Vikan


Vikan - 21.10.1948, Page 5

Vikan - 21.10.1948, Page 5
VIKAN, nr. 43, 1948 5 Ný framhaldssaga: BLÁA LESTIIM Sakamálasaga eftir Agatha Christie 1. KAFLI. Gráhœrði maðurinn. Það var liðið fast að miðnætti þegar maður gekk yfir torgið Place de la Concorde í París. Þrátt fyrir fallega loðskinnskápuna, sem huldi grannvaxinn líkama hans var eitthvað ábernadi veiklulegt og lítilmótlegt í fasi hans. _ Lítill maður með rottufés. Maður, sem engum gæti til hugar komið að stæði framarlega á neinu sviði. Og þó mundi áhorfandi, sem kæmist að slíkri niðurstöðu, hafa rangt fyrir sér. Því að þótt þessi maður væri óálitlegur og lítilmót- legur í útliti, réði hann miklu um örlög heims- ins. 1 ríkinu þar sem rotturnar ráða var hann konungur rottanna. Jafnvel á þessari stundu beið sendiráð ríkis afturkomu hans. En hann. þurfti að ljúka erindi fyrst — erindi sem sendiráðinu var ekki opin- berlega kunnugt um. Það stirndi á hvítt, skarp- leitt andlit hans í tunglsskininu. Nef hans var íyið eitt ávallt. Faðir hans hafði verið pólskur Gyðingur, umferðaskraddari. Starfið, sem beið hans í kvöld mundi faðir hans hafa kosið að mega vinna. Hann kom að ánni Signu, fór yfir hana og inn í eitt af hinum miður þokkuðu hverfum Parísarborgar. Þar nam hann staðar fyrir framan hátt, hrörlegt hús, fór inn og nam ekki staðar fyrr en fyrir framan íbúð á fjórðu hæð. Hann hafði varla barið að dyrum áður en hurðin opnaðist og kona, sem auðsjáanlega hafði beðið komu hans, stóð í dyrunum. Hún heilsaði honum ekki, en hjálpaði honum úr loðkápunni og vís- aði honum inn í dagstofu, búna íburðarmiklum en ósmekklegum húsgögnum. Rafljósin voru skyggð með óhreinum, ljósrauðum skermum og vörpuðu þau mjúkri birtu á andlit stúlkunnar, en gátu þó ekki leynt grófgerðri förðun þess. Þau gátu heldur ekki leynt hinu breiða, mongólska andlitsfalli. Það lék enginn vafi á því, hver var atvinna Olgu Demiroff og hverrar þjóðar hún var. ,,Er allt í lagi, litla vina?“ ,,Það er allt I lagi, Boris Ivanovitch." Hann kinkaði kolli og muldraði: ,,Ég held að r.iér liafi ekki verið veitt eftirför." En það var kvíði í rödd hans. Hann gekk út að glugganum, dró gluggatjöldin lítið eitt til hliðar og gægðist varlega út. Hann hrökk aftur á bak. „Það eru tveir menn — hinum megin göt- unnar. Mér sýnist —“ Hann þagnaði og fór að naga á sé neglurnar, en það var vani hans, þegar hann var kvíðafullur. Rússneska stúlkan hristi höfuðið hægt og hug- hreystandi. „Þeir voru þarna áður en þú komst.“ ..Það er samt engu líkara en að þeir séu að hr.ida vörð um þetta hús.“ ..Þao getur vel verið,“ sagði hún kæruleysis- lega. „En þá —“ .Tlvaö er það? Jafnvel þó að þeir viti um það þá verður það ekki þú, sem þeir veita eftirför v.ó?an.“ Grimmdarlegt kuldaglott færðist yfir varir hans. .Nei.“ sagði hann, „Það er rétt.“ ■'ann stóð stundarkorn þegjandi. Þcnci bannsettur Ameríkumaður — hann ' ' v passað sig sjálfur eins og aðrir.“ ..Það býst ég við.“ Hann fór aftur út að glugganum. „Harðskeyttir viðskiptavinir,“ tautaði hann og glotti. „Það er vist áreiðanlegt, að lögreglan þekkir þá. Jæja, hvað um það, ég óska bróður- Apache góðrar veiði.“ Olga Demiroff hristi höfuðið. ,,Ef Ameríkumaðurinn er eins og þeir segja að hann sé, þá þarf meira en tvo kjarklausa Parisarglæpamenn til að leika á hann.“ Hún þagnaði. „Hvað skyldi —“ „Skyldi hvað ?“ „Ekkprt. Bara það, að í kvöld hefur maður farið tvisvar eftir götunni — maður með grátt hár.“ „Hvað um það?“ „Um leið og hann fór framhjá þessum tveim mönnum, lét hann hanzkann sinn detta. Annar þeirra tók hann upp og rétti honum. Það er gamalkunnugt ráð.“ „Þú átt .við — að gráhærði maðurinn sé — húsbóndi þeirra?“ „Eitthvað í þá átt.“ Rússinn virtist vera órólegur og skelkaður. „Þú ert viss um, að pakkinn sé tryggilega um- búinn ? Það hefur ekki verið fiktað neitt við hann? Það hefur verið talað of mikið . . . alltof mikið.“ Hann fór aftur að naga á sér neglurnar. „Athugaðu hann sjálfur.“ Hún laut niður að arninum og ýtti til kolunum. Undan þeim dró hún aflangan pakka vafinn í óhrein dagblöð, og rétti manninum. „Kæniega að farið,“ sagði hann og kinkaði ánægður kolli. „Það hefur tvisvar verið leitað i ibúðinni. Dýnan í rúminu minu hefur verið rist í sundur.“ „Það er eins og ég sagði,“ tautaði hann. „Það Nýja framhaldssagan Nú er sögunni „Gruiisamlegar per- sónur“ lokið og ný saga hefst í þessu blaði. Ekki dettur okkur í hug að halda því fram, að vel liafi heppn- azt valið á þeirri sögu, sem nú er búin og er sjálfsagt að viðurkenna það. Þótt hún hafi verið eftir einn fræg- asta sakamálásöguhöfimd, sem nú er uppi, og þyki prýðileg saga í bók, þá þoldi liún ekki að klippast svona nið- ur í smábúta, eins og við verðum að gera hér í blaðinu. Okkur þótti mjög leitt, að þetta varð uppi á teningnum, af því að framlialdssögur Vikimnar hafa alltaf verið ákaflega vinsælar og einmitt þessvegna hefur alveg sér- staklega verið vandað til valsins á þeirri framlialdssögu, sem nú er að liefjast í hlaðinu. Sagan er eftir Agatlia Cliristie, sem noklirar mjög vinsælar framlialdssögur hafa áður hirzt eftir hjá okkur, og í þessari sögu kemur enn fram á sjónarsviðið oltkar gamli og góði P o i r o t, leyni- lögregliunaðurinn snjalli, sem alla linúta leysir um það, er lýliur. Það fullyrðum \ið að þessi nýja fram- lialdssaga er ein allra bezta saka- málasaga, sem við höfum birt. hefur verið talað of mikið. Þetta þref út af verðinu — það var misskilningur." Hann tók dagblöðin utan af. Innan undir var brúnn umbúðarpappír. Hann tók hann utan af lika, kannaði innihaldið og vafði svo brúna pappírnum i skyndi utan um aftur. Á meðan hann var að því kvað við hávær hringing í dyrabjöllunni. „Ameríkumaðurinn er stundvis," sagði Olga og leit á klukkuna. Hún fór út úr stofunni. Eftir eina mínútu kom hún inn með ókunnugan mann,1 stóran herðabreiðan mann, sem bar greinileg, amerísk einkenni. Hann leit á þau til skiptis með at- hugulum augum. „Krassnine?“ spurði hann kurteislega. „Ég er hann,“ sagði Boris. „Ég verð að biðja yður afsökunar á — á því hvaða fundarstaður hefur verið valinn. En það er nauðsynlegt að gæta fyllstu leyndar. Ég — ég má ekki við því, að mér verði blandað í þetta mál.“ „Jæja, einmitt það?“ sagði Ameríkumaðurinn kurteislega. „Ég hef orð yðar fyrir því, að ekkert í sam- bandi við þessi viðskipti verði gert opinbert, er það ekki rétt? Það er eitt af skilyrðum fyrir — sölunni.“ Ameríkumaðurinn kinkaði kolli. „Það hefur þegar orðið samkomulag,“ sagði hann hirðuleysislega. „Viljið þér nú ekki gera svo vel að afhenda mér vörurnar." „Þér hafið peningana — í seðlum?“ „Já,“ svaraði Ameríkumaðurinn. En hann gerði sig ekki líklegan til að taka þá upp. Eftir að hafa hikað andartak benti Krassnine á litla pakkann á borðinu. Ameríkumaðurinn tók hann upp og vafði utan af honum pappírnum. Innihaldið fór hann með að litlum rafmagnslampa og rannsakaði það nákvæmlega. Þegar hann hafði sannfærzt um, að allt var eins og vera átti, tók hann þykkt leðurveski upp úr vasa sínum og dró upp úr því samanbrotið seðlaknippi. Hann rétti það Rússan- um, sem taldi seðlana vandlega. „Er það rétt?“ „Þakka yður fyrir. Það er alveg rétt.“ „Jæja,“ sagði hinn. Hann stakk pakkanum kæruleysislega í vasa sinn. Hann hneigði sig fyrir Olgu. „Verið þér sælar, ungfrú. Verið þér sælir Krassnine." Hann fór út og lokaði hurðinni á eftir sér. Hin tvö litu hvort á annað. Maðurinn strauk tungunni yfir þurrar varirnar. „Skyldi hann nokkurn tíma komast aftur til gistihússins ?“ tautaði hann. Þau fóru bæði samtímis út að glugganum og sáu Ameríkumanninn koma út á götuna. Hann beygði til vinstri og gekk greitt án þess að líta við. Tveir menn komu í ljós í útidyrunum og runnu hljóðlaust á eftir honum. Von bráðar hurfu þeir allir þrír í myrkrið. Olga Demiroff tók fyrst til máls. „Hann kemst heim óhulltur,“ sagði hún. „Þú þarft ekkert að óttast — eða ’ vona — hvort heldur sem er.“ „Af hverju heldurðu, að hann komizt óhullt- ur?“ spurði Krassnine forvitinn. „Maður. sem hefur grætt eins mikla peninga og hann er enginn asni,“ sagði Olga. „Vel á minnst —• peninga —“ Hún horfði íbyggin á Krassnine. „Ha ?“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.