auroro. Hann dvaldist í Austurríki
á árunum 1921—1939, og þar stundaði hann há-
skólanám sitt; doktorsritgerð sína um þjóðhag-
fræði varði hann við háskólann í Wien 1927. Á
stríðsárunum dvaldist dr. Mildwurf í London;
hann kennir nú Esperantó í Reykjavík og Hafn-
arfirði og hefir samtals um 70 nemendur. 1 vor
ráðgerir hann að halda Esperanto-námskeið í
Vestmannaeyjum á vegum hins nýstofnaða esper-
antistafélags þar.
Þannig var eins og rutt burtu takmörk-
unum rúms og tíma á jarðhnetti okkar
og síðan er hægt að ná sambandi við hvaða
héruð sem er á tiltölulega skömmum tíma,
hversu fjarlæg okkur sem þau eru, og
hvaða mann sem við óskum. En þrátt fyr-
ir það verður alls staðar trafali á vegi okk-
ar, sem næstum því stendur hinum stór-
fenglegu heimsviðskiptum fyrir þrifum,
jafnt andlegum sem efnislegum, en það er
hinn takmarkalausi tungumálaf jöldi.
Margir merkismenn af ýmsum þjóðern-
um þjóðernum hafa síðan fyrir að minnsta
kosti 200 árum reynt að ryðja þessum gíf-
urlega trafala úr vegi, eða þoka honum
til hliðar. Gömlu menningarþjóðimar,
Grikkir og Rómverjar, hirtu aðeins um sín
eigin tungumál og töluðu með hroka og
fyrirlitningu um tungu „barbaranna“, sem
þeim fannst grófgerð og formlaus. Sókn
og útþenslu rómverska ríkisins fylgdi
einnig sókn og útbreiðsla latínunnar í svo
ríkum mæli, að á miðöldunum öllum má
hún teljast alþjóðamál. Þannig gat Ital-
inn Johannes Capistran (d. 1456) úr
bræðrareglu heilags Franziskusar í Vín,
gert sig skiljanlegan fyrir 100.000 áheyr-
endum, er hann flutti ræðu á latínu gegn
villukenningum Húss.
Konstantínópel féll á sínum tíma, og