Vikan


Vikan - 25.08.1949, Blaðsíða 1

Vikan - 25.08.1949, Blaðsíða 1
t 1 umtali erlendra íþróttablaða um millilandakeppni Bandaríkjamanna ög Norðurlandaþjóða, er háð var í Osló nú nýlega, er Islendinga mjög lofsamlega getið fyrir ágæta frammi- stöðu þeirra á mótinu. Er jafnvel tek- ið svo djúpt í árinni, að sagt er í einu helzta blaði Norðurlanda á þessu sviði, „Idrottsbladet“ í Stokkhólmi, að „vafasamt sé hvort Islendingar sé ekki mesta íþróttaþjóð heimsins“. Höfundur ummælanna er einn af þekktustu íþróttafrömuðum Finna í frjálsum íþróttum, Lauri Pihkala. Mega íslendingar verða stoltir af slík- um ummælum, einkanlega er þau koma frá þessum manni og á þess- um vettvangi, því meðal íþrótta- manna er mikið tillit tekið til um- mæla þessara aðilja. — Það var frammistaða íslenzku íþróttamann- anna á mótinu, sem leiddi til þessara stórkostlegu og skemmtilegu hrós- yrða í okkar garð, eins og áður segir. „Öðruvísi mér áður brá“, mættu þeir segja, sem fylgzt hafa með og örn Clausen. þekkja sögu frjálsra íþrótta á íslandi frá öndverðu. Það var ekki fyrr en nokkru eftir aldamótin (um 1907—08), sem ungir menn fóru að æfa þær íþróttir hér á landi og keppa í þeim á mótum. Hin- ar Norðurlandaþjóðirnar voru þá fyr- ir löngu farnar að æfa frjálsar íþrótt- ir og búnar að koma á hjá sér árleg- um meistaramótum í þeim, og met þeirra í hinum ýmsu greinum íþrótt- anna voru þá svo langt fremri afrek- um manna hér á landi, að óhugsan- legt virtist, að „landinn“ kæmist nokkum tíma með tæmar þangað sem hinir höfðu hælinn. Það var fyrst þeg- ar Jón Kaldal ljósmyndari fór að keppa á leikmótum í Danmörku, eft- ir tiltölulega stuttan æfingatíma, og vinna hvem sigurinn öðrum fræki- legri, sem mönnum hér kom til hug- ar, að ef til vill væri meira í landann spunnið en kæmi fram í mælanlegum afrekum manna hér á landi. Mundi þar ýmislegt fremur koma til greina en meöfœtt getuleysi, svo sem æfinga- leysi, slæmar aðstæður við æfingar og keppni, fákunnátta og ófullkomin til- sögn og margt annað. Til dæmis um getuleysið og kyrrstöðuna má taka kúluvarpið, — þessa tromp-grein okk- ar nú. I 10 ár — 1920—30 — stóð þessi íþróttagrein alveg í stað á 10.83 m! Það met setti Frank Fredericsson, flugmaður, er dvaldisthér álandi sum- arið 1920. 1 þessi tíu ár reyndu marg- ir knáir drengir að f ara f ram úr þessu lélega meti, en engum tókst það fyrr en 1930, er sænski þjálfarinn E. Nils- son hafði leiðbeint hér í nokkra mán- uði, en eftir það hafa verið næstum stöðugar framfarir í greininni hér á landi. Sýnir þetta dæmi ljóslega, hve mikils má í þessu efni góð tilsögn og kennsla í tækni og keppni. Önnur at- riði, sem mikinn þátt eiga í hinum stórkostlegu framförum í frjálsum íþróttum hér, á síðari árum, eru þau, að menn fara að æfa yngri en áður, hafa betri aðstöðu við æfingu og miklu fleiri tækifæri til keppni en áður. íslenzkir frjálsíþróttamenn hafa, á síðari árum, getið sér ágætan orðstír og oftar en nú vakið umtal erlendis fyrir afrek sín; má í því sambandi minnast frammistöðu þeirra á Ev- rópumeistaramótinu í Osló 1946, er Gunnar Huseby. Gunnar Huseby varð Evrópumeistari, og er Haukur Clausen varð Norður- landameistari í Stokkhólmi 1947. (Þótt fleiri sé ekki nefndir hér, er það vegna skorts á rúmi, en ekki verðleik- um). Og íþróttamenn okkar eiga á- reiðanlega eftir að vekja enn meiri undrun og umtal fyrir frammistöðu sína í framtíðinni. Menn taki eftir því! „Islendingar beztu íþróttamenn heimsins“! Þótt sá vamagli fylgi þessum ummælum, að þau eigi að skilja aö tiltölu, þá hljóma þau fyr- ir okkur eldri mennina líkast ævin- týri. íslendingar — eftirbátar allra á íþróttasviðinu — orðnir fræknastir allra! Þetta er samskonar fagnaðar- opinberun og ævintýrið um Ljóta and- arungann hans H. C. Andersens. Það er mikil ánægja, að fá að sjá vonir sínar rætast á þennan fagra hátt. Fá að sjá, ungdóm þjóðarinnar færa öðrum þjóðum heim sanninn um, að hún er og hefur aldrei verið eftir- bátur þeirra að upplagi og atgervi, heldur aðeins í kunnáttu og tækni! Framanskráð ummæli hins ágæta íþróttaleiðtoga Finna, munu'aðallega fram komin vegna afreka tveggja Framh. á 3. síðu. Iþróttavíkingar tslendinga

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.