Vikan


Vikan - 07.04.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 07.04.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 14, 1949 vissara, aö þér fengjuð að vita það fyrr en seinna." „Nei, ég vissi ekki, að það var hún. Hvað geng- ur að?“ „Hafið ekki áhyggjur af því, ungfrú Celia. Henni verður batnað á morgun. Hún ofþreytist oft, hún hefur alltaf verið taugaveiklað barn. Já, svo að þið œtlið að eigast þið hr. Lancing," sagði hún og setti frá sér bakkann. „Já, það aetlum við.“ „Herra Lance þarf að eignast konu!“ útskýrði Mam’Easter. „Það er ekki gott fyrir mann eins og hann að lifa einlífi. Hann er heppinn maður, ungfrú Celia.“ ^ „Þakka yður. fyrir! Það er fallega gert að segja þetta." „Ég hugsa, að það verði ekki alltaf létt að vera konan hans,“ hélt gamla. konan áfram. „Lance er vanur að vilja fá vilja sínum fram- gegnt." „Ekki mim ég hindra það, Mam’Easter." „Nei! Þér eruð skynsöm stúlka. Látið þér hann fá vilja sínum framgegnt. Hann er yndis- legt barn, en það borgar sig ekki að setja sig upp á móti honum.“ „Ég skal ekki setja mig upp á móti honum," lofaði Celia brosandi. „Ég skal hafa vakandi auga með ykkur,“ svaraði Mam’Easter, er hún sneri sér við og gekk út úr herberginu. „Og hafið ekki áhyggj- ur út af neinu, imgfrú Celía.“ Þegar dyrnar höfðu lokazt, varð Celía að hlæja. Mam’Easter var óskaplega góð. En það var annars undarlegt, hvað hún hafði sagt. Það var eins og hún þarfnaðist verndar. Og hvað átti þetta allt að merkja með Olgu og köstin hennar? Celía mundi nú greinilega eftir grátinum, sem hún hafði heyrt. Hún hafði lengi vitað, að Olga var skapstór, en að hún missti svona algjörlega stjórn á sér! Og veslings Misseena. Einnig hún hafði grátið, en ekki af sömu ástæðu. Þetta var ósamstæð fjölskylda. Lance hafði sagt að þau væru skapmikil, gp samt voru þau öll mjög vin- gjarnleg, jafnvel Olga, sem alltaf töfraði Celíu vegna fegurðar. Látum skap þeirra vera. Þau höfðu svo margt annað heillandi við sig, þetta einkennilega fólk. Hún drakk teið sitt, reis á fætur og klæddi sig, gekk síðan út í glampandi sólskinið og snæddi morgunverð af mikilli lyst. Nokkru eftir að hún hafði farið eftirlitsferðir um eldhúsið og þvottahúsið, greip hún körfu í hönd sér og gekk út i garðinn. Enn hafði hún ekkert heyrt í Olgu og Annettu. Celía reytti visin blóm og blöð af og fjarlægði arfa og flutti allt á ruslabinginn, sem brennd- ur var einu sinni á hálfum mánuði. Þegar hún kom aftur út á stíginn, hrökk hún við er hún sá hávaxinn mann koma á móti henni. Það var dr. Mackenzie í hvítu léreftsfötunum með barðastóra hattinn í hendinni. „Góðan daginn," sagði Celía. „Góðan daginn. Eruð þér ein?“ „Hitt fólkið er ekki komið á fætur. Eruð þér búinn að borða morgunverð, dr. Mackenzie? Ég get gefið yður bita innan stundar." „Þakka yður fyrir, ég er búin að borða.” Það varð þögn. Celía vissi ekki, hvað hún átti að segja, og Alec hjálpaði henni ekki — hann stóð þegjandi frammi fyrir henni. Þetta var undarlega valinn tími til heimsóknar. Hann kom oft um kl. ellefu og stundum fyrr, ef hann var með Lancing, til þess að borða morgunverð. En á þessum tíma — um tíuleytið, það hafði hann aldrei gert. „Þér eruð þreytulegur," mælti hún, því að henni fannst hún eitthvað verða að segja. Og hann var þreytulegur, næstum fyrirgengilegur. „Ég svaf bölvanlega." Alec strauk hendinni gegnum hárið á sér og ýfði það, svo að það stóð upp í loftið eins og hanakambur. Hann líkt- ist helzt illa hirtum strák. Það kom við hjartað í Celíu, hún vissi ekki, hvers vegna. „Eigum við ekki að koma upp á grasþrepin-" spurði hún. „Nei,“ setjumst heldur hér. Má ég annars ekki hjálpa yður með það sem þér eruð að gera?“ „Nei, þakka yður fyrir, það er alveg óþarfi. Ég var bara að laga dálítið til í garðinum. Hún setti körfuna á jörðina og settist á bekkinn, og Alec settist hjá henni. „Þér hafið sofið vel, só ég er,“ mælti hann. „Já, þakka yður fyrir, en mér þykir fyrir því, að þér skulið ekki hafa sofið vel.“ „Ég er ekki alveg eins og ég átti að mér. Og til þess að vera heiðarlegur við yður, get ég sagt yðuf það, að opinberunin hafði ill áhrif á mig." „Hafði hún?“ spurði Celía. „Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum." „Allir virðast mjög hissa," svaraði Celia dá- lítið hvöss 1 málrómnum. „Enginn leyndi því fyrir mér. En auðvitað gat maður ekki búizt við, að frændur Lancings yrðu yfir sig hrifnir — né vinir hans." „Þetta er mesta fljótræðisverk," hélt Alec áfram, eins og hann hefði ekki heyrt hvað hún var að segja. „Ef til vill,“ svaraði Celia og rödd hennar skalf lítið eitt, en hún lyfti höfðinu. „Það var skyndilega afráðið, en Lance hefur ákveðið að stíga þetta spor." „Ég var ekki að hugsa um Lance, ég var að hugsa um yður.“ „Um mig!“ Hún varð mjög undrandi. „Ég hélt, að. þér, eins og aðrir, óttuðust —“ „Lance hefur verið heppnari, en hann á skilið," sagði Alec hvasst. „En ég get ekki hugsað mér — notaðu skynsemina, Celía." „Það reyni ég líka. Ég skildi ekki. En hvers- vegna segið þér — ég á við, get ég ekki talizt hamingjusöm ?“ „Það er vafamál. Þetta er mesta fljótræði, Celía, og ég hefði aldrei trúað því, að þér, svona vel gefin stúlka, skulið hleypa yður út 'í um- hugsunarlaust hjónaband. Ég furða mig mjög á yður." „Það skulið f þér ekki gera. Munið þér ekki, að þér höfðuð það eitt sinn á orði við mig, að ég hefði mjög mikinn áhuga á Lance?" „Ég hef ekki gleymt því. Þá óttaðist ég, að þér ættuð á hættu að þola óhamingju." • „Þér óttuðust ekki, að hann mundi —“ „Nei,“ svaraði Alec. „En þá,“ sagði Celía og brosti, þótt hún væri ekki beinlínis í því skapinu og óskaði helzt að losna frá þessum manni, „Þá ættuð þér nú að gleðjast mín vegna, af því að ég á ekki eftir að þola óhamingju." Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Lilli: Da—de ira.—la—la da—da — Pabbinn: Hvað eigum við að gera til þess að fá Lilla til að hætta þessum hávaða? Mamman: Ég veit það ekki . . .höfuðið á mér er að klofna af þessum látum . . . ég vildi, að öll þessi tæki væru komin út úr húsinu . . . Pabbinn (inni): Þetta var ráðið! Henda þeim bara út! Pabbinn: Æ, hvað er nú þetta? Hljómsveitin í fullum gangi!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.