Vikan


Vikan - 27.10.1949, Page 10

Vikan - 27.10.1949, Page 10
10 VIKAN, nr. 43, 1949 • HEIMILIÐ • FJALLAGRÖS. Notið fjallagrös í ábætisrétti og tertur, i staðinn fyrir möndlur. Notið fjallagrös í mjólk, í staðinn fyrir grjón. Drýgið kornvöru í slátrið með fjallagrösum. Hér eru 3 uppskriftir á fjallagrasa- réttum. Fjallagrasakaramellu- búðingur. 25 gr. söxuð fjallagrös, 2 msk. sykur, 1. rjómi, 3 tsk. matar- límsduft, 2—3 msk. vatn. Sykurinn er brúnaður, þegar kem- ur hvít froða, eru fjallagrösin sett út í, hitað vel. Sett á bökunarplötu, kælt og mulið smátt — ef illa gengur að mylja, má bræða sykurinn í heitu vatni. Matarlímið hrært út með köldu vatni, ílátið sett ofan i heitt vatn og brætt — kælt. Rjóminn þeyttur. Þar í blandað fjallagrösum og matarlími, sem er hér um bil kalt. Gott er að láta 1 msk. af víni (rommi) í búðinginn. Hrært í þar til byrjar að þykkna, sett í skál og skreytt með þeyttum rjóma. Fjallagrasa-ís. 25 gr. söxuð fjallagrös, 2 msk. sykur, 1 egg, y2 msk. sykur, 2 dl. rjómi. Fjallagrösin brúnuð eins og áður er sagt. Mulin. Eggið aðskilið og rauðan hrærð með sykri, þar í er blandað fjallagrösum, þeytta rjóm- anum og þeyttri eggjahvítunni. Fryst. Fjallagrasamjólk. 25 gr. fjallagrös, 1 1. mjólk, 1 tsk. salt, 1 msk. sykur. Fjallagrösin þvegin, þegar mjólk- in sýður, eru þau sett út í, soðið í 3 mínútur. Salt og sykur látið i. (Frá Húsmæðrakennaraskóla Islands). Patricia Roc, kvikmyndaleikkona. (Frá J. Arthur Rank, London). Ármann J(akob) Lárusson er fæddur í Reykjavík 12. marz 1932, sonur hjónanna Kristínar Gísladótt- ur frá Haugi og Lárusar Salómons- sonar, lögregluþjóns og glímukappa. Hann tók að iðka islenzka glímu hjá Ungmennafélagi Reykjavíkur árið 1946 undir handleiðslu föður síns. Hefur tvisvar tekiö þátt í lands- keppni drer.gja og unnið í bæði skipt- in. Sömuleiðis hefur hann tvis- var keppt um drengjameistaratitil Reykjavíkur og einnig unnið hann í bæði skiptin. FegurðarverSlaun í glímu hefur hann unnið þrásinnis. 1 vor sem leið varð hann nr. 2 í Islandsglímunni, og verður það að teljast mikið afrek af 17 ára göml- um dreng. Sumarið 1947 fór hann sýningarför til Noregs á vegum U.M.F.l. — Ármann er, eins og myndin sýnir, mjög vel vaxinn og drengilegur piltur, enda eru við hann tengdar miklar vonir. Hann er nú 188 cm á hæð, en mun ekki full- vaxinn og vegur rúm 90 kg. Ármann ' er verkamaður hjá Eimskipafélági íslands, en heimilisfang hans er Káranesbraut 36, Kópavogshreppi. Hann er ótrúlofaður. (Mynd þessi er birt vegna óska). Húsmæðrakennaraskólinn heldur mafarsýningu Dagana 14. til 16. þ. m. hélt Hús- mæðrakennaraskóli Islands matar- sýningu í húsakynnum sinum í kjallara háskólans. Sýndu náms- meyjar þar ýms handtök við matar- gerð, sem skólinn telur hagkvæm, en forstöðukona skólans, ungfrú Helga Sigurðardóttir og aðrir kennarar leggja sig mjög fram um að húsmæð- ur læri þær aðferðir, sem auðveldast- ar eru óg jafnframt hagnýtastar. Þegar komið var inn í gang skól- ans, stóðu nokkur borð með fram veggjum og á þau var raðað ýmis- konar matartegundum. Á fyrsta borð- inu var megrandi fæði og var þar sérstök áherzla lögð á, að engrar fitu væri neytt, t. d. ekki með fiski. Á öðru borði var venjulegt eins dags fæði meðalmanns og síðan fitandi fæði. Á veggjunum voru margs- konar töflur um næringargildi mis- munandi fæðutegunda og væri freist- andi, að Vikan birti einhvem tíma þessar töflur, svo að húsfreyjur í fjarlægjum landshlutum gæti notið einhvers góðs af til gagns og fróð- leiks. Á vegg í eldhúsinu var mat- seðill fimm manna fjölskyldu fyrir eina viku og var þar gert ráð fyrir að vikuleg útgjöld til matarkaupa séu kr. 300,00. Hér er ekki rúm til þess að rekja gang sýningarinnar í smáatriðum, en hins vegar birtum við að þessu sinni matseðil frá Húsmæðrakennaraskóla Islands. Húsmæðrakennaraskólinn hefur nú brautskráð alls 38 húsmæðrakennara, sem allir hafa nóg að gera við fræð- slustarf út um sveitir og kaupstaði landsins. Nú eru í skólanum 14 náms- meyjar og verða þær brautskráðar í júni næsta sumar. Hafa þær þá hlotið nær tveggja ára bóklegrar og verklegrar fræðslu og hafa réttindi til þess að kenna við húsmæðraskóla ,að prófi loknu. Fyrírmyndar eldhús. Eitt af því, sem menn beindu mjög huga sínum að í húsakynnum Hús- mæðrakennaraskólans var eldhús, sem innréttað hefur verið í einu herbergjanna. Er þar öllu svo prýði- lega fyrir komið, að til fyrirmyndar hlýtur að verða fyrir þá, sem kynn- ast því. Er hverri skúffu og hverj- um skáp þannig hagað, að húsfreyj- urnar eigi sem fæst sporin og fyrir- höfn þeirra við matseld og önnur eldhússtörf verði sem minnst. Er von- andi, að tilvonandi húsmæðrakenn- arar leggi áherzlu á þetta atriði við væntanlega nemendur sína, þeg- ar þær flytjast út á landsbygðina til kennslustarfa. Frá Sameinuðu þjóðunum í október 1949 Samkvæmt tillögu aðalrit- ara hefur allsherjarþing- Sam- einuðu þjóðanna tekið að fjalla um það, hvort þær skuli gefa út sérstök frímerki til þess að lækka frímerkjakostnað sinn, sem nú nemur 241, 480 dollurum á ári. Áætlað er, að lækka megi póstkostnaðinn um 20,000 doll- ara, ef ráðist yrði í að setja upp sérstaka póstþjónustu fyrir S. Þ. Auk þess er gert ráð fyrir að mikið verði hægt að hafa upp úr frímerkjasölu, enda munu frímerkin fá alþjóðlegt gildi. Óbeinn hagnaður yrði líka að þessu, þar sem það yrði ekki lítil auglýsing fyrir Sam- einuðu þjóðirnar. í lok ágústmánaðar unnu 64 Norðurlandamenn hjá S. Þ. En starfsmannafjöldi þeirra er alls 4166. Svíar eru 24 talsins, Dan- ir 21, Norðmenn 18 og 1 íslend- ingur. Aðalbygging Sameinuðu þjóð- anna í New York hefur senn náð fullri stærð, 39 hæðum. Samt er ekki enn búið að leggja horn- steininn og þótt hann hafi ekki beinlínis ,,byggingargildi“ hef- ur hann a. m. k. táknrænt gildi. Ætíunin var að Truman forseti legði hornsteininri i vpr, er leið, en sökum annríkis gat ekki af því orðið. En nú standa vonir til, að athöfnin geti farið fram innan tíðar meðan fulltrúar sitja allsherjar þingið. Að öll- um líkindum mun ,,reisugillið“ og hornsteinslögnin fara saman, og er slíkt ekki venjulegt, en gerir athöfnina hinsvegar tví- hátíðlega og ber ekki að lasta það, þar sem Sameinuðu þjóð- imar eiga hlut að máli. Eitt af hlutverkum alþjóða- samvinnu er að tryggja öllum þjóðum heims nóg að bíta og brenna — forða þeim frá því að verða hungrinu að bráð. Lán það, sem Alþjóðabankinn hefur veitt Indlandi er talandi tákn þessarar viðleitni. Indverjar lifa mestmegnis á jurtafæðu og iðulega bregst uppskeran, svo að milljónir manna standa á hungurbarmi. Indverjum fjölg- ar um 3,5 milljónir árlega, en aukning landbúnaðarins hefur ekki verið að sama skapi. Þetta nýja lán mun verða notað til þess að kaupa fyrir landbúnað- arvélar og annað, sem til þurft- ar má verða indverskri ræktun. Er ætlunin að ryðja víðlend Ærumskógarsvæði ■ og breyta þeim í akurlendi.v :

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.