Vikan - 20.01.1949, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 3, 1949
— hún var þrekin og hraustleg kona, með grátt
hár, klædd brúnum kjól og snjóhvítri svuntu og
með marglitan klút bundinn um höfuðið. Hún
hafði komið upp til Celíu og ásakað hana fyrir
að hafa ekki hvílt sig, fremur en að taka upp
dótið, og síðan talað við hana fjörlega í stundar-
fjórðung. Nú sátu þær Celía og frú Branson á
sólpallinum og biðu eftir Mayley-ungfrúnum og
öðrum, sem búast mátti við að kæmu í teið.
Nokkrum mínútum síðar komu nokkrar konur
fyrir húshornið.
„Þarna koma frænkur mínar!" sagði Olga.
Ungfrúrnar Mayley voru þrjár, Anna, sú elzta,
sem hafði tekið á móti Celíu á hafnarbakkan-
um, Serena, kölluð Misseena og Rósa. Rósa var
miðsystirin og kynnti Anna hana sem „ráðs-
konuna sína“. Rósa var ekki eldri en fimmtíu
og fimm ára. gömul — blíðleg og smávaxin, og
hlaut að hafa verið mjög fögur sem ung stúlka.
Hún hafði hrafnsvart hár og dökkblá augu, eins
og Olga. Misseena, sú yngsta, var miklu yngri,
þar sem móðir Olgu hafði verið milli hennar og
Rósu. Misseena var um fertugt, fjörleg og eins
og ung stúlka i fasi. Hún var vafalaust nokk-
uð viðkvæm og æst í skapi, og heilsaði hún Celíu
ekki síður alúðlega en hinar systurnar.
Með Mayley-systrunum var ung stúlka, líklega
um sextán ára gömul, og sýndist Celíu hún vera
bæði feimin og einurðarlaus í framkomu. Augu
hennar voru blíðleg, en ekki laust við að ótti
væri í þeim. Hún var fögur -— Celía minntist
ósjálfrátt villirósanna heima hjá sér, sem breiddu
svo skjótt úr sér, en visnuðu um leið og þær
voru slitnar upp.
„Þetta er Annetta okkar,“ sagði Anna og Ann-
etta heilsaði Celíu feimnislega, en með sömu kurt-
eisi og frænkur hennar. Celíá, sem minntist alltaf
Pam litlu systur sinnar, þegar hún hitti stúlkur
á þessum aldri, reyndi að hefja samræður við
Annettu, en eftir nokkur stutt svör læddist Ann-
etta burt og settist hjá hinum. Olga hafði að-
eins kinkað hirðuleysislega kolli til dóttur sinnar.
Celía fór að búa til teið.
„Þér virðist vera byrjaðar á starfi yðar, góða
mín,“ sagði Anna vingjarnlega.
„Frú Branson bað mig að byrja þegar i stað,“
svaraði Celía, „og þjónustufólkið lét ekki í ljós
neina andúð á þvi, eins og ég hafði þó óttazt."
„Það er allt bezta fólk,“ sagði Rósa, „og sem-
ur sig fljótt að nýjum siðum. Það þarf bara alltaf
að ýta undir það við vinnuna. En það var Olgu
okkar um megn og var fólkið farið að ráða
sér sjálft.“
„Ég var alveg hjálparvana í höndum þess,“
sagði Olga brosandi, „og það vissi það sjálft.
Ég er frábitin öllum heimilisstörfum."
„Já, auðvitað. Þú varst ekki alin upp til að
sinna þeim,“ sagði Anna og var ekki laus við
rembing.
Celía hló með sjálfri sér. Þessar konur voru
langt á eftir tímanum. Þær tilheyrðu þeirri kyn-
slóð, sem taldi það óhæfu, að hefðarkonur dýfðu
hendi sinni i kalt vatn eða kynnu nokkuð til
heimilishalds. Mayley-ystrunum fannst tómlæti
og leti Olgu enginn löstur, hún var að þeirra áliti
eins og hefðarkona á að vera, fögur, en dug-
laus. Þær voru ekki síður hrifnar en Olga af
að fá Celíu til að annast um heimilið.
Skömmu seinna, þegar Celía var að hella í
annað sinn í bollana, heyrðist fótatak fyrir fram-
an húsið og rétt á eftir birtust tveir karlmenn,
annar gekk hröðum skrefum, en hinn kom ró-
legur á eftir.
Ceíla stóð grafkyrr um stund með silfurteket-
ilinn í höndunum. Hún horfði á manninn, sem
komið hafði á seglskútunni út á milli grynning-
anna um morguninn og hafði siglt svo djarft.
Hann var nú klæddur hvítum fötum og mjúkri
silkiskyrtu, opinni i hálsinn, svo að skein í þrek-
legan og fallegan háls hans.
„Góðan daginn, frænkur!'1 Rödd hans var glað-
leg, hann talaði með hreim eyjabúa, en þó var
röddin mjúk. „Hvernig liður þér, 01ga?“ 1 sama
bili varð honum litið á Celíu og skein undrun
úr augnaráði hans. Horfði hann á hana frá hvirfli
til ilja.
„Góðan daginn, Lance,“ sagði Olga og sneri
sér að Celíu. „Þetta er frændi minn. Má ég kynna
hann fyrir yður, ungfrú Latimer. Lancing."
„Góðan daginn, ungfrú Latimer." Hann gekk
að borðinu og greip hönd Celíu. Dimmblá augu
hans horfðu beint í augu hennar.
„Góðan daginn."
Undarleg tilfinning greip hana. Henni hitnaði
um hjartaræturnar og henni var órótt, þegar
hann starði í augu hennar. „Ég hefi aldrei séð
svona blá augu,“ hugsaði hún.
„Það eruð þá þér!“ sagði hann og brosti svo,
— röð af hvítum tönnum kom í Ijós i sólbrenndu
andlitinu. „Ég sá yður á þilfarinu í morgun. En
mér datt ekki í hug, að þér væruð ungfrú Lati-
mer. Ég kom hingað til að sjá nýju vinstúlku
Olgu og bjóst við að hitta siðavanda konu með
gleraugu."
„Góði Lance, láttu ekki svona!" sagði ung-
frú Rósa ásakandi.
Hann hló, rétti úr sér og sneri sér að föru-
nauti sínum, sem Anna var að heilsa.
„Alex, þorparinn þinn! Að þú skyldir ekki
segja mér þetta, þú vissir þó —. Hér þagnaði
hann, en bætti svo við. „Hér er maður, sem þér
þekkið, ungfrú Latimer. Ég býst ekki við------.“
„Góðan daginn, ungfrú Latimer," greip hinn
maðurinn fram í. Celía horfði forviða á skips-
lækninn. Hún hafði ekki þekkt hann, þegar hann
kom fyrir húshornið með Lance og naumast litið
á hann, — hið eina, sem hún hafði séð, var frítt
andlit Lance og blá augu.
„Góðan daginn, Mackenzie læknir."
Undrandi augnaráð hennar horfði næstum á-
sakandi á hann, — hvað var hann líka að gera
þarna, eftir að hafa reynt að gera lítið úr Lance
um morguninn og talað ruddalega um eyjuna
og íbúa hennar?
Þótt hann gæti lesið vanþóknun út úr talandi
augum hennar, lét hann ekkert á því bera. Hann
setist í nánd við borðið og horfði á ljúffengt
tebrauðið.
„Þér eruð þá gegar teknar til starfa!" sagði
hann stuttlega. Hún brosti til hans, kinkaði
þegjandi kolli og sneri sér að Annettu, sem enn-
þá sat þögul afsíðis í pallstiganum.
„Okkur vantar tvo bolla í viðbót, Annetta,"
sagði hún. „Viltu biðja Lauralee að koma með
þá.“
Blessað
barnið!
Teikníng eftir
George McManus.
Mamman: Þú ættir ekki að hringja svona oft í mig frá skrifstofunni,
elskan mín. Þú verður að muna, að það er húsbóndi yfir þér, sem er ákaf-
lega önuglyndur.
Pabbinn: Það er lítið mannlegt í honum, hann er á móti bömum. Ég
ætla framvegis að hringja í þig, þegar ég fer út til að borða — ég get ekki
verið án þess að tala við Lilla.
Pabbinn: Hann getur komið í veg fyrir að
ég hringi í drenginn minn frá skrifstofunni,
en hann getur ekki meinað mér að ég skoði
myndina af blessuðum drengnum!
Forstjórinn: Ég bað þessa hengil-
mænu að grafast fyrir um nafnið
á framkvæmdastjóra kolafélagsins
-— hvað skyldi nú tefja hann ?
Forstjórinn: Jæja, hvað heitir hann? Forstjórinn: Ég rek yður hér með úr vinnunni!
Pabbinn: Við köllum hann allskonar gælunöfnum, en Pabbinn: Hvað?
við mamma hans kunnum reyndar bezt við að kalla hann
bara Lilla.