Vikan - 23.09.1948, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 39, 1948
byrja í rúmi Fergusons. Dalziel, þú mátt fara
að búa þig undir að vera Strachan.“
Dalziel kinkaði kolli.
„Og bezt er að líkið sé kyrrt hérna. Sælir,
piltar. Skiljið einn eða tvo sopa handa mér í
flöskunni.“
Dalziel og likið stóðu andartak í dyrunum
og horfðu á eftir Wimsey yfir garðinn. Það var
dimmt, en ekki niðamyrkur, og þeir sáu hann
hverfa inn um dyrnar. Von bráðar birtist flökt-
andi kertaljós í svefnherberginu. Dalziel fór út í
athugunarbílinn og setti hann í gang.
,,Ferguson!“
Rödd Wimseys var lítið eitt hás. Ferguson
stóð upp og gekk fram að stiganum.
„Komdu hérna upp.“
Ferguson gekk treglega upp stigann og þegar
hann kom inn í svefnherbergið, stóð Wimsey á
sokkaleistunum og skyrtunni við rúmið.
,,Ég ætla að leggjast út af og hvíla mig. Ég
ætla að biðja þig að bíða hérna hjá mér, þangað
til eitthvað skeður.“
„Þetta er bjánalegur leikur.“
,,Ég býst við því. En þú losnar bráðum úr
honum.
Wimsey fór upp í rúmið og breiddi ofan á sig.
Ferguson settist á stól við gluggann.
Bráðlega heyrðist bill nálgast. Hann nam staðar
við hliðið, og fótatak heyrðist berast hratt yfir
garðinn.
Það var barið að dyrum.
Wimsey leit á úrið sitt. Tiu mínútur yfir tólf.
Hann fór fram úr og tók sér stöðu fyrir aftan
Ferguson, , fast við hann.
„Líttu út um gluggann."
Ferguson hlýddi. Dökk vera sást fyrir framan
dyr Campbells. Hún hreyfðist, barði að dyrum
og gekk svo aftur á bak og leit upp í gluggana,
gekk upp fyrir húsið og kom aftur að dyrunum.
Því næst færðist hún til hliðar og virtist þreifa
lyrir sér bak við gluggahlerann. Svo heyrðist
skrölt eins og lykli væri stungið í skrá. Hurðin
opháðist og veran hvarf inn.
„Er þetta rétt?“
„Já.“
Þeir litu út aftur. Ljósi brá fyrir í hliðarglugg-
anum í herberginu niðri. Svo hvarf það og kom
aftur í ljós í svefnherberginu. Það hreyfðist til
eins og því væri beint fram og aftur um her-
bergið; svo hvarf það. Eftir stundarkorn kom
það aftur í ljós niðri og var síðan kyrrt.
„Er þetta rétt?“
„Ekki alveg. Það voru eldspýtur en ekki vasa-
ljós.“
„Nú. En hvernig veiztu það. Ég hélt þú hefðir
bara heyrt manninn koma, en ekki séð neitt."
Hann heyrði Ferguson anda snöggt.
„Sagði ég það?“ sagði F'erguson. „Það var
ekki ætlun min að gefa það í skyn. Ég heyrði
hurðina opnast og sá ljósið uppi. En ég sá ekki
manninn, sem kom.“
„Og þú sást hann heldur ekki koma út aftur?"
„Nei.“
„Og þú hafðir ekki hugmynd um, hver það
var ?“
„Nei."
„Og þú sást engann annan þessa nótt?"
„Engan.“
„Og þú sást Campbell fara i bílnum sínum
klukkan hálf átta um morguninn?"
„Já.“
„Einmitt. Nú máttu fara ef þú vilt."
„Já, ég held . . . heyrðu, Wimsey!"
„Já?“
„Nei, það var ekkert. Góða nótt.“
„Góða nótt."
„Hann var nærri búinn að segja mér það,“
sagði Wimsey. „Manngreyið!"
Ferguson fór út úr húsinu og út um hliðið.
Tveir hljóðlausir skuggar læddust út úr limgirð-
ingunni og fóru í humátt á eftir honum.
Wimsey beið við gluggann þangað til hann
sá Dalziel koma út úr húsinu við hliðina, læsa
hurðinni vandlega á eftir sér og setja lykilinn á
sinn stað. Þegar bílhljóðið var dáið út í fjarska,
hljóp hann niður stigann og út í bílskúrinn.
„Lík!“ kallaði hann.
„Já,“ anzaði líkið.
„Mér datt nokkuð í hug — sem morðingja •—
á meðan mannskrattinn var að fljækast hérna.
Þér eruð alltaf að stirðna meira og meira. Ef
ég læt yður vera svona, getur svo farið, að ég
geti ekki komið yður fyrir í bílnum. Komið út
og setjist í þægilegar stellingar."
„Áttuð þér ekki að setja mig fyrr í bílinn?"
„Nei, það væri ekki eðlilegt. En hvar er nú
skömmin hann Dalziel? Ég vona að hann hafi
ekki rokið af stað til Falbae. Nei. Þarna kemur
hann. Dalziel, hjálpaðu mér að koma líkinu fyrir
í sömu stellingar og það var í, þegar það fannst.
Það var með krosslagðar hendur og höfuðið hékk
niður á þær — nei! ekki svona langt, við megum
FELUMYND
Finnið manneskju á myndinni.
ekki láta áverkann á höfðinu hverfa. Svona.
Og fæturnir krepptir upp til hliðar. Rétt. Haldið
þeim svona. Þetta er fallegt."
,,Á ég að vera svona í alla nótt?“ spurði Sir
Maxwell dapur í bragði.
„Nei — en munið hvernig stellingin er. Við
þurfum á henni að halda á morgun. Látum þetta
gott heita. Nú læsum við hurðinni á bílskúrnum
og tökum lykilinn af ótta við að aðrir komi í
heimsókn! Svo förum við heim til Campbells.
Halló, saksóknari! Komið og sjáið dálítið
skemmtilegt. Og Macpherson?
Nú tökum við lykilinn, opnum hurðina, og
lokum henni að ég held á eftir okkur. Við lokum
gluggahlerunum og kveikjum ljós. Guð minn
góður, hvað er þetta? Bréf. Gáðu að F. Jesú
góður! —• Ó, nei, það á auðvitað ekki við mig
— það á við Farren. Eigum við að nota þetta,
eða eigum við að eyðileggja það? Það er betra
að eyðileggja það. Við erum að setja á svið slys
en ekki morð. Við kærum okkur ekki um minnsta
vott ofbeldis. Auk þess verð ég að vera heiðar-
legur gagnvart Farren. Campbell er lifandi
þangað til klukkan hálf átta í fyrramálið, og
hann hefur þvi fundið þetta og lesið það. En
hvenær kom hann heim? Auðvitað eftir klukkan
tólf, þvi að Strachan getur borið, að hann hafi
ekki verið heima fyrr. Já, en hvernig get ég
vitað, hve margt fólk sá hann koma heim klukkan
22.10? Annað hvort verð ég að segja. Það er
betra að segja, að hann hafi komið heim og
farið síðan út aftur á meðan ég svaf. Ef til vill
gangandi svo að ég hafi ekki heyrt í bílnum.
Fjandinn hann Strachan! Til hvers var hann að
fljækast hingað?
Jæja, svo er það rúm Campbells og náttfötin
hans. Ég held við förum ekki í þau. Við látum
okkur nægja að hrista þau til — það er þvotta-
dagur á þriðjudögum og þá er búið að nota þau
eina viku. 1 þvottaskálinni verður að vera óhreint
vatn — við þvoum okkur í framan og um
hendurnar og þurrkum okkur á handklæðinu.
Rúmið. Við verðum að fara upp í það. Það er
andstyggilegt að þurfa að fara upp í rúm, þegar
maður getur ekki og má ekki sofna, en það
verður að gerast. Og maður getur notað heilann
á meðan.
Svo er líka hægt að lesa. Ég tók með mér
bók. Tók hana hjá Ferguson rétt áðan. Skyldi
rúmið nú vera orðið nógu bælt? Nei, ég ætla
að liggja í hálftíma -—• það verður langur hálf-
timi, er ég hræddur um.“
Þegar hálftíminn var liðinn, skreið morðinginn
fram úr rúminu og dró rúmfötin á eftir sér.
„Ég held að þetta sé nógu sannfærandi. Næst
1. Raggi: Þú mátt ekki fara á veiðar nema 3. . . og svo gengur hann öruggur áfram . . .
hafa leyfismerki á þér, Steini.
2. Steini fer framhjá bil og lítur hann hýru 4. . . og er ekki alveg merkislaus!
auga ...