Vikan


Vikan - 21.04.1949, Side 5

Vikan - 21.04.1949, Side 5
v/ VTKAN, nr. 16, 1949 5 .... Framhaldssaga: ---------------------------------- | • Beiskur drykkur — \ 17 .... Astasaga eftir Anne Duffield Er Celía hafði lokið morgxmverði, gekk hún hægt um herbergið sitt og pakkaði niður því seinasta af dóti sínu. Húh hreyfði sig eins og í draumi. Hún tók brúðarkjólinn út úr skápnum, lagði hann á rúmið hjá öllu hinu skrautinu og fatnaðinum: Silkisokkunum, skónum og undir- fötunum, sem Annetta gaf henni, hvíta hattinum með stóru rósinni, fögru smáperlufestinni, sem Lance hafði gefið henni, litlu eyrnarlokkunum, sem voru í stíl við festina. Alec hafði gefið henni þá. Auk þess var þarna gamalt silfurarmband, gjöf frá Mayley-systrum. Kjóllinn sjálfur var mjög einkennandi fyrir Celíu, með stuttum púffermum og mjög víðu pilsi. Olga hafði gefi henni efnið í hann, en sjálf hafði Celía saumað hann, saumað fastar vonir sinar og ástir i hverju nálspori. , „Celía, þú ert dásamleg," sagði Annetta, er hún kom inn í herbergið skömmu síðar og sá, að brúðurin var klædd og beið. „Nei, ég þori ekki að snerta þig. Ég mundi ata þig alla út.“ Annetta var eins og villt rós í rauðbleika kjólnum sínum. Olga var í fjólubláum klæðum og var fegurðin sjálf eins og venjulega. Það skrjáfaði í silkikjólum Mayley-systranna og Alec Mackenzie, sem kominn var til þess að fylgja konunum til kirkju, var klæddur eins og vera bar í sjakket irieð grátt hálshnýti. Hann leit vel út, og það mátti vel sjá, að hann var frægur læknir. Hann tók engan beinan þátt í athöfn- inni. Þótt hann væri við brúðkaupið, hafði hann alltaf þverneitað að verða svaramaður Celíu. Ungfrú Anne kom í hans stað, en Guy var svara- maður föður síns. Celía gekk likt og í svefni út í vagninn, sem flutti hana fram hjá hvítum múrveggjum í átt- ina til kirkjunnar á fjallinu. Hún hafði einhverja óljósa hugmynd um sjakketa, kjóla, andlit og rósailm og spilandi orgel. Svo sá hún Lance bíða eftir sér, augu þeirra mættust og hún var kom- in til hans. Hún fann sjálf, hversu hún skalf, en hún avaraði skýrt og greinilega. Hún kraup við hlið- ina á Lance, og hann hélt í hönd henni. Og skyndilega stóðu þau aftur á fætur, og fólkið hópaðist í kringum þau. Hún sá Annettu standa við hliðina á Guy. Henni fannst Annetta vera föl. Hún sá Alec Mackenzie ryðja sér braut til hennar. „Alec!" Hún lyfti höfðinu og rétti fram varir sínar. Hann greip hendur hennar og þrýsti þær, «n sagði ekkert. Hún hafði búizt við, að hann ætlaði að kyssa sig. Hann gerði það ekki, en hélt höndum hennar þétt í sínum. Celía hætti að titra, er hún fann sterka og hlýja fingur hans. Svo gengu þau Lance niður kirkjutröppurnar — hún var kona Lancings. Hádegisverðurinn var snæddur á Rósalundi. Það var íburðarmikill matur og borðhaldið stóð lengi. Ungfrú Rose hafði búið til mjög góðan mat, og Olga hafði gefið heilan kassa af kampa- vini. Celía, er, stóð við hlið manns síns, tók við árnaðaróskum frá boðsgestum, og hún fann, að hamingjubikar hennar hafði verið fylltur, og hún elskaði allt þetta fólk. Ungfrú Anne og ungfrú Rose voru sérlega vin- gjarnlegar og sögðu, að nú væri hún orðin hluti af fjölskyldunni. Misseena faðmaði hana — en Celíu fannst eitthvað vera sjúkt við látæði henn- ar, það var svo 'gráðugt og ofsalegt. Misseena varð hálfmóðursjúk, þegar á daginn leið. Það var ef til vill kampavíninu að kenna. Allir voru ofsakátir. Annetta var með tvo rauða bletti á kinnunum og brúnu augun hennar glömpuðu villt og heit. Celía tók eftir þessu og gat ekki orða bundizt. „Guy,“ sagði hún biðjandi, „hugsaðu um Annettu, láttu hana ekki drekka meira." „Annetta? Hefur hún drukkið of rnikið?" „Hún hefur fengið nóg. Komdu með hana hingað til mín.“ Guy fór. Kinnar Annettu voru ennþá rjóðari en áðui1. Guy horfði á hana, eins og hann hefði aldrei séð hana fyrr. Hún horfði á móti þegjandi. Síðan sagði hann hægt: „Þú ert öðru vísi í dag en aðra daga, Annetta. Þú sýnist svo fullorðin í þessum nýja kjól.“ „Geri ég það?“ spurði Annetta. „Já,“ Hann starði stöðugt á hana. Síðan lagði hann hendurnar yfir um hana og mælti: „Við skulum ganga niður eftir, þar sem kaldara er. Hann gleymdi þvi, að Celía hafði beðið hann að koma með Annettu til sin. Þau gengu niþur í garðinn. Annctta hafði tekið af sér hattinn. „Hárið á þér er eins og skíragull," sagði Guy. „Og þitt er eins og svartur silkihöttur," svar- aði hún. Dálítið klaufalega og bamalega greip hann í hár sitt og mælti: „Getur þú þolað svart hár?“ „Bezt af öllu. Getur þú þolað ljóst hár?“ „Bezt af öllu. Þú — þú ert mjög falleg, Annetta." „Það hefur þú sagt mér áður,“ svaraði hún titrandi. „Já, en mér finnst eins og ég hafi aldrei séð þig fyrr en í dag, Annetta." „Sérðu mig þá í dag?“ „Já, það veit guð, Annetta, nú sé ég þig. Heldur þú, að — að þú gætir orðið dálítið hrifin af mér?" „Það hef ég alltaf verið, Guy. Ég hef séð þig lengi, lengi." Rödd hennar var tæplega heyranleg. „Ó, elsku Annetta, en hvað ég hef verið mikill kjáni!" „Það er brúðkaupið, það er brúðkaupið, sem hefur gefið þér sjónina," sagði Annetta dálítið æst. / „Guð blessi brúðkaupið, ef svo er. — Annetta, má ég kyssa þig —“ Hún lyfti yndislegu andliti sínu í áttina að andliti hans. „Við megum ekki segja þetta neinum," hvísl- aði hann og hélt henni þétt að sér. Þau munu bara segja, að við séum of ung. Þú ert líka of ung — bara sextán ára. Ég ætti eklci —“ Ég er nógu gömul til þess að elska þig, Guy.“ ,Það ertu.“ Hann hafði fundið það, er hann kyssti hana. „En við megum ekki segja neinum frá því, Annetta." „Nei, við segjum ekki frá neinu." Celía skar brúðkaupstertuna sina og reyndi að bragða á öllum hinum mörgu góðum réttum. Lance vék ekki frá henni eina stund, Þau ætl- uðu enga brúðkaupsferð, hveitibrauðsdögunum ætluðu þau að eyða á Fairfax, og Lance ætlaði að sigla heim með brúði sína. Hún gekk brátt heim að Sedrushlíð til þess að skipta um föt, og flestir gestanna fylgdu með. Hún var örþreytt, og ennþá var eins og hana dreymdi, hamingja hennar blandaðist kviðanum fyrir því óþekkta — því að vera alein með Lance. Kinnar hennar brunnu, hendur hennar voru kaldar. Þegar hún kom niður að strcAdinni með Lance við hlið sér, sá hún heilan flo’ta af seglbátum, sem lá fyrir akkerum. Prammarnir höfðu verið dregnir upp á land og gestirnir skutu þeim fram og reru út að seglbátunum. „Koma þau öll með?“ spurði Celía með undrun, en brosandi. „Þau fara ekki á land,“ svaraði Lance hug- hreystandi, „þau fylgja okkur aðeins áleiðis. Það er gamall siður að sigla í kapp við brúðhjónin." Golan var sterk og öldurnar freyddu. Celia sem setzt hafði í hægindi í snekkju manns síns, fannst enn aukast eftirvæntingin. „Hvað á að koma fyrir, ef gestirnir verða á undan brúðhjónunum," spurði Celía. „Þá fara þeir á land og hæða okkur. En það skal aldrei koma fyrir.“ Auðvitað mundu þau ekki verða á undan. Lance mundi sigra — Celía greip andann á lofti, er snekkjan tók snarpa beygju. „Vertu óhrædd," sagði Lance, „þú ert alveg örugg með mér.“ Henni fannst hjarta sitt ætla að springa af tómri hamingju. örugg með honum! Ó, Lance, Lance — — Seglbátarnir dreifðu sér um blátt hafið. Segl þeirra blikuðu eins og silfur í sólskininu. „Ég hef aldrei séð neitt því líkt,“ hrópaði Celía í gleði sinni. Síðan gaf hún frá sér hálf- kæft óp: „Lanee, Lance, sjáðu!“ Það flaug eitthvað framhjá þeim líkt og hvítur fugl. Það yar ung stúlka í litlum segl- kanúa. „Þetta er Annetta! Stöðvið hana. Hún ætti ekki að fara út á opið haf á þessari krákuskel." „Það er allt' í lagi með hana,“ sagði Lance. „En sem ég er lifandi, hún ætlar að verða á ’undan, litli apakötturinn —“ En Annetta varð ekki á undan. Þegar hún var rétt að komast á leiðarenda, sneri hún skyndi- lega við og sigldi í öfuga átt. Celía leit við • og sá einnig annan seglbát snúa við og elta kan- úann. Þar fór Guy á litla bátnum sínum. Lance og Celía lögðust að brv,ggjunni. Þar stóðu tveir drengir og bundu landfestar. Lance hljóp á land, sneri sér við og rétti Celíu hönd Sína. „Nú erum við komin heim, kona mín.“ Það heyrðust hróp frá bátunum bak við þau. Lance veifaði til þeirra og síðan — er þeir vom snúnir við —■ lagði hann handleginn utan um Celiu og gekk með henni upp dimm trjágöng, sem láu heim að húsi hans. „Celía, nú erum við komin heim, getur þú skil- ið það ?“ „Ó, elsku Lance," hvíslaði hún. 12. KAFLI. 1 Celía kom út úr húsinu, gekk niður tröppurnar og út á flötina. Þetta var árla morguns, him- inninn var ljósblár, sólin var að koma fram undan þokunni, og grasið var döggvott.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.