Vikan


Vikan - 29.07.1948, Qupperneq 3

Vikan - 29.07.1948, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 31, 1948 3 Auður er engin gæfa Frönsk smásaga Þegar Pivelinbræðurnir fengu aldur til að vinna sjálfir fyrir sér, fór annar þeirra til Ameríku, en hinn fékk stöðu í verzl- un nokkurri. Það var allra heiðarlegasta fyrirtæki, en ekki velti það neinum milljón- um. Hinsvegar greiddi það skuldir sínar skilvíslega og sá um það, að starfsfólk- ið fengi laun sín á réttum tíma. Og Ro- dolphe Pivelin, sem var laus við ævin- týralega flækingsnáttúru, mat reglusem- ina öllu ofar. Á meðan Denis, yngri bróðirinn, flækt- ist um ókunn lönd eins og hugur hans framast girntist, vann Rodolphe sér álit meðal hinna vandaðri brogara, sem eru hinn eini og sanni kjarni hverrar þjóðar. Er hann fékk laun sín hækkuð í fyrsta sinn, kvæntist hann Marguerite Javel, sem að vísu var ekkert gáfnaljós, en var hins vegar búin þeim kostum, sem húsmóðurina mega mest prýða. Hann þurfti ekki að kaupa skartgripi til þess að gleðja Mar- guerite. Hún varð himinlifandi, þegar hann keypti handa henni góðan kartöfluflysj- ara, þvottavél, rafmagnsteketil eða aðra álíka nytsama hluti.---------Næst, þegar laun Rodolphes voru hækkuð, fannst hon- um, að nú hefði hann efni á því, að fjöl- skyldan stækkaði, og blessuð frúin, sem æfinlega var á sama máli og eiginmað- ur hennar, fæddi brátt sveinbarn í heiminn — lítinn, snotran dreng, sem var vatni ausinn og hlaut nafnið Denis, til heiðurs stóra Denis, sem þau höfðu oft haldið spurnum fyrir án árangurs. Annars líkt- ist Denis litli æ meir foreldrum sínum en frænda sínum og nafna. Hann var þrifa- legur piltur, og snemma kom fram hjá hon- um hneigð til rólegra starfa, og ákvað fað- irinn því að gera hann að skrifstofumanni. Síðar eignuðust þau hjónin dóttur, Ma- deleine, sem virtist, er hún óx upp, hneigj- ast til reglusemi og heimilisstarfa, svo sem þau foreldrarnir hefðu framast getað ósk- að. Allt benti til þess, að hún mundi verða ágætis eiginkona vandaðs manns. Er Rodolphe hafði nokkrum sinnum enn verið hækkaður í launastiganum, taldi hann sig hafa efni á að eignast landsskika fyr- ir utan bæinn, og byggja þar dálítið hús fyrir sig og sína. Og með því að vinna kapp- samlega á sunnudögum, gátu þau komið sér upp matjurtagarði. Grænmetið varð þeim dálítil tekjuaukning. Það var gleði húsbóndanum, er hann sat heima við lampaljósið á kvöldin, að horfa á þær Ma- deleine og Marguerite, þar sem þær voru að skræla kartöflurnar úr garðinum, sem þær svo köstuðu í pottinn, er stóð á eld- inum. En Denis litli sat og las undir tíma í verzlunarskólanum. Enginn hefði getað ímyndað sér, að nokki'u sinni yrði hægt að raska ró Pi- velin-fjölskyldunnar. En þó varð það svo. E'.nn góðan veðurdag kom bréf, sem stimpl- að hafði verið í Indianapolis. I tíu ár höfðu þau ekkert frétt frá Ameríku, svo að þau voru smám saman hætt að hugsa um út- flytjandann. Rodolphe hafði hjartslátt, er hann las bréfið fyrir fólk sitt: „Kæri Rodolphe. Ég hefi ákveðið að koma heim til Frakklands og dvelja þar í nokkra mánuði. Það mundi gleðja mig mjög að sjá þig. Getur þú tekið á móti mér sem gesti þínum? Svaraðu um hæl. Heimilisfang mitt fylgir þessu bréfi. Þar sem ég er vel efnum búinn, ætti þér ekki að stafa þyngsli af mér. — Heilsaðu öllum frá mér.“ Auðvitað svaraði Rodolphe strax: „Komdu“. Öll fjölskyldan hlakkaði til eins og barn að mega hýsa frændann frá Ame- ríku. „Þú sérð, að hann skrifar, að hann sé vel stæður,“ sagði Marguerite ánægjulega. „Það gleður mig,“ sagði Rodolphe. „Ef honum lízt vel á börnin, og ef hann er enn- þá ókvæntur, getur þetta orðið hagur fyr- ir þau. Lítil peningaupphæð getur ætíð komið í góðar þarfir. Hvað sjálfan mig snertir, þarf ég einskis við.“ Tíu dögum síðar sté Denis Pivelin, sem nú var orðinn einn af tíu ríkustu mönn- um í Ameríku, á land í Le Havre. Hann lét aka megninu af farangri sínum á bezta v\tniiniiiiiiiiiii■•1111111111111111111111 in■ iiiitiiiatiiiiiiiiiaiiiiiitiiiiiiiiaiiiiiKiiiidii | Kvikmyndaleikkonan Susan Shaw ( \ í kvikmynd Gainsborough „Tvöfaldur elt- 1 = ingarleikur“. Hún er í fölgulum frakka, \ \ með brúnan hálsklút og brúnan hatt með | = gulum fjöðrum. Hanzkarnir og taskan eru | = einnig brún. Aðrir leikarar í þessari mynd I I eru: Jacob Warner, Jane Hylton, George | | Cole, Bill Owen, David Tomlinson, Yvonne = : Owen, Raymond Lovell, Brenda Bruce og i 1 Beatrice Varley. (Myndin er frá J. Arthur í | Rank kvikmyndafélaginu í London). gististað borgarinnar, en ók svo heim í litla húsið hans Rodolphes. Bróðir hans faðmaði hann að sér, þeg- ar hann kom. Honum var fylgt inn í borð- stofuna, sem honum fannst mjög hvers- dagsleg. Síðan voru honum sýnd börnin. Er Marguerite hafði tekið á móti mági sínum, flýtti hún sér fram í eldhús. Hún var ekki mjög málgefin, og svo hafði hún nóg að gera við að matselda. Madeleine dró sig hæversklega í hlé og fór að hjálpa móður sinni að leggja á borð. Denis litli kom með kálhöfuð úr garðin- um og sótti vínið ofan í kjallara. Rodolphe, sem sat og ræddi við bróður sinn, rauf við og við samtalið til þess að brosa til konu sinnar og barna. Þetta er áhrifamikil sjón, hugsaði Stóri- Denis; þetta er hrein fyrirmynd. En þetta hlýtur að vera sunnudagssvipur heimilis- ins. Á virkum dögum er það sjálfsagt allt öðruvísi. Til þess nú að gera sér það fylli- lega ljóst, leit hann inn í gestaherbergið, þar sem honum þótti tilfinnanlega skorta nauðsynleg þægindi. En það, sem hann átti erfiðast með að venjast, var kyrrðin, sem yfir öllu hvíldi. Þetta var kyrrðin, sem skapast af gagnkvæmri ást og góðum skiln- ingi. Fólkinu kom vel saman. Stóri-Denis spurði bróður sinn um efnahag hans, og upphæðirnar, sem Rodolphe nefndi, hefðu ekki hrokkið fyrir vindlunum, sem Stóri- Denis reykti. Þegar hann fór, gaf hann öllu heimilis- fólkinu gjafir. Marguerite gaf hann dýr- indis saumavél, Rodolphe peningaupphæð, sem var nægjanleg til þess að koma bað- herberginu í lag og búa það þægindum. Litli Denis fékk amerískt skrifborð og Ma- deleine forláta saumaborð. Honum vökn- aði um augu, er hann skildi við þau. En hann þurfti nauðsynlega að fara heim aft- ur, þó ekki væri nema til þess að gjör- breyta erfðaskrá sinni. Strax og hann kom heim, kallaði hann lögfræðing sinn fyrir sig: „Kæri vinur, þér vitið, hve óhamingju- samt fjölskyldulíf mitt hefir verið, og hve litla gleði auðæfi mín hafa veitt mér. Ég greiði hinni óþolandi léttúðugu konu minni háar upphæðir, og þrjóturinn hann sonur minn kostar mig stórfé. Hann eyðir því öllu í heimskupör og óþarfa. Dóttir mín var nógu heimsk til að giftast letiblóði og auðnuleysingja. Hvaða gagn hefur eig- inlega af því stafað, að ég hefi unnið fyr- ir og grætt mikinn auð. En nú hefi ég verið hjá ættingja mínum í Frakklandi, sem er samnefnari allra borgaralegra dyggða: sparsemi, aðgæzlu, ást og ein- drægni. Án þess að þekkja þau, hafði ég ánafnað þeim $ 500.000.“ „Og nú ætlið þér auðvitað að tvöfalda þessa upphæð?“ spurði lögfræðingurinn. „Þau eru það hamingjusamasta fólk, sem ég þekki, og það eru þau vegna þess, að þau eiga enga peninga," svaraði ríki maðurinn alvarlega. Og með ástúðlegum pennadrætti strikaði hann nöfn þeirra út úr erfðaskránni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.