Vikan


Vikan - 04.11.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 04.11.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 45, 1948 „Goby er niðri; hann biður eftir yður.“ Miljónamæringurinn leit á klukkuna. Hún var rétt hálftíu. „Ágætt,“ sagði hann stuttur í spuna. „Hann getur komið upp.“ Tveim mínútum siðar kom Goby inn í her- bergið. Hann var lítill, roskinn maður, tötra- lega klæddur, og skimaði vandlega um allt her- berglð, en varaðist að líta á þann sem hann talaði við. „Góðan daginn, Goby,“ sagði miljónamæring- urinn. Páið yður sæti.“ „Þakka yður fyrir, Van Aldin.“ Goby settist niður með hendumar á hnjánum og horfði alvarlegur á miðstöðvarofninn. „Ég hef verk handa yður.“ „Já, einmitt?" „Dóttir mín er gift hans hágöfgi Derek Kettering, eins og þér vitið ef til vill.“ Goby leit af miðstöðvarofninum á vinstrihand- ar skúffuna í skrifborðinu og brosti afsakandi. Goby vissi sitt af hverju, en honum var illa við að þurfa að viðurkenna það. „Samkvæmt ráðum mínum ætlar hún að sækja um skilnað. Það er auðvitað i verkahring lögfræðings að sjá um slíkt. En af einkaástæð- um óska ég eftir að fá sem allra fyllstar upp- lýsingar.“ Goby leit á gólflistann og tautaði: „Um herra Kettering ?“ „Um herra Kettering." „Gott og vel.“ Goby reis á fætur. „Hvenær getið þér haft þær tilbúnar handa mér ?“ „Liggur yður mikið á þeim?“ „Mér liggur alltaf mikið á,“ sagði miljóna- mæringurinn. Goby brosti skilningsfullur og leit á arin- hilluna. „Eigum við að segja klukkan tvö í dag?“ spurði hann. „Ágætt,“ sagði Van Aldin. „Verið þér sælir, Goby.“ „Verið þér sælir, Van Aldin.“ „Þetta er einkar þarfur maður.“ sagði miljóna- mæringurinn þegar Goby var farinn og ritarinn kom inn. „Hann er sérfræðingur á sínu sviði.“ „Hvað er hans svið?“ .„Upplýsingar. Hann gæti gefið yður allar upp- lýsingar um einkalíf erkibiskupsins af Kantara- borg, ef þér gæfuð honum sólarhrings frest.“ „Þarfur maður það,“ sagði Knighton og brosti. „Hann hefur reynzt mér þarfur einu sinni eða tvisvar," sagði Van Aldin. „Jæja, Knighton, nú er ég tilbúinn að taka til starfa.“ Næstu klukkutimana var imnið af kappi og mörg viðskiptamál afgreidd. Klukkan var hálf- tólf þegar síminn hringdi og Van Aldin var tjáð, að herra Kettering væri kominn. Knighton leit á Van Aldin, sem kinkaði kolli. „Gjörið svo vel að segja herra Kettering að koma upp.“ Ritarinn tók saman skjöl sin og fór. Hann mætti gestinum í dyrunum og Derek Kettering vék til hliðar svo að hinn gæti komizt út. Svo fór hann inn og lokaði á eftir sér. „Góðan daginn. Yður er mjög umhugað að ná tali af mér, er mér sagt.“ Letileg, lítið eitt háðsleg röddin vakti endur- minningar hjá Van Aldin. Það voru töfrar í henni -— það höfðu alltaf verið töfrar í henni. Hann leit hvasst á tengdason sinn. Derek Ketter- ing var þrjátíu og fjögra ára, grannvaxinn, dökkur yfirlitum og langleitur. Þó var eins og einhver ólýsanlegur unglingssvipur væri á and- litinu. „Komið þér inn fyrir,“ sagði Van Aldin stuttur i spuna. „Páið yður sæti.“ „Það er langt síðan ég hef séð yður,“ sagði hann. „Sennilega ein tvö ár. Hafið þér séð Ruth?“ „Ég sá hana í gærkvöldi," sagði Van Aldin. „Hún lítur vel út, finnst yður ekki,“ sagði Kettering glaðlega. „Ég vissi ekki til, að þér hefðuð haft tækifæri til að dæma um það,“ sagði Van Aldin þurrlega. Derek Kettering lyfti brúnum. „Við hittumst stundum í einhverjum nætur- klúbbnum eins og þér vitið,“ sagði hann léttur í lund. „Eg ætla ekki að fara í neinn launkofa með það,“ sagði Van Aldin stuttur í spuna. „Ég hef ráðlagt Ruth að sækja um skilnað." Það var ekki að sjá, að þetta hefði nein á- hrif á Kettering. „Minna mátti nú gagn gera!“ tautaði hann. „Er yður sama þó ég reyki?" Hann kveikti sér í sígarettu og blés út úr sér reykskýi um leið og hann bætti við yfirlætis- lega: „Og hvað sagði Ruth?“ „Ruth ætlar að fara að ráðum mínurn," sagði faðir hennar. „Jæja, einmitt það?“ „Hafið þér ekkert annað að segja við þessu?“ spurði Van Aldin hvasst. Kettering sló öskuna af sígarettunni. „Ég held þér vitið,“ sagði hann kæruleysis- lega, „að með því gerir hún mikið axarskaft.“ „Vafalaust, frá yðar sjónarmiði,“ sagði Van Aldin kuldalega. „Svona nú,“ sagði Kettering, „við skulum ekki fara að verða persónulegir. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig þessa .stundina. Ég var að hugsa um Ruth. Þér vitið, að gamli maðurinn á ekki langt eftir ólifað; öllum læknum ber saman um það. Það væri betra fyrir Ruth að bíða í tvö eða þrjú ár; þá verð ég Leconbury lávarður, og hún verður hallarfrúin í Leconbury, en til þess giftist hún mér.“ „Ég læt yður ekki bjóða mér svona ósvífni,“ sagði Van Aldin reiður. Derek Kettering brosti eins og ekkert væri. „Ég er yður sammála. Það er úrelt hugmynd," sagði hann. „Það er ekkert varið í titla nú á dögum. Samt er Leconbury góður og gamall staður, og það verður ekki af okkur skafið, að við erum ein elzta ætt Englands. Það væri ergi- legt fyrir Ruth, ef hún skildi við mig og ég fengi mér aðra konu, sem siðan yrði hallarfrúin í Leconbury í stað hennar.“ „Mér er alvara, ungi maður,“ sagði Van Aldin. „Mér líka,“ sagði Kettering. „Ég er mjög illa stæður fjárhagslega; það mundi koma mér í slæma klípu, ef Ruth skildi við mig, og úr því að hún hefur þraukað í tíu ár, því getur hún þá ekki þraukað svolítið lengur? Ég skal ábyrgjast að viðlögðum drengskap, að gamli maðurinn lifir ekki lengur en hálft annað ár í viðbót, og eins og ég sagði áðan, þá væri það synd ef Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Ég ætla að fara inn að búa til matinn, elskan, á meðan Pabbinn: Og nú er bezt að skrúfa frá vatninu! þú ert að sprauta á blettinn. Þú gáir að Lilla á meðan. Pabbinn: Já, ég verð ekki lengi að koma þessu í lag. Copr. 1948, Kinp Fcatures Lilli: Da-da-da —. Lilli: Go-go-da —. Pabbinn: Jæja, það er bezt að Lilli: Da! Da! Da! fara inn og fá sér blund meðan Pabbinn: Almáttugur! grasbletturinn blotnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.