Vikan


Vikan - 27.10.1949, Síða 1

Vikan - 27.10.1949, Síða 1
Sókn gegn mannskæðum sjúkdómi Krabbameinsfélag Reykjavíkur var stofnaö 8. marz s. I. Tilgangur þess ei að styðja baráttuna gegn krabbameini. Samskonar félög hafa stðan verið mynd- uð í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Isafirði, og á Akureyri má vœnta slíks félagssícapar á nœstunni. Víðast hvar er- lendis hafa krabbameinsfélög verið starf- andi um langan aldur og komið mikíy, góðu til leiðar. Vikan télur að hér sé um þjóðnýtan fé- lagsskap að rœða. Krabbamein er hœttu- legur sjúkdómur og svo algengur að eng- inn, sem kemst til fullorðinsára, veit sig óhultan fyrir honum. Viðureignin við hann snertir því alla jafnt. Þessvegna vill Vikan segja lesendum sínum frá starf- semi félags þess, sem eingöngu berst fyr- ir því að sameina alla krafta til þeirrar viðureignar. 1 þvt skyni sneri blaðið sér til Aifreðs Gíslasonar lœkrns, sem er einn stjórneiida Krabbameinsfélagsins, og bað hann um upplýsingar. Fer hér á eftir■ út- dráttur ilr viðtalinu við hann. Er mögulegt að lækna krabbamein? Já. Hér er érigan veginn um ólækn- andi sjúkdóm að ræða. Á byrjunarstigi má oftast taka fyrir meinsemdina, t. d. læknast byrjandi brjóstaptrabbi í 90 tilfellanna og krabbamein í húð og í vör nálega alltaf. En á síðari stigunum, þeg- ar meinið er farið að grípa um sig eða sá sér út um líkamann, verður allt erfiðara um lækningu. Það veltur því á miklu, að sjúklingar komi snemma til meðferðar. I hverju er lækningin fólgin? Framhald á bls. 3. Skurðaðgerð er önnur aðalmeðferð krabbameins Myndin ‘ (neðri) er tekin í handlækningadeild Landsspítalans. Hin aðferðin er geislalækning-. Myndin er tekin í Röntgendeild Landsspitalans. (Þorsteinn Jósepsson tók báðar myndirnar).

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.