Vikan


Vikan - 07.04.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 07.04.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, Qr. 14, 1949 .. Framhaldssaga: / 15 Mieiskwr drykkur Ástasaga eftir Anne Duffield „Ég svaf til tólf,“ svaraði Annetta, ,,og fór síðan yfir að Rósalundi. Frænkurnar ætla að koma hingað eftir kvöldverð. Guy kemur með þeim, hann borðar hjá þeim í kvöld.“ „En hvað það er gaman. Ég hef ekki séð frænkurnar síðan í teboðinu." Celía talaði hratt og það brá fyrir skjálfta í rödd hennar. Annetta kom fast upp að henni, leit framan hana og sagði: „Hvað hafið þér gert við yður? Þér eruð svo breytt að sjá.“ „Gert við mig? Ekkert, góða barn.“ „Þér eruð svo fögur,“ sagði Annetta. „Ég á ekki við, að þér séuð það ekki alltaf, en i kvöld — •—“ „Ó, Annetta, mér finnst ég vera falleg. Hún hló og grét. Annetta rak upp stór augu. „Celía, ég vissi það!“ „Uss,“ hvíslaði Celía, „þarna kemur móðir þín. Það var ekki ætlun mín að segja þér það. Segðu það engum. Lofaðu mér því.“ „Ég lofa því,“ hvíslaði Annetta. Áraglapiur og smábátur, sem róiö_ var utan frá snekkju, sem varpað hafði akkerum við ströndina, urðu þess valdandi, að Celía stokk- roðnáði í framan. Lance kom gangandi upp stíg- inn. Fólkið fagnaði honum. Celía stóð feimin fyrir aftan alla, en þegar Lance leit á hana stóru, gráu augunum, tók hjarta hennar að berja í ákafa. Kvöldverðurinn var vel fram reiddur og allt fór vel, en síðar mundi Celía ekki, hvað hún hafði borðað eða drukkið. Henni fannst eins og hún væri milli steins og sleggju. Olga vissi ekkert, hvernig um hnútana var búið og létti það nokkuð á áhyggjum Celíu. Alec var einnig alveg grandalaus. En ekki var Celíu neinn styrk- ur í honum. Hann horfði stöðugt á hana þessu alvarlega og óskiljanlega tilliti. Hvað Annettu við- kom, hafði hún þar hiaupið á sig. Hún sat kyrr, sokkinn í eigin hugsan'ir, eins og venjulega. Frænkurnar og Guy, sem komu nokkru áður en matnum var lokið, gerðu sitt til að létta á á- hyggjum hennar. ■ Er þau höfðu druTíkið kaffið og sátu í myrkr- inu og röbbuðu saman, þurfti Olga margs að biðja lagsmey sína, hún vildi fá silkiherðaklút, sykraða ávexti o. s. frv. Celía gerði eins og henni var sagt, en horfði skelft á svip til Lancings. Hann sagði ekkert, en Celia gat séð, hvernig svipur hans varð hvassari og hvassari. Hann var orðinn þögull og hún fann til titrings í loft- inu, sem gerði hana órólega. Olga var sannar- lega fullráðrik, í kvöld, Celía gat brosað að þvi, en hún vissi, að það gerði Lancing gramt í geði. Þegar hún kom aftur úr þriðju ferðinni von- aði hún og bað, að Olga sendi hana ekki af stað af nýju. Þótt Lancing hefði ekkert sagt ennþá, vissi hún, að hann gæti sprungið hvenær sem var, þvi að þolinmæði var honum ekki í brjóst lagin. Litlu séinna heyrðist söngur handan við garð- inn. Það voru negrar. „Vinnufólkið er að fremja trúarathafnir," sagði Alec. „Nei!“ Rödd Lancings var hvell eins og svipu- smellur, svo að öllum vaið bilt við. „Þeir eru að halda „Jamboree" hátíðlegt." „Hvað er „Jamboree“?‘“ Það var Celía, sem spurði. „Sitt af hverju!“ Hann talaði enn í sömu tón- hæð. 1 kvöld ætla þeir að steikja svin og kart- öflur í heitri ösku. Og á eftir dansa þeir.“ „Af hverju veizt þú svona mikið? Og hvaðan hafa þeir fengið svínið ?“ spurði Olga. „Ég gaf þeim það.“ „Því i ósköpunum?“ „Til þess að halda upp á hátíðina, enda þótt þeir viti ekki, hv.er hún er.“ „Hvaða hátíð?" „Trúlofun okkar ungfrú Latimer." Einí og örskot var hann kominn til hennar, laut yfir hana með annan handlegginn um mitti hennar. „Ég lofaði því að þegja, en það átti ég ekki að gera. Sú kemur tíð, að allir fá að vita það.“ Hann rétti úr sér og horfði framan i fólkið. „Celía hefur gert mér þann heiður oð lofast mér.“ Það ríkti andartaksþögn. Celía gat séð í ljós- inu frá húsgluggunum, hvernig allir gláptu á hana. Ungfrú Anna var undrandi og andhvarf, ungfrú Rose, álíka hissa en full af samúð, Olga, yfirþyrmd og reið, Alec ófrýnn, Guy hálfbros- andi og ruglaður. Eftir örstutta stund huldu þau sig aftur hjúpi kurteisinnar. ,,Jæja,“ ungfrú Anna var sú fyrsta er rauf þögnina, og rödd hennar var eilítið undarleg. „Þetta kom vissulega mjög flatt upp á okkur. Ég óska ykkur kærlega til hamingju. Já--------“ Rödd hennar fjaraði út. „Já, þetta kopi okkur sannarlega á óvart!“ Sagði Olga brosandi og var nú aftur orðin eins og hún átti að sér. Samt varð Celía þess vör, að holurnar í nasavængjunum dýpkuðu, en það var merki þess, að hún væri í þungu skapi. „Já þetta kom svo óvænt, Celía. Þér verðið að fyrirgefa okkur, að við höfum ekki skilið þetta ennþá." Fyrirlitningin rann eins og undirstraumur úr orðum hennar. Celía fann, hvernig Lancing stirðnaði, hún greip hönd hans, kreisti þær að- varandi og biðjandi. Hann kreisti hendur hennar á móti sem svar og sagði aðeins: _ „Allt tekur sinn tíma, Olga min. Dragðu djúpt andann og teldu upp á tiu með aftur augun. Guy, hvað segir þú? Áttu engar hamingjuóskir til handa Celíu?" Guy spratt á fætur, kyssti Celíu og þrýsti hönd föður sins. „Það er stórkostlegt, pabbi!“ sagði hann. „Ég er óskaplega glaður. Þú mátt heita heppinn!" Celia gladdist mjög við þessi vingjarnlegu orð hans. „Við erum öll glöð," sagði ungfrú Rose blið- lega. Ég er alveg sammála Guy, Lance, að þú mátt heita heppinn." „Já.“ Misseena var staðin upp og ætlaði að kyssa Celíu. „Dásamlegt, kæri Lance, brúðkaup! Ég elska brúðkaup, ég — ég —■ hún brast í grát. „Svona, svona, Misseena!" Celía hrökk við. Þetta var Mam’Easter, sem stóð við hlið hennar, og það var eins og hún hefði sprottið upp úr jörðinni. Hún greip þétt um axlir Misseenu. „Þér ættuð' ekki að gera þetta! Hvers vegna grátið þér? Hættið þessu þegar í stað!“ Misseena gegndi því, settist og þerraði tárvota hvarmana. „Þetta var mjög heimskulegt af mér, en ég var svo glöð. Hún var ekki síst hissa á nærveru Mam’Easter. Mam’Easter klappaði henni á kinn- ina, sneri sér síðan að Lance og Celíu og mælti: „Ég vona, að þið verðið.mjög hamingjusöm. Þér fáið mjög góða og fallega konu, herra Laiicing." Síðan sneri hún sér brosandi brott. Alec hafði ekkert sagt, enda engin furða, þvi að hann var ævinlega seinastur til máls. Hann reis upp af stólnum og gekk til þeirra með út- réttar hendur. „Til hamingju," mælti hann alvarlega og þrýsti hendur þeirra beggja. „Þakka þér fyrir, gamli vinur!" sagði Lanc- ing og hló. „Okkur finnst við ofhlaðin hamingju- óskum." Hann talaði alltaf með sama fjörlega málblænum við vin sinn. Hann var mjög hrif- inn af Aléc og þótti aldrei við hann, þótt hann væri stundum stuttur í spuna. „Ég gef^ ykkur mínar beztu óskir," endurtók Alec. Síðan sneri hann aftur til sætis sins. 11. KAFLI. Sólin, sem skein beint framan í Celíu, vakti hana morguninn eftir. Allhvass vindur blés í gluggatjöldin, svo að þau stóðu inn í herbergið eins og blaktandi fánar og stofan fylltist af flögrandi skuggum á lofti o^ veggjum. Hún heyrði að það skrjáfaði hærra í grasinu og trjánum en venjulega og ölduniðurinn, er að neðan barst var einnig sterkari. Niðri í garðin- um þvöðruðu páfagaukarnir í ákefð og glaðlegar raddir bárust til hennar frá eldhúsinu. Celía spratt fram úr rúminu og leit á klukkuna. ’BTæstum sjö! Hún vildi njóta tesins og kexins, sem með því var borið. Hún hafði sofið, án þess að rumska, enda þreytt, eftir tveggja nátta svefnleysi. Hún leit með hátíðleik fram til þessa komandi dags. Hún hafði verið hálf-leið í gærkvöldi, enda hafði fjölskyldan ekki virzt alltof hrifin af ráðahagn- um, þótt þau hafi verið sæmilega vingjarnleg — og Olga hafði beinlínis verið óánægð. En það var mjög eðlilegt. Lance var eftirlæti þeirra allra og kominn af þessari höfðingjaætt, sem ekki mátti bindast hverjum sem var. Hvað Olgu viðkom, var hún mjög afbrýðisöm — jafnvel við Annettu — og þoldi alls ekki, að öðrum konum væri veitt athygli en sér. Það hafði Celía fundið fyrir löngu. Og Olga hafði talið Lancing frænda sinn einkaeign sína. En Olga hafði ekkert að segja, ekki heldur frænkurnar þröngsýnu, né Alec, sem virtist ekki meira en svo samþykkja ráðahaginn. Áhyggjurnar frá gærkvöldinu voru nú hprfn- ar. Ekkert varpaði skug^a á gleði hennar. Mam’Easter kom inn með bakkann. „Eruð þér vöknuð svona snemma, ungfrú Celía. Sváfuð þér ekki vel?“ „Án þess að rumska, Mam’Easter." „Og þér hafið ekkert heyrt?" „Ö,“ óljósum minnisglampa skaut upp í huga Celíu. „Jú, ég heyrði eitthvað, eins og einhver væri að gráta. En það var ekkert, held ég. Var einhver að gráta?“ „Ekki svo að orð sé á gerandi, en frú Olga fékk eitt kastið, en það var ekki neitt, ég hefði ekki átt að minnast neitt á þetta. En mér þótti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.