Vikan - 20.01.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 3, 1949
Framhaldssaga
11
BLAA LE8TIIM
Sakamálasaga eftir Agatha Christie
12
„Nú skulum við ræða þetta mál allt,“ sagði
Carrége. „Mér skilst, að ekkert hafi verið á
það minnst, þegar þið lögðuð af stað frá Lond-
on, að þér yrðuð eftir í París?“
„Nei, nei. Við ætluðúm að fara beint til Nice.“
„Höfðuð þér nokkurn tima farið með hús-
móður yðar til útlanda fyrr?“
„Nei, ég var aðeins búin að vera hjá henni
í tvo rnánuði."
„Var hún alveg eins og hún átti að sér, þegar
hún lagði af stað í þessa ferð?“
„Hún var eitthvað áhyggjufull og æst í skapi,
og það var erfitt að gera henni til hæfis."
Carrége kinkaði kolli.
„Jæja, ungfrú Mason, hvenær var fyrst minnst
á, að þér yrðuð eftir í París?“
„Það var á stöðinni, sem kölluð er Gare de
Lyon. Húsmóðir mín var að hugsa um að fara
út og ganga um á brautarpallinum. Hún var rétt
komin fram í ganginn, þegar hún hrópaði upp
yfir sig og kom aftur inn í klefann með karlmann
með sér. Hún lokaði hurðinni inn í klefa minn,
svo að ég sá ekkert eða heyrði fyrr en hún opn-
aði hurðina aftur og sagði mér að fara úr lest-
inni og setjast að í Ritzgistihúsinu. Hún væri vel
þekkt þar, sagði hún, og ég mundi fá herbergi.
Ég átti að bíða þar þangað til ég heyrði frá
henni; hún sagðist mundu senda mér skeyti til
að segja mér hvað ég ætti að gera. Ég hafði rétt
tíma til að taka saman farangur minn og stökkva
af lestinni áður en hún fór af stað.“
„Hvar var maðurinn á meðan frú Kettering
var að gefa yður þessar fyrirskipanir?“
„Hann stóð í hinum klefanum og horfði út um
gluggann."
„Getið þér lýst honum fyrir okkur?“
„Ég veit ekki, ég sá hann varla. Hann sneri
bakinu að mér mestan timann. Hann var hár
og dökkhærður; meira get ég ekki sagt. Hann
var klæddur eins og karlmenn yfirleitt, í dökk-
bláum frakka og með gráan hatt.“
„Var hann einn af farþegunum með lestinni?“
„Það held ég ekki; mér skyldist, að hann hefði
komið á stöðina til að hitta frú Kettering á leið
hennar suður. Auðvitað getur verið, að hann hafi
verið einn af farþegunum; ég hugsaði ekkert
frekar út i það.“
Það kom óðagot á ungfrú Mason við þessa
spurningu.
„Einmitt!" Carrége sneri sér að öðru atriði.
„Húsmóðir yðar fór þess seinna á leit við lestar-
þjóninn, að hann vekti sig ekki snemma morg-
uninn eftir. Var það að yðar áliti henni líkt?"
„Já. Húsmóðir mín borðaði aldrei morgunverð,
og hún svaf ekki vel á nóttunni, og þessvegna
þótti henni gott að sofa á morgnana."
Carrége sneri sér aftur að öðru atriði.
„1 farangrinum var lítil, rauð taska, var það
ekki?“ spurði hann. „Gimsteinaskrín húsmóður
yðar
„Já.“
„Fóruð þér með þá tösku í Ritzgistihúsið ?“
„Ég með gimsteinaskrín húsmóður minnar í
Ritzgistihúsið! Guð almáttugur, nei.“ Rödd ung-
frú Mason lýsti skelfingu.
„Þér skylduð hana eftir í klefanum?"
,,Já.“
„Vitið þér, hvort húsmóðir yðar hafði mikið
af gimsteinum með sér?"
„Talsvert mikið; ég var dálítið óróleg út af
því, skal ég eegja yður, eftir allt sem maður
hefur heyrt um ræningja í öðrum löndum. Þeir
voru tryggðir, það vissi ég, en samt fannst mér
mikil áhætta. Húsmóðirin sagði mér, að rúbin-
arnir einir væru nokkur hundruð þúsund punda
virði."
„Rúbínarnir! Hvaða rúbinar?" greip Van Aldin
allt i einu fram í.
Ungfrú Mason sneri sér að honum.
„Ég held það hafi verið rúbínarnir, sem þér
gáfuð henni fyrir skömmu."
„Guð minn góður!" hrópaði Van Aldin. „Þér
ætlið þó ekki að segja mér, að hún hafi haft
þá rúbína með sér? Ég sagði henni að skilja
þá eftir í bankanum."
Ungfrú Mason gaf enn einu sinni frá sér
þennan hæverska hósta, sem hún hafði bersýni-
lega lagt sér til í starfinu. 1 þetta skipti var
auðskilið, hvað hann táknaði. Hann sagði skýrar
en nokkur orð hefðu getað gert, að húsmóðir ung-
frú Mason hefði verið kona, sem fór sínar eigin
götur.
„Ruth hlýtur að hafa verið frávita," tautaði
Van Aldin. „Hvað í ósköpunum hefur getað kom-
ið fyrir hana?".
Carrége hóstaði líka. Það beindi athygli Van
Aldins að honum.
„Þetta nægir í bili," sagði Carrége og sneri
sér að ungfrú Mason. „Ef þér viljið gera svo
vel að fara inn í næsta herbergi, munu verða
lesnar fyrir yður spurningarnar og svörin, og
þér látnar skrifa undir."
Ungfrú Mason fór út með ritaranum, og Van
Aldin sneri sér strax að sakadómaranum:
„Jæja ?“
Carrége opnaði skúffu í skrifborðinu sínu, tók
upp úr henni bréf og rétti Van Aldin það.
„Þetta fannst í handtösku frúarinnar."
„Kæra vina" (byrjaði bréfið), — „ég ætla að
hlýða þér; ég skal vera gætinn, orðvar — allt
það sem elskhugi vill sizt vera. París hefði kannski
verið óskynsamlegur staður, en Gulleyjan er
langt frá öllum leiðum, og þér er óhætt að
treysta því, að ekkert kvisist. Það er þér og
þinni guðdómlegu samúð líkt, að sýna svona
mikinn áhuga á riti mínu, sem ég er að skrifa
um fræga gimsteina. Það verða vissulega óvenju-
leg forréttindi að fá að sjá og handleika þessa
sögulegu rúbína. Ég hef helgað „Eldhjartanu"
sérstakan kafla. Ástin mín! Ástin min! Bráðum
mun ég bæta þér upp öll hin döpru ár skilnað-
ar og tómleika. — Þinn aðdáunarfulli
Armand."
15. kafli.
De la Roche greifi.
Van Aldin las allt bréfið þegjandi. Andlit
hans varð dimmrautt af reiði. Þeir, sem horfðu
á hann, sáu æðarnar þrútna á enni hans, og
hendur hans kreppast ósjálfrátt. Hann skilaði
bréfinu aftur án þess að mæla orð. Carrége ein-
blíndi á skrifborð sitt, Caux starði upp í loftið
og Hercule Poirot var önnum kafinn að dusta
rykkorn af frakkaerminni sinni. Enginn þeirra
horfði á Van Aldin.
Það var Carrége, sem minnugur skyldu sinn-
ar tók fyrstur til máls.
„Þér vitið kannski, herra rninn," sagði hann
lágt, „hver hefur skrifað þetta bréf?"
,.Já, ég veit það.“ sagði Van Aldin þunglega.
„Einmitt?" sagði aakadómarinn spyrjandi.
„Það er þorpari, sem kallar sig de la Roche
greifa."
Það var þögn; svo hallaði Poirot sér áfram,
lagfærði reglustiku, sem lá á skrifborði dómar-
ans, og ávarpaði milljónamæringinn.
„Van Aldin, okkur er ljóst, fyllilega ljóst, hve
sárt það hlýtur að vera fyrir yður að tala um
þessi mál, en trúið mér, nú er ekki tími til að
leyna neinu. Ef réttlætinu á að verða fullnægt,
verðum við að fá að vita allt. Ef þér hugsið
yður svolítið um, munuð þér sjá það sjálfur."
Van Aldin þagði drykklanga stund, svo kink-
aði hann kolli, treglega.
„Þér hafið rétt fyrir yður, Poirot," sagði hann.
„Þó að mér taki það sárt, hef ég engan rétt
til að þegja yfir neinu."
Lögreglufulltrúinn varpaði öndinni léttar, og
sakadómarinn hallaði sér aftur á bak i stóln-
um og lagfærði lonétturnar á löngu, þunnu
nefinu.
„Þér vilduð kannski segja okkur með yðar
eigin orðum, Van Aldin„“ sagði hann, „allt sem
þér vitið um þennan mann.“
„Það byrjaði fyrir ellefu eða tólf árum —-
í París. Dóttir mín var þá ung stúlka, með höf-
uðið fullt af rómantískum grillum, eins og títt
er um ungar stúlkur. Án þess ég vissi, komst
hún í kynni við þennan de la Roche greifa. Þér
hafið ef til vill heyrt hans getið?"
Lögreglufulltrúinn og Poirot kinkuðu samsinn-
andi kolli.
„Hann kallar sig de la Roche greifa," hélt
Van Aldin áfram, „en ég efast um, að hann
hafi nokkurn rétt tjl greifatitilsins."
„Nafn hans er ekki í aðalsmannatalinu," sagði
lögreglufulltrúinn.
„Ég komst að því,“ sagði Van Aldin. „Mað-
urinn var þorpari, en laglegur og aðlaðandi og
mikið kvennagull. Ruth varð hrifin af honum,
en ég batt skjótan enda á samvistir þeirra. Mað-
urinn var ekki annað en réttur og sléttur svik-
ari.“
„Það er rétt hjá yður," sagði lögreglufulltrú-
inn. „De la Roche greifi er okkur vel kunnug-
ur. Ef við hefum getað, mundum við hafa tekið
hann úr umferð fyrir löngu, en það er svei mér
ekki auðvelt; hann er slunginn, og hann leitar
alltaf lags við konur af háiim stigum. Ef hann
hefur af þeim peninga undir fölsku yfirskyni
eða með kúgun, þá þær um það! En auðvitað
fara þær ekki í mál. Þær kæra sig ekki um að
verða sér til athlægis, og auk þess hefur hann
óvenjulegt vald yfir öllu kvenfólki."
„Einmitt," sagði milljónamæringurinn þung-
lega. „Jæja, eins og ég sagði yður, batt ég skjót-
an enda á málið. Ég sagði Ruth umbúðalaust,
hvernig hann var, og hún neyddist til að trúa
mér. Um það bil ári seinna hitti hún manninn
sinn og giftist honum. Að því er ég bezt vissi,
voru þetta endalok málsins; en fyrir réttri viku
uppgötvaði ég, mér til mikillar undrunar, að dótt-
ir mín hafði tekið aftur upp kunningsskap sinn
við de la Roche greifa. Hún hafði oft hitt hann
í London og París. Ég reyndi að leiða henni fyrir
sjónir óforsjálni hennar, því að ég verð að segja
yður, herrar mínir, að fyrir tilmæli mín var hún
að búa sig undir að sækja um skilnað við mann
sinn.“
„Það er athyglisvert," sagði Poirot lágt og
horfði upp í loftið.
Van Aldin leit hvasst á hann og hélt svo áfrr.ni.