Vikan


Vikan - 07.04.1949, Blaðsíða 9

Vikan - 07.04.1949, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 14, 1949 9 Fréttamyndir Þetta eru fullkomnustu tæki, sem brezkir tannlæknar hafa með höndum, og voru þau sýnd á sýningu í London í vetur. Mynd þessi er tekin um borð í enskri snekkju. „Northwind", sem siglt hefur til nokkurra landa, m. a. Danmerkur og Belgíu, og haft meðferðis sýnishorn af brezkum vefnaðarvörum, til þess að hæna að kaupendur í þessum löndum. Má þetta kallast stórmannleg farandsala. 1 stríðinu komu málmleitarar að góðu gagni. Nú eru dýralæknar farnir að nota þá til þess að finna málma í innýflum nautpenings. Malta í Miðjarðarhafi er nú undir yfirráðum Breta. Aðalborg eyjarinnar heitir Valletta, og myndin, sem hér birtist, er af höfninni þar. 1 haust er leið (1948) var mikil brezk sýning í Kaupmannahöfn, sú fyrsta, sem sett var á laggirnar eftir striðið, á meginlandi Evrópu. Á myndinni sjást Ingrid Danadrottning og hertogafrúin af Gloucester hverfa af sýn- ingunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.