Vikan


Vikan - 29.07.1948, Síða 9

Vikan - 29.07.1948, Síða 9
VIKAN, nr. 31, 1948 9 A meðal strlðsflóttamannanxia, sem komu til Bandaríkjanna nýlega með skipinu „Marine Plasher" var þessi tveggja og hálfs árs drengur, George Sulzynski að nafni. Hann er frá TJkraínu og verður hjá ættingjum sínum í New York. FRÉTTA M YNIR Þetta er nýjasta gerð orustuflugvéla, sem Bandaríkin eiga, og er kölluð „Thunderjet" (Þrumu- gusa). Hún er knúin þrýstilofti og er nú sögð fullbúin til orustu eftir að hún hefir verið reynd. Hún er búin sex vélbyssum og skaut 70 þúsund skotum við tilraunaflugið, og var þrem fjórðu af þeim skotið á meðan flugvélin var á meira en 800 km. hraða. George C. Marshall, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að halda ræðu um Marshall hjálpina á sameiginleg- um fundi beggja þingdeilda. Þessar konur eru að veifa í kveðju- skyni áður en þær leggja upp í ferð umhverfis hnöttinn á 96 feta löngum, tvísigldum kútter. Áætlað er að ferð- in taki 18 mánuði, og er lagt af stað frá bænum Gloucester á austurströnd Bandaríkjanna. Sú, sem er næst yzt til vinstri, er kona skipstjórans. Kon- umar segjast ætla að vera áhöfninni til aðstoðar í þessari ævintýraferð. Þetta er ensk stúlka, Eileen Green, sem skrifast hafði á við mann í Bandaríkjunum, og eftir að hún hafði séð mynd af honum, urðu þau ásátt um að ganga í heilagt hjóna- band. Ungfrú Green fór til Ameríku, en fékk ekki landgönguleyfi, og er nú komin aftur til London. Ekki seg- ist hún þó ætla að gefast upp við svo búið. Myndin var tekin af henni, þegar hún steig á land í London. Nýleg mynd af Paul G. Hoffman, sem Tru- man forseti gerði að framkvæmdastjóra Endurreisnaráætlunar Evrópu (Marshall- hjálparinnar). Hoffman er 57 ára gamall og hefur verið forstjóri Studebaker bif- reiðafélagsins síðan 1935. Meoal áheyrenda að ræðu George C. Marshall utanríkisráðherra á sameiginlegum fundi beggja þingdeilda Bandaríkjaþings, sem fjall- aði um Marshall hjálpina, voru, talið frá vinstri: kona utanríkis- ráðherrans, kona varautanríkisráðherrans, Robert Lovett, William C. Bullitt, fyrrverandi sendiherra í Frakklandi, og kona fyrrverandi þingforseta Nicholas Longworth.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.