Vikan


Vikan - 25.08.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 25.08.1949, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 34, 1949 sem ég var að biðja um, áður en ég dey, svona upp á gamlan kunningsskap, ha?“ „Ég skal koma strax með hann, herra Larkin. Óskið þér nokkurs annars ?“ „Nei, þökk fyrir, Sato, þetta er nóg“. Þegar þjónninn var farinn, sat Larkin lengi hugsi. Hann mundi, að bararnir í Genf voru fy.rirtaks stofnanir fyrir njósnara. Barmaður i Hotel des Bergues vissi áreiðanlega meira um alþjóða/stjórnmál og pólitískt leynimakk heldur en blaðamaður, sem ekki þorði að yfirgefa áheyrendapallana í þingsalnum af ótta við að missa af einhverju mikilvægu. Var það tilviljun, að Sato skyldi eitt sinn hafa verið barmaður í Genf, en nú þjónn á skipi, sem flutti hergögn til stríðandi þjóðar, á skipi þar sem morðingi tveggja manna lék lausum hala? Eða var eitt- hvað saman við orð hans er hann kynnti sig og sagði loks: „Óskið þér nokkurs annars?" Larkin kveikti í nýjum vindlingi, þurrkaði svitann af andliti sinu og tók að hamra á rit- vélina. „Dorothy Bonner", skrifaði hann, „segir, að hún hafði brennt teikningunum af loftvarnar- byssunum, en segir jafnframt--------“ 10. KAFLI Um hádegið var birt svohljóðandi staðar- ákvörðun: 27° 0’ 51” n. b. 136° 31’ 2” v.*l. Herra Shima gekk að klefadyrum Frayles og barði á þær fullur óþolinmæði. Hann þerraði af sér svit- ann með silkivasaklút, er Frayle opnaði. „Ég er kominn til þess að láta yður vita, að það er kominn tími til, að þér farið að taka ein- hverja ákvörðun. Ég furða mig á þvi, hversu þér leyfið yður að bera kápuna á báðum öxlum. En ég þarf auðvitað ekki að taka það fram við yður að slíkt getur ekki gengið öllu lengur". „Verið þér ekki að þessu bölvuðu blaðri, reyn- ið heldur að komast að efninu. Hvað viljið þér mér ?“ „Þér megið ekki misskilja mig“, sagði Shima. „Ég kom ekki til þess að ásaka yður fyrir þá útúrdúra, sem þér hafið verið með síðustu dag- ana. Ég er líka þeirrar skoðunar að eitt manns- líf sé harla lítils virði, ef annað mikilvægara er í húfi. Ég ætlaði bara að láta yður vita, að við erum að þessu leyti mjög líkir og býst ég við, að ég sé ekki síður tillitslaus". „Það hef ég aldrei efast um“, svaraði Frayle þurrlega. Herra Shima ræskti sig, settist og krosslagði á sér fæturna. „Fyrir hálfu ári áttum við tál saman ég og þér í Callo. Við ræddum um vanadium. Og gerði tilboð“. „Já, og ég nefndi smáupphæð. Við vorum afar ósammála. „Ég held ég taki boði yðar nú“, sagði herra Shima. „En það er ekki sama verð lagt til grundvallar og þá,“ svaraði Frayle. „Það eru aðrir timar núna. Verðið hefur margfaldast." „Jæja. — —“ Herra Shima brosti dularfullu brosi og þurrkaði hendur sínar með silkiklútnum. „Er það þá sannleikur, að þér hafið í huga að gera okkur flókið tilboð ?“ „Þér getið kallað það hvað, sem þér viljið," sagði Frayle. „Ég býst við, að þér bjóðið okkur nýja upp- finningu, endurbót á loftvarnarbyssu, og að vafalaust er ekki hægt að gera það nema með vanadíum stáli — og svo búizt þér við að geta látið okkur borga of mikið." „Verðið er alls ekki of hátt,“ sagði Frayle. „Það er þó ég, sem ber alla áhættuna, og ég, sem sé um að varan komist örugglega í jap- anska höfn — sem ekki einu sinni sendisveit lands yðar í Washington þorði að lofa yður!“ . „En ég er reiðubúinn að taka hverju, sem koma kann og ljúka viðskiptum nú,“ sagði herra Shima. Frayle hristi höfuðið. „Viðskiptunum lýkur í Japan," sagði hann. „Þegar ég fæ útborgað 100.00 Yen út í hönd, og álíka upphæð færða inn á mitt nafn í fjórum bönkum, Yokohama, Tiéntsin, Hongkong og Singapore." „Hálf milljón Yen,“ muldraði herra Shima. „Og hvað fáum við svo fyrir peningana, herra Frayle?" „Persónulega þjónustu mína, hinar umtöluðu teikningar, ásamt tryggingu fyrir þvi, að þið fáið vanadíum." 1. Afi: Á fætur strákar! 2. Afi: Mig minnir að félagið ykkar hafi tvær æfingar fyrir hádegi. Maggi og Raggi: Það er alveg satt. Við verð- um að l'lýta okkur. 3. Afi: Ég býst við, að þið verðið fyrir nokkr- urri vönbrigðum, drengir. Það er rigning!! 4. Maggi og Raggi: Nú verðum við að híma inni í allan dag, án þess að við getum gert nokk- urn skápaðan hlut. Afi: Mér dettur nokkuð í hug. Hvernig væri, að þið reynduð að lesa eitthvað undir morgun- daginn!! Þið gleymduð þvi seinast, ef ég man rétt, karlarnir! „Hvað segir ungfrú Bonner við þessu?" „Ungfrú Bonner getur ekkert sagt viðvíkj- andi tveim fyrstu atriðunum," sagði Frayle. „Og viðvíkjandi vanadíum gerir hún það, sem ég segi. Hún veit, að ég hef vit á því.“ „Og Rodriques hershöfðingi ?“ „Hann gerir einnig það, sem ég segi.“ Herra Shima hló lágt. „Hershöfðinginn er frægari fyrir brögð sin en fyrir hreysti. og heiður," sagði hann. „Það eru engin takmörk fyrir þvi, sem hann getur fundið upp á til að fara í kringum sannleikann í sín- um eigin flóknu aðferðum. Eins og til dæmis tilbúna morðtilraunin, sem hann kom með um daginn. Þér vitið vist, að það kom strax eftir að hershöfðinginn hafði fengið loftskeyti?" „Hvaða skeyti var það?“ spurði Frayle. Herra Shima hló aftur. „Þér ættuð að fræðast meir um gjörðir þess, sem er samsekur yður. Ég óttast, að hershöfð- inginn sé að hugsa um að hætta við ferð sína til Japans." „Fer hann í land í Honolulu?" „Sem fulltrúi japönsku stjórnarinnar get ég hindrað það,“ sagði herra Shima. „Þér getið gjarnan aðvarað hann, ef þér viljið. Ég álít, að ekki sé nauðsynlegt að aðvara yður — ég vona, að það sé ekki á móti vilja herra Larkin." „Hvað með hann?“ spurði Frayle. Hr. Shima brosti. „Mér er ljóst, að hr. Larkin sækist eftir því, sem þér eigið," sagði hann. „Hann hefur þegar klófest fallegu vinkonuna yðar. Og ég gat gert mér í hugalund, að hann hefði ef til vill einnig áhuga á öðru atriðinu. Já, og svo var það víst ekki fleira." Herra Shima sneri sér við og tók í hurðina. „Þér eigið ekki að fara þessa leið út,“ sagði Frayle og stóð fljótt upp. „Afsakið," sagði hr. Shima. „Þetta er hurð klæðaskápsins, sé ég. En hvað þetta var heimsku- legt af mér.“ Hann lokaði klæðaskápnum aftur, opnaði dyrn- ar, sem lágu út á ganginn, hneigði sig og fór. Frayle beið, þar til skóhljóð hans var horfið og sneri þá lyklinum í hurðinni og tók stóran vasa- hníf úr vasa sínum. Á öðrum endanum var stórt hnífsblað, á hinum flöskulykill. Hann opn- aði dyrnar að klæðaskápnum, sem Shima var nýbúinn að loka, spretti upp saumnum á frakka sínum, stakk hendinni gegnum gatið og náði í nokkur skjöl. Á hvítum vegg klefans var stór auglýsing með leiðbeiningum á ensku, kínversku og japönsku um, hvernig farþegarnir skyldu haga sér ef slys bæri að höndum, ásamt tilkynningu um, hvar væri að finna björgunarbát nr. 9. Auglýsingin var í ramma með gleri og var ramminn skrúf- aður í vegginn með fjórum skrúfum. Með hjálp flöskulykils síns gat Frayle nú losað svo um rammann, að hann gat stungið skjölunum bak við hann og svo festi hann skrúfurnar aftur í. Einmitt, þegar hann var að festa síðustu skrúf- una, heyrði hann, að eitthvað straukst upp með hurðinni að utan. Hann hætti og hlustaði. Lædd- ist á tánum að dyrunum og hlustaði aftur. Hann ætlaði að fara að opna dyrnar, þegar barið var á þær. Hann opnaði þær. Þar stóð þjónninn með hrein handklæði á handleggjunum. „Hve lengi hafði þér staðið þarna og hlerað?“ spurði Frayle. „Ég var að koma,“ svaraði þjónninn. „Ég kem með hrein handklæði." Þjónninn kom inn, lét með einni einustu handa- hreyfingu handklæðin á stöngina og fór, án þess að virða Frayle viðlits. Norðlæg breidd 25° 6’ 42”. Norðlæg breidd 23° 19’ 51”.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.