Vikan


Vikan - 27.10.1949, Síða 3

Vikan - 27.10.1949, Síða 3
VIKAN, nr. 43, 1949 3 Sókn gegn mannskæðum sjúkdómi Framhald af forsíðu. Skurðaðgerð og geislameðferð. Skurð- aðgerð er ávallt beitt, sé meinið á annað borð skurðtækt, en svo er það æfinlega í byrjun. Radium- og Röntgeislum er ein- göngu þeitt, ef meinsemdin er ekki skurð- tæk. Hjálpar sú meðferð oft vel og getur leitt til fullkomins bata. Annars eru báð- ar þessar meðferðir oft notaðar saman og fullkomna þá hvor aðra. Við nokkrar tegundir krabbameins er nú upp á síð- kastið farið að nota hormóna-lyf með þó nokkrum árangri. Veita þessi lyf stund- um verulega bót einmitt á síðari stigum .sjúkdómsins. En hvað er um starfsemi Krabba- .meinsfélagsins að segja, — er hún haf in ? Starfsemi félagsins hófst þegar eftir stofnun þess. Hún er margþætt, og er fræðslustarfsemin einn af meginþáttum hennar. Félagið hefur gengizt fyrir flutn- ingi útvarpserinda um krabbamein og byrjunareinkenni þess. Hafa þegar verið flutt þrjú slík erindi, og er ætlunin, að eitt erindi verði haldið á mánuði hverj- um yfir vetrartímann. öll erindin verða síðan birt í víðlesnum tímaritum. Þá hefur stjórn félagsins í undirbún- Níels P. Dungal, prófessor í meinafræði, formaður Krabbameins- félags Keykjavíkur. ingi víðtækara fræðslustarf. M. a. er ver- ið að athuga möguleikana á að gera ís- lenzka fræðslukvikmynd handa almenn- ingi varðandi krabbamein, greiningu þess og meðferð. Yrði slík kvikmynd, ef vel tækist, mjög dýrmætur liður í fræðslu- starfinu. Einnig vinnur félagið að því nú, að bætt verði inn í námskeið í „hjálp í viðlögum", þætti um krabbamein. Allt þetta snertir hina almennu fræðslu. En félagið mun einnig á næstunni snúa sér til lækna, hjúkrunarkvenna og ljósmæðra og fá skipulagt í þeirra hópi faglegt fræðslustarf í þessum efnum. Vegna þess, hve krabbamein er ein- kennalítið á byrjunarstiginu, er þekking- in á því nauðsynleg. Fyrstu merkin eru óljós, en þau þarf almenningur að þekkja. Góð almenn fræðsla megnar að bjarga mörgum mannslífum árlega. Þessvegna leggur félagið mikla áherzlu á hana. Af öðrum verkefnum, sem Krabba- meinsfélagið hefur þegar tekið upp, má fyrst og fremst nefna Röntgendeild Landsspítalans. Þar fer fram mjög marg- háttuð starfsemi og þýðingarmikil, bæði í sjúkdómagreiningu og meðferð. Grein- ing og meðferð krabbameins er einn þátt- urinn í því starfi, sem þar er unnið. Þess- vegna hlýtur Krabbameinsfélagið að láta sér annt um þessa deild. En hún á nú við ýmsa erfiðleika að stríða. Sérstaklega er húsnæðisskorturinn farinn að há starf- semi hennar. Hún þarf nauðsynlega á stærra húsrými að halda. Félagið hefur á undanförnum mánuðum beitt áhrifum sínum að því, að úr þessu yrði bætt. Það hefur bent á hagfellda leið til þess, og mun áframhaldandi vínna að þessu. Það er einkum tvennt, sem félagið vill fá úr bætt á Röntgendeildinni. Hana vantar sjúkrarúm handa rúmliggjandi sjúkling- um, sem fá geislameðferð, og hana vant- ar nýtt Röntgenlækningatæki. Fyrir er aðeins eitt tæki af því tæi, og er það allsendis ófullnægjandi fyrir allt landið. Röntgengeisla-meðferð er notuð gegn mörgum öðrum sjúkdómum en krabba- meini, svo að þörfin á viðbótartæki er brýn. En húsnæðið leyfir ekki eitt tæki í viðbót. Krabbameinsfélagið vildi gjarna leggja tækið til, en það er ekkert rúm fyrir það. Stækkun Röntgendeildarinnar er knýjandi nauðsyn, sem félagið óskar að sem fyrst verði úr bætt. Enn eitt merkismál hefur félagið á prjónunum um þessar mundir og er það stofnun krabbameinsleitarstöðvar. Raun- ar verður til að byrja með ekki um annað að ræða en vísi til slíkrar stofnunar. Er hugmyndin sú að gefa læknum landsins kost á að senda krabbameinsgrunsam- lega sjúklinga til ákveðinnar stöðvar. í Reykjavík, þar sem þeim verður séð fyrir öllum nauðsynlegum rannsóknum og þeim Alfreð Gíslason, læknir, varaformaSur Krabbameinsfélags Reykja- víkur, er gefið hefur upplýsingar í meðfylgjandi grein. komið til viðeigandi meðferðar, og lækni sjúklingsins síðan látnar í té allar upp- lýsingar. Ýms önnur verkefni bíða úrlausnar. Vígstöðvarnar eru margar í baráttunni við krabbameinið. Smátt og smátt mun félagið auka starfssvið sitt. Það er enn ungt og lítilsmegandi. Fjárhagur þess er að vonum enn þröngur og háir það ýmsum þáttum starfsins. En slíkt er ekki tiltökumál um fárra mánaða gamlan fé- lagskap. Hvernig hefur almenningur tekið þessu nýja félagi? Yfirleitt mjög vel. Flestum er það ljóst, að baráttuna við mannskæðasta sjúkdóm nútímans þarf að herða. Sóknin gegn berklaveikinni er farin að bera ríkulega ávexti. Nú þarf að snúa sér að því meini, sem fleiri mannslátum veldur en nokkur annar sjúkdómur. Þótt þorri fólks skilji þetta, hef ég þó orðið var við gagnrýni hjá einstökum mönnum, ekki með öllu velviljaða. Yfir- leitt hefur mér virzt slík afstaða til kom- in fyrir ókunnuglqika á málinu. Menn hafa ekki gert sér grein fyrir, hversu margt það er sem gera má til bóta á þessu sviði. Smá og stór verkefni bíða hér úr- lausnar, og það er gott að hafa samvinnu margra um lausn þeirra. Krabbameins- félögin hér á landi munu láta sig skipta allt, sem verða má krabbameinssjúkling- um til hjálpar. En stórvirki geta þau ekki unnið nema með aðstoð almennings. Árlega deyja hér á landi nálega 200 manna úr krabbameini. Jafnvel þótt fé- lagið með aðgerðum sínum gæti ekki bjargað nema 10—20 mannslífum á ári, ætti það tilverurétt. Eitt einasta fræðslu- erindi getur og hefur orðið til að bjarga mannslífi. Alhliða, samræmdar aðgerðir til varnar þessu meini munu verða til þess að bjarga mörgum mannslífum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.