Vikan


Vikan - 23.09.1948, Blaðsíða 1

Vikan - 23.09.1948, Blaðsíða 1
Verzlunarskólastúdentar 1948 ' Tíu stúdentar voru útskrifaðir úr Verslunarskóla Islands 17. júní. Við skólaslitin þá voru allmargir gestir, og fór braut- skráningin hátíðlega fram. Skólastjórinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, flutti ræðu og ámaði stúdentunum heilla og talaði til þeirra um lærdóm og hugsjónir og það, að ekki mættu heilbrigðar og háar hugsjónir og víð útsýn um verðmæti menningar og mann- gildis kafna í lærdómi sérgreinanna, þótt nytsamlegur væri. 1 lok skólaslitanna vom stúdentarnir, kennarar og fleiri gestir á heimili skólastjóra og þar í garðinum var þá tekin myndin, sem hér er af nýju stúdentunum. Þeir em þessir, taldir frá vinstri: Elías I. Elíasson, Jakob Magnússon, Björgvin Torfason, Þórir Guðnason, Högni Böðvarsson, Hallvarður Val- geirsson, Egill Skúli Ingibergsson, Kristján Flygenring, Richard Richardsson og Kristinn Ö. Guðmundsson. Hæstu einkunnir á prófinu hlutu: Högni Böðvarsson, 1. ágætiseinkunn, 7.67, Egill Skúli Ingibergsson, 1. eink., 7,28 og Elías Elíasson, 1. eink., 7,04 og hlutu þeir allir verðlaun og sömuleiðis umsjónarmaðurinn, Kristján Flygenring. 27 nemendur vom í vetur í lærdóms- deild Verslunarskólans, en um 350 nemendur alls í aðalskólanum, en 450 með sérnámskeiði, og útskrifuðust einnig í vor 55 nemendur úr fjórða bekk. (Guðm. Hanneson tók myndina).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.