Vikan


Vikan - 23.09.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 23.09.1948, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 39, 1948 5 Framhaldssaga: .................... IM /M n É s ................. ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD var alltaf einhver af fjölskyldunni, sem gaf honum skammtinn. Clare mældi það alltaf með dropateljara, dauðhrædd um að hún kynni að gefa honum of mikið. Það var oftast nær Clare, sem var hjá honum á þeim tima dags, þegar hann átti að taka inn lyfið. „Ástin mín,“ var Gay vanur að segja, hrærður yfir natni hennar við hann og þegar hann sá hræðslu hennar við innihald flöskunnar. En Gay vildi ekki heyra það nefnt á nafn að Clare færi að loka sig inni í sjúkraherberginu hjá honum allan daginn. Sömuleiðis voru þau Harrin- gay og ungfrú Emrys mótfallin því. Hún taldist nú orðið til fjölskyldunnar, en var þó gestur að nokkru leyti og mátti ekki níðast á henni. Harringay fór með hana í ökuferðir eins og áður og langar gönguferðir um landareignina. Og eftir að te var drukkið á daginn fóru þau tvö ein niður i appelsínulundinn. Kvöld eitt, hér um bil viku eftir að þau komu heim, gengu þau tvö þangað. Þau höfðu gengið þögul um stund. Clare var niðurlút og reitti krónublöðin af rós, sem hún hafði slitið upp á leiðinni í gegnum blómagarðinn. „Gerðu þetta ekki,“ sagði Harringay allt i einu. „Blómið hefur ekki gert þér neitt til rniska." „Ó, fyrirgefðu!" Hún kastaði sundurtættu blóminu á jörðina. „Ég vissi ekki hvað ég var að gera.“ „Þú ert úti að ganga með mér,“ sagði hann, ,,en það er auðséð á öllu að því hefur þú gleymt. Ég er ekki ákaflega upp með mér.“ Hún lyfti höfðinu og leit á hann. „Ég gleymi þér ekki,“ mælti hún þunglega. „En þú hefur ekki mælt orð af vörum við mig í tíu mínútur." „Hvað á ég að segja?“ „Það læt ég þig um. Nei annars, þetta er víst ókurteist af mér. Eigum við að tala um ástandið í Evrópu? Svo virðist sem óveður sé þar í að- sigi.“ Hún sló óþolinmóðlega frá sér hendinni. „Hvers vegna getur þú aldrei verið alvar- legur ?“ „Ég sé ekki að nokkuð geti verið alvarlegra en ríkjandi ástand í Evrópu —“ „Ó, þú ert óþolandi. Ég skil þig ekki.“ „Gerir þú það ekki ?“ spurði hann rólega. Augu þeirra mættust og þau störðu á hvort annað. Þá lagði hún allt í einu höndina eins og með áfergju á handlegg hans og stöðvaði hann. „Kysstu mig!“ sagði hún. „Nei, góða mín, það geri ég ekki.“ „Hvers vegna ekki?“ „Af því að ég vil það ekki.“ „Þú hefur þegar kysst mig,“ sagði hún hálf- kæfðri röddu. „Með augum þínum og rödd —“ „Það getur verið. En slikir kossar eru hættu- lausir." „En þú þráir að kyssa mig —“ „Því svara ég ekki.“ „Af því að þú ert hræddur." „Ég er engan veginn hræddur." Henni varð hálf bilt við. Það var satt að hún skildi hann ekki. Og það var hún, sem var hrædd — hrædd við að ganga of langt og að hlaupa á sig. Rödd hennar og útlit breyttist leiftur hratt. „Ég er alveg ótæk,“ sagði hún glaðlega. „Ég þarf alltaf að vera að daðra. „Svo bætti hún við með barnslegri hreinskilni: „Mig langaði til að fá þig til að kyssa mig. Ég er vond.“ „Það þarf nú kannske ekki að neyða mig til þess," sagði hann. „Þú ert girnileg kona, Clare.“ „Það hélt ég áður,“ svaraði hún óánægð, „en þú hefur rænt mig öllu sjálfsáliti." „Vertu ekki of örugg,“ sagði hann. „Piers — geðjast þér vel að mér?“ Hún var óviðjafnanlega fögur, þegar hún sagði þetta. „Mér finnst þú alveg töfrandi." Augu hans brostu og það var glettni í rödd- inni. Svo brosti hann og hún hefði getað drepið hann fyrir það bros. Hún varð gagntekin ofsa- legri reiði, en gat þó leynt því. Hann lék sér að henni. Hann lét hana hætta sér lengra og lengra, en gaf henni þó aldrei færi á sjálfum sér. Var hann ástfanginn af henni. Hún hélt það, en var þó ekki alveg viss. 1 fyrsta sinn átti hún hér við jafningja sinn að etja í þessum sökum og núna í fyrsta sinn var hún ástfangin — næstum brjáluð af ást. Hún vissi ekki hvað ást var fyrr en núna og hún var hrædd við ástríðufullar til- finningar sínar. „Er þetta ást eða hatur, sem ég ber til hans?“ spurði hún sjálfa sig. „Ég gæti drepið hann á þessari stundu —“ „Eigum við að halda áfram “ sagði Harringay. Rödd hans nísti hjarta hennar. Það var glettni í henni og auðheyrt að hann hafði fullkomlega vald á sjálfum sér. „Við skulum snúa við heim að húsinu." Þau sneru við og kom Chang á móti þeim á leiðinni. Harringay laut niður og tók hann upp eins og hann var vanur, og Chang sleikti kinn hans. „Svei!“ sagði Harringay. „Hættu þessu, Chang. Svona nú, vertu nú kyrr.“ Hann hélt kjölturakkanum fast að sér og lagði vangann að silkimjúkum feldi hundsins. Augu Clare kipruðust saman og urðu eins og gul strik. „Það er naumast dálæti, sem þú hefur á þessum hundi, Piers. Mér finnst það næstum hlægilegt." „Það er vafalaust. En mér er alveg sama um álit þitt í þessu efni. Mér þykir vænna um Chang en margan manninn, sem ég þekki.“ Að svo mæltu gekk hann við hlið hennar upp að húsinu og hélt litla hundinum fast að sér. Clare fór upp í herbergi sitt og starði á sjálfa sig í speglinum. „Hvað er að mér?“ spurði hún sjálfa sig. Augu hennar gljáðu undarlega og voru óvenju gulleit. Allt í einu gekk hún að glugganum og laut út um hann, eins og hún væri að kafna af loftleysi. „Þú gerir mig brjálaða. Elskar þú mig eða hatarðu mig? Ég held að þú hatir mig, af þvi að þú sért einnig að verða brjálaður — hatir mig á svipaðan hátt og ég hata þig, Piers." Þau sátu i forgarðinum sama kvöld, þegar Gay var farinn að sofa. Stella sat við hlið ung- frú Emrys, en Clare við hlið Harringays, sem hafði Chang á knjánum. Það logaði á tveimur kertaljósum á borðinu og báru þau daufa birtu á silfurhært höfuð ungfrú Emrys og hendur Harringays, sem struku feld Changs. Stella horfði á þessar stóru hendur, sem voru þó blíð- legar. Augu Clares störðu líka á þessar hendur, og þau skutu neistum. Henni fannst aftur sem hún væri að köfnun komin, og hún hataði Chang, sem var kjassaður af manninum, er lék sér að henni. Skyndilega rauf hún þögnina, sem hvílt hafði um stund, og sagði við Harringay. „Sefur þú, Piers?“ En þetta var meira en Chang gat þolað. Þarna vakti hann röddin, sem hann hataði. Rakkinn spratt upp með ýfðan kamb og gelti sem óður væri. „Ó, góða,“ kveinaði ungfrú Emrys. „Ég hélt að hann væri alveg læknaður af þessu.“ Stella stóð upp. Hún hafði tekið bláu leður- ólina út með sér eins og hún var ætíð vön að gera. „Á ég að setja ólina á hundinn, herra Harrin- gay! Skammastu þín Chang!“ „Settu ólina á hann og farðu með hann,“ sagði Clare óvenju hvasst. En Harringay, sem róaði hundinn, leit aðeins á Stellu brosandi: „Engar refsingar í kvöld," sagði hann. „Það verður stundum að sýna þessum litlu greyjum einhverja mildi. Legðu þig aftur, grevið þitt!“ Og Chang lagðist makindalega aftur og sleikti hönd Harringays. Stella gekk aftur til sætis síns. Þetta hefði Harringay ekki átt að gera, það var ruddalegt gagnvart Clare. En samt sem áður gat hún ekki annað en glaðzt að nokkru leyti. Clare tók þessu vel, hló og sagði: „Þú ert hlægilegur, Piers!" Stella dáðist með sjálfri sér að sjálfsstjórn hennar, en fann þó til uggs. Rödd Clares var eitthvað svo undarleg og myrk þrátt fyrir hláturinn. Hún var áreiðan- lega reið og hafði líka ástæðu til að vera það. Þau fóru skömmu eftir þetta að hátta. Þegar Stella kom frá baðherberginu og fór fram hjá herbergjum ungfrú Emrys og Clares, nam hún staðar til að bjóða Chang góða nótt, en hann lá í körfu sinni úti á svölunum. Þarna svaf hann alltaf, beint fyrir utan herbergi ungfrú Emrys, svo að hann gæti á morgnana, þegar Miguel opnaði út í garðinn, fengið sér morgungöngu án þess að ónáða nokkurn. Chang dillaði rófunni, þegar Stella laut yfir körfuna. „Greyið þitt,“ sagði hún og kyssti á silkimjúkan hausinn, þar sem hönd Harringays hafði hvilt. Morguninn eftir vaknaði hún eins og venja hennar var við hrópin í Harringay handan við steinvegginn. Hún spratt á fætur, dökkur roði litaði andlit hennar og hún hljóp að glugganum til að vita, hvort hún sæi honum ekki bregða fyrir. En hann kom ekki út um hliðið — hann hlaut að hafa valið sér aðra leið í' þetta skipti. Eða kannske hafði hann farið niður að sjónum til að baða sig eins og hann hafði gert einu sinni fyrir löngu. Skjálfhent klæddi Stella sig i sundbolinn, tók handklæði sitt og fór hljóðlega út. Karfa Changs var tóm eins og venjulega, þegar hún kom út á morgnanna. Hún hljóp niður stíginn og fram á brúnina, en Harringay var ekki sjáanlegur. Fór hún hægt niður þrepin og hugsaði til þess morguns, þegar hún sá hann í fyrsta sinn standa uppi á stökkpallinum. Veðrið hafði verið svipað þessu og engin gára á sjónum að undanskildu örlitlu öldufalli við ströndina. Ströndin — en hvað var þetta, sem lá þarna á ströndinni. Hafði gleymzt þarna koddi eða lítil ábreiða? „Ó, drottinn minn!“ Stella æpti upp yfir sig og þaut niður síðustu þrepin og út á f jörusandinn. Þetta var ekki koddi. Þetta var Chang — Chang allur lemstraður. Loðinn feldur hans var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.