Vikan


Vikan - 04.11.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 04.11.1948, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 45, 1948 7 „Catalina“-flugbátur F. I. á Lagarfljóti. Flugfélag Islands Framhald af bls. 3. mannaeyja og Keflavíkurflugvallar. Frá Akur- eyri eru ferðir til Siglufjarðar, Ölafsfjarð- ar, Isafjarðar og Egilsstaða. Auk þess er flogið frá Reykjavík til Prestwick, Kaup- mannahafnar, Osló og Stokkhólms. 1939 voru fluttir 797 farþegar og þá að- eins innanlands, 1947 voru þeir 13.376 (þar af 2.855 milli landa), en fyrstu 9 mánuði þessa árs var farþegafjöldinn 22.894 og á þessu má glögglega sjá, hve starfsemin hefur færzt gifulega mikið í aukana. Sjúkraflutningar hafa verið mjög merkur þáttur og vinsæll í starfsemi Flugfélags íslands. Það hefur og annazt síldarleit á hverju ári, nema 1945. Úr ýmsum áttum — Hvað er plastic-efni og hvernig var það í fyrstu búið til ? Plastic er sameiginleg þýðing í hinum engil- saxnesku löndum á samsettum efn- um, sem hægt er að slétta, draga saman eða þrýsta niður í mót, þegar þau eru hituð upp. Efnin eru að mestu búin til úr kolum, steinoliu eða vínanda. Fyrsta eiginlega plastic- efnið, nitrocellulose, en úr því er búið til hið svonefnda kúnstsilki, hefur verið þekkt í 90 ár. önnur plastic-efni eru Nylon og Backelit. ! ! ! Silkisokkar eru að jafnaði ofnir úr 7 silkiþráðum, en nylonsokkar aðeins úr einum. Nylonsokkar eru ekki eins teygjanlegir og silkisokkar og þessvegna eru stærðir þeirra stærri en silkisokkanna. Það fer h. u. b. 10 km. langur þráður í eina nylonsokka. ! ! ! Soldán nokkur í Zanzibar gaf út skipun þess efnis, að öll tré, sem aðeins voru til gleði og skemmtunar, skyldi fella. 1 þeirra stað átti að gróðursetja tré, sem báru gagnlega ávexti. Af þessari ástæðu getur stór fjölskylda í Zanzibar fengið ávexti handa sér fyrir 2 kr. Reimleikarnir í kirkjunni Framhald af bls. 7. að Kaarsted. En auðvitað vildi ég ekki hindra hamingju Gunnhildar, þar sem hún hélt að hún yrði gæfusöm með Kaarsted. Ég var farinn að gleðja mig við þá til- hugsun að þið ættuð eftir að verða hjón.“ Jens svaraði engu, hann hafði sjálfur vonað hið sama, en nú var sú von úti. Gunnhildur hafði með trúlofun sinni og Kaarsted gefið til kynna að hún elskaði ekki Jens, enda þótt henni þætti kannske vænt um hann sem vin og æskuleikfélaga. En þetta gat þó allt breyzt til batnaðar, ef Gunnhildur yrði aftur heil á geðsmun- unum. „En svo segja menn að reimleikar séu í kirkjunni! Er eitthvað satt í því?“ spurði Jens Walther eftir stundarþögn. „Það er auðvitað þvættingur,“ svaraði séra Bruun hálfgremjulega. „En ég vildi gjarnan að þetta yrði athugað, svo að hægt yrði að þagga niður þennan orða- sveim. Jafnvel hreppstjórinn, Kristinn Olsen, segist hafa séð það eina nóttina og það er illt í efni þegar sjálft yfirvaldið verður fyrir reimleikum og verður hrætt. Fólkið tryllist þá alveg.“ „Ætli toddýið hans hafi ekki verið með sterkara móti það kvöldið," svaraði Jens og brosti. Svo var ekki frekar rætt um það, en Jens Walther hét því með sjálfum sér að reyna að komast fyrir þennan leyndar- dóm, ef þetta var þá bara ekki tilbúningur ímyndunarveiks fólks. Næstu daga reyndi Jens Walther eftir beztu getu að vera Gunnhildi til skemmt- unar, en hann sá fljótt að allar slíkar til- raunir voru til einskis. Þegar Jens Walther var búinn að vera viku um kyrrt, var sagt að draugurinn hefði aftur verið á kreiki í kirkjunni, og í það skipti voru það fjórir menn, sem sáu hann í sömu mund. Annað hvort hlaut að vera einhver fótur fyrir þessum orð- rómi, eða mennirnir fjórir voru brjálaðir. „Þetta er undarlegt —“ hugsaði Jens Walther, „getur nokkur haft gagn eða á- nægju af að hræða veslings fólkið í litla þorpinu. Hver getur tilgangurinn verið?" Því meira sem hann hugsaði um þetta því ákveðnari varð hann að komast til botns í þessu reimleikamáli. Hann ætlaði að vera á verði í kirkjunni næstu nótt. Dagurinn leið og þegar nokkuð var orðið áliðið kvölds, bauð Jens Walther góða nótt og gekk til herbergis síns. Gunnhildur var farin að sofa fyrir drykk- langri stund og brátt ríkti dauðakyrrð á prestssetrinu. Þegar Jens Walther heyrði ekki framar neinn umgang í húsinu, læddist hann hljóðlega út úr herbergi sínu og hlustaði. Þegar hann var búinn að fá vissu sína um að ekkert hljóð heyrðist læddist hann áfram til skrifstofu séra Bruuns, þar sem kirkjulykillinn hékk á snaga við hurðina. Hann þreifaði eftir lyklinum, en fann hann ekki. „Kannske presturinn geymi hann á sér,“ hugsaði hann ráðalaus, því að þetta kom honum illa. En hann vildi ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana, úr því að hann var byrj- aður. En hvernig átti hann að komast inn í kirkjuna? Allt í einu mundi hann eftir litla glugganum á suður gaflinum, hann hlaut að vera svo stór að hann gæti skriðið inn um hann. Hann ýtti glugg- anum upp á gátt, honum hafði ekki verið krókað að innan, því að í Skovstrup voru menn ekki að gera sér óþarfa fyrirhöfn. Jens Walther hoppaði upp í gluggann og lét sig falla niður inni í kirkjuunni. Hann litaðist um í kringum sig. Dauf tunglskinsbirta skein inn um háa, boga- dregna gluggana, draugalegir, langir skuggar féllu á gólfið, en þar sem engir gluggar voru á gaflinum andspænis hjá aðaldyrunum grúfði svartamyrkur í þeim enda kirkjunnar. Jens Walther sýndist ótal verur vera á sveimi í dimmum skúma- skotunum og fór kaldur hrollur um hann. En þá minntist hann þess í hvaða erindi hann var kominn og hann bægði frá sér öllum heimskulegum hugsunum. Þegar augu hans höfðu vanizt myrkrinu, gekk hann um alla kirkjuna, en varð ekki var við neitt grunsamlegt. Hann gekk úr skugga um að aðaldyrnar væru læstar, síðan settist hann rólegur á bekkinn við altarið og hafði staf í hendi. Hér ætlaði Jens að bíða þess sem verða vildi. Jens Walther hlaut að hafa dottað, annað hvort af þungu andrúmsloftinu þarna inni eða af þreytu, því að allt í einu vaknaði hann við fótatak á kirkju- gólfinu. Hann néri augun og starði fram fyrir sig. Varð hann næstum því búinn að reka upp undrunaróp, því að í hinum enda kirkjunnar, við dyrnar, sá hann Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.