Vikan - 23.09.1948, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 39, 1948'
STIGAMAÐURINN
T Tppi á hæðinni, þar sem ljós þjóðveg-
^ urinn la fyrir neðan, stóð einmana
riddari með grímu og bar eins og skugga
við himin. Hann sat hreyfingarlaus á
hestinum, eins og hann væri höggvinn í
stein og allt í kringum hann var kyrrð,
það eina sem heyrðist var þytur trjánna.
Innan úr skóginum barst ugluhljóð.
Hesturinn varð órólegur og kippti í beizlið.
Það var sem riddarinn vaknaði af draumi
við þetta, og hann klappaði hestinum blíð-
lega.
„Hvað er þetta Robin, þú ert varla
hræddur við ugluhljóð? Vertu þolinmóður
gamli minn, nú þurfum við að framkvæma
ákveðinn verknað í kvöld. Vagn ungfrú
Eleonoru kemur brátt hérna framhjá, hún
er að fara til Tor Deane og ég þarf að
krefjast skatts, kæri Robin minn.“
Hesturinn varð rólegur yfir ástúðleik
húsbónda síns. Riddarinn hló með sjálfum
sér við hugsunina um það, sem hann ætlaði
að framkvæma og fór að raula.
Skyndilega leit hann upp og blístraði.
Hann heyrði hljóð af vagnhjólum innan
úr skóginum. I fyrstu voru þau dauf, en
urðu síðan sterkari og sterkari. Þetta
hlaut að vera vagn ungfrú Eleonoru, sem
nálgaðist hægt hæðina.
Riddarinn rétti úr sér á hestinum.
„Robin,“ sagði hann ánægður með
sjálfan sig. „Tíminn er kominn og ungfrú
Eleonora er að koma. Við megum ekki
vanrækja að vera kurteisir við hana, Robin
minn, þessvegna skulum við ríða niður á
veginn.“
Að svo mæltu sló hann léttilega í
klárinn og hesturinn lötraði hægt niður
hæðina, en brokkaði síðan út á veginn.
„Upp með hendumar!"
Með einu taki stöðvaði ökumaðurinn
hestana, lét tauminn detta niður og teygði
handleggina upp í loftið á meðan hann
horfði óttasleginn á byssukjaftinn, sem
glampaði á í tunglsljósinu.
„Ef þér hreyfið yður eða hróþið, þá
eruð þér dauður.“
Ökumaðurinn, sem var lamaður af
hræðslu fór að tauta óskiljanleg orð.
„Hlífið mér, herra minn, yðar náð, ég er
gamall maður og á 7 böm og þar að auki
konu, því miður. Takið skrautgripi hús-
móður minnar, ef þér viljið, en hlífið lífi
mínu.“
„Þegiðu, vesæli ökumaður. Þér skuluð
vita það, að ég skal segja ungfrú Eleonoru
hverskonar þorpara hún hefur í þjónustu
sinni,“ sagði riddarinn dimmri röddu.
Hann fór af baki og gekk að vagninum
og leit í gegnum gluggann á hurðinni.
Það, sem sást þar inni í daufu tungls-
ljósinu, hefði hlotið að geta brætt hvert
hjarta, hversu kalt og hart sem það væri.
Grímuklæddi riddarinn hneigði sig
djúpt.
„Ég verð að biðja yður að afsaka,
OG KOSSINN
SMÁSAGA
fallega ungfrú, ef ég veld yður óþægind-
um,“ sagði hann.
„Ekki önnur óþægindi en þau, herra,“
svaraði hún köldum rómi, „að vera neydd
til þess að tala við stigamann.“
Maðurinn, sem hún talaði svona fyrir-
litlega til, fór skyndilega að hlæja.
„Þér eigið sannarlega það nafn skilið,
sem yður hefur verið gefið, þegar þér eruð
kallaðar „ísungfrúin“ eða ungfrúin, sem
aldrei hefur kysst,“ sagði hann.
„Ég verð að biðja yður herra, þó að bæn
mín verði varla heyrð af slíkum sem yður
að tala ekki svona óvirðulega um nafn
mitt og orðstír.“
Stigamaðurinn hló aftur.
„Hjá mér er enginn orðstír heilagur,
ungfrú góð,“ sagði hann með háði, „en
annars hljótið þér, sem eruð svo hreinlífar
og kaldar, ungfrú Eleonora, já nærri því
eins og kona Cæsars, að vera hafin yfir
alla grunsemd.“
„Hvers krefjist þér af mér,“ spurði hún,
og það var hægt að heyra kuldann í rödd
hennar. Ég hef enga peninga á mér, en
skartgripir mínir, þeir auðvitað —“
Hann greip fram í fyrir henni. „Ég
krefst ekki peninga yðar, fagra kona, og
ekki skartgripa yðar — það er að segja
að fráskildum einum.“
„Ég á ekki neínn sérstaklega dýran
skartgrip," sagði hún.
Hann hló aftur.
„Ég verð aftur að biðja yður afsökunar
á því að vera svo frakkur að vera ósam-
mála yður og mótmæla yður. Þér eigið
ómetanlegan skartgrip, ég á við varir
VEIZTU —?
\ 1. Hinir fornu Engilsaxar notuðu sól- |
klukkur með eiktarmörkum. Hvað er =
í ein eikt löng?
: 2. Hvaðan er orðið ,,dreki“ runnið?
[ 3. Hvað heitir höfuðborgin i Siam
= 4. Hvenær var þýðing Odds Gottskálks- :
sonar á biblíunni prentuð og hvar? j
| 5. Hver var Friedrick Bergius og hvenær |
er hann fæddur? =
i 6. Hvort er það kvenmýflugan eða karl- :
mýflugan sem stingur ?
i 7. Hvað eru margar miljónir í miljarð? :
f 8. Hvar fara Derby-veðreiðarnar fram j
og hvenær voru þær fyrst haldnar ?
É 9. Hvenær hófst bygging Kölnardóm- =
kirkju og hvenær var henni lokið?
[ 10. Hvaða frægt tónskáld var kennari [
Beethovens ?
j Sjá svör á bla. 14. I
yðar. Viljið þér gera mér þann heiður að
koma út úr vagninum.“
Hún svaraði ekki.
„Ég vil helzt ekki beita valdi og þess-
vegna bið ég yður að vera svo skynsama
að gegna mér,“ sagði hann skipandi.
Enn svaraði hún ekki, en tvö augu, sem
skinu eins og stjörnur 1 rökkrinu, störðu
á hann, eins og þau ætluðu í gegnum
hann.
Þá opnaði hann vagndymar og steig
öðrum fætinum inn. „Nú eru dyrnar
opnar, imgfrú góð,“ sagði hann, en þegar
honum var ekki svarað, hélt hann áfram:
„Ef ungfrú Eleonora vill það heldur, þá
get ég borið hana út.“
Hún hugsaði sig um augnablik en stóð
síðan upp.
„Varið yður þama, þorpari,“ sagði hún.
Hann steig niður úr vagninum og gekk
nokkur skref af tur á meðan hann hélt vagn-
dyrunum opnum. Ungfrú Eleonora fór út
og stóð á þjóðveginum við hliðina á
honum. Tunglið var nú komið svo hátt á
loft, að það skein beint á andlit hennar.
Það var óumræðilega fallegt og stiga-
maðurinn andvarpaði af aðdáun. Ungfrú
Eleonora heyrði það og skildi og hún sagði
hraðmælt:
„Gjörið svo vel, herra minn, takið skart-
gripi mína og lofið mér svo að halda
áfram.“
„Ég hef sagt yður, að það sé aðeins
einn, sem ég óska eftir.“ Mikill háðs-
hreimur var í rödd hans, en jafnframt
eitthvað, sem minnti á aðdáun. Hún
hreyfði sig órólega.
„Látið mig ekki heyra meira af þessu
heimskuþvaðri," hrópaði hun.
„Ef þetta er heimska, þá hlýtur fegurð
yðar og tunglsskinið að vera afsökun á
því,“ sagði hann.
„Nei, það er engin afsökun!“
„Jæja, má ég þá stela kossinum.“
„Þér getið ekki tekið neitt, sem ég neita
yður um.“
„Þér munuð ekki neita mér.“
Við þessi orð sló hún hann 1 andlitið
með hanzkanum.
Hann hló að því.
„Þetta högg gerir kossinn enn sætari,“
sagði hann.
„Þegið þér,“ hrópaði hún, ef þér ætlið
ekki að ræna mig —“
„Jú, það var nú einmitt það, sem ég
ætlaði að gera,“ greip hann fram í fyrir
henni, „það yndislegasta rán, sem nokkur
maður hefur nokkurn tíma framið.“
„Ef það er ekki venjulegt rán, sem þér
ætlið að fremja,“ endurtók hún, „segið
mér þá hvað það er, sem þér viljið og lofið
mér að halda áfram.“
„Þér skuluð fá leyfi til að halda áfram,
jafnskjótt og þér hafið gefið mér þann
koss, sem ég óska eftir,“ sagði hann.
„Og ef ég held áfram að neita?“
„Þá getur ökumaðurinn haldið áfram
með vagn yðar og þér verðið hjá mér
Framhald á bls. 7.