Vikan


Vikan - 04.11.1948, Blaðsíða 1

Vikan - 04.11.1948, Blaðsíða 1
Flugfélag íslands (Sjá bls. 3) Á þessu ári voru tíu ár liðin frá því að Flugfélag Islands hóf flugferðir sínar, en það var stofnsett á Akureyri 3. júní 1937. Agnar Kofoed-Hansen, nú flugvallastjóri ríkisins, var aðalhvatamaður að stofnuninni og flugmaður þess og framkvæmdastjóri fyrst í stað, en fyrsti formaðurinn var Vilhjálmur Þór. 1939 fluttu vélar félags- ins 797 farþega, og var þá aðeins um innanlandsflug að ræða, en fyrstu níu mánuði þessa árs hafa vélar félagsins flutt 22.894 far- þega. Flugfélag Islands á nú 9 flugvélar og starfslið þess er 80 manns. örn ö. Johnson, framkvæmdastjóri Flugfélags Islands, er fæddur í Reykja- vík 1915, sonur Ölafs stórkaupmanns Johnson og Helgu Thorsteinsson. örn iauk burtfararprófi frá Verzlunarskóla Islands 1932. Hann stundaði flugnám og nám í rekstri flugfélaga við Boeing flugskólann í Bandarikjunum árin 1937—38. — „Gullfaxi", millilandaflugvél Flugfélags Islands á Reykjavíkurflugvelli. (Ljósm.: Sig. G. Nordahl).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.