Vikan


Vikan - 24.11.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 24.11.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 47, 1949 13 * A mínútunni átta BARNASAGA I því bili, er spánski sendiherrann í Róm, don Olivares, ætlaði að ganga út úr höll sinni, sumardag nokkurn árið 1587, í fylgd með hirðsveini, kom Farnese kardínáli vinur hans með miklu irafári. Hann mælti: ,,Þú verður að hjálpa mér. Mannslíf er í veði, og miklu meira en það.“ Kardínálinn var mjög æstur. „Hvað gengur á?“ spurði Olivares. „Ranuccio, bróðursonur minn, og einkasonur hertogans af Parma á að líflátast að tveim tímum liðnum.“ ,,Það er ómögulegt! Hversvegna á að lífláta unga manninn?" „Hann hefur brotið boð páfans. Hann hefur borið skammbyssu. Við því liggur dauðarefsing. Og Lixtus fimmti vill ekki náða hann.“ ,Það er líkt þeim gamla þverhaus,“ sagði Olivares. „Hann er garðyrkju- mannssonur og tekur ekki tillit til ættgöfgi og tignar.“ „Nei. En skilur þú það ekki, að e'f þessum dómi verður fullnægt, fer hertoginn af Parma í stríð. Við þurf- um að bjarga lífi unga mannsins, bæði hans vegna og til þess að aftra stríði. Stríð myndi hafa ógurlegar afleiðingar." m „Þú hefur rétt að mæla,“ sagði sendiherrann. „En tvær klukkustund- ir eru ekki langur tími. Klukkan er sex.“ „Já, og klukkan átta verður dómn- um fullnægt. Páfinn er ósveigjan- legur. Aftökupallur hefur þegar verið reistur í garði St. Angelofangelsins.“ „Við verður að lengja frestinn. En á hvaða hátt?“ Vinirnir horfðu ráð- þrota á hvor annan. Litli hirðsveinninn, sem hafði hlust- að á samtal þetta, kom nær. Hann mælti: „Fyrirgefið dirfsku mina. Er ekki hægt að seinka klukkunum í Róm dálítið?" Kardínálinn varð glaðari í bragði. Allar opinberar klukkur voru undir hans eftirliti. Hann mælti: „Þetta er góð uppá- stunga. Hlauptu, drengur minn, og skipaðu í mínu nafni að klukkunum sé seinkað urn tuttugu mínútur. En þetta verður að gerast í laumi.“ Drengurinn hljóp af stað. Olivares og Farnese báru saman ráð sín. Sendiherrann hélt til St. Angelo- fangelsisins til þess, ef mögulegt væri, að fá höfuðsmanninn á sitt mál. 1 garðinum umhverfis fangelsið var fjöldi hermanna, og nokkrir munkar. Veiztu þetta Mynd til vinstri: Ungverskir bændur baka heljarstór brauð, vega þau um 10 pund hleifurinn og fullorðnir menn borða þrjá hleifa af þessu brauði á viku. — Mynd að ofan til hægri: Nefdýrin í Ástralíu er allra frumstæðasti ættbálkur spendýra. — Mynd að neðan til hægri: Hringormar eru algeng sníkjudýr í mönnum. Voru munkarnir farnir að syngja út- fararsálma eða dánarmessu. Höfuðsmaðurinn neitaði að fresta aftökunni. „Ég hef fengið minar fyrirskipanir. Á mínútunni klukkan átta verður dómnum fullnægt.“ Þannig fói*ust höfuðsmanninum orð. Hann gekk fram og aftur, og var ókyrrð yfir honum. Þó að klukkum Rómaborgar hefði verið seinkað um tuttugu mínútur, var ekki langur tími eftir til aftök- unnar. Nú vantaði klukkuna aðeins tiu mínútur í átta. 1 raun og veru var hún tíu mínútur gengin í níu. Um þetta leyti gekk Famese kardináli inn til Lixtusar fimmta í Vatikaninu. Þegar páfinn sá kardínálann tók hann upp úr sitt og leit á það. Páf- inn mælti: „Hvert er erindi yðar?“ Kardinálinn svaraði: „Ég er hingað kominn til þess að biðja um líkama bróðursonar míns, svo ég geti flutt hann til Parma. Leyfið hinum óham- ingjusama manni að hvíla hjá for- feðrum og frændum sínum.“ Páfinn sagði: „Dó hann sem krist- inn maður?“ „Eins og helgur maður,“ svaraði kardínálinn. Lixtus reit svohljóðandi skipun: „Vér skipum höfuðsmanni vorum í St. Angelo, að fá hans' hágöfgi Farnese kardínála líkama Ranuccio af Parma.“ Páfinn setti innsigli sitt á bréfið,( Kardínálinn flýtti sér til fangels- isins og fékk höfuðsmanninum það. Hann kom þangað á síðustu stundu. Ungi maðurinn var kominn upp á aftökupallinn og kraup við högg- stokkinn. „Náðaður,“ hrópaði kardínálinn og rétti höfuðsmanninum bréfið. Höfuðsmaðurinn las skjal páfans. Hann mælti: „Það er beðið um líkama afbrotamannsins Ranuccio. Er þetta náðun? Því er þetta þannig orðað ?“ Olivares svaraði: „Já þetta er náðun. Orðalagið skiptif ekki máli. Þetta bréf var ritað fyrir tíu mínút- um. Nú vantar klukkuna aðeins eina mínútu í átta. Það er því auðséð að hér er átt við náðun.“ Höfuðsmaðurinn trúði því, sem kardínálinn sagði, og Ranuccio var látinn laus. Vagn með fjórum fjör- ugum hestum fyrir beið úti fyrir fangelsinu, upp í hann stigu kardí- nálinn og Ranuccio. Og þegar klukkurnar í Róm slógu átta, óku þeir burt með miklum hraða eftir veginum til Parma. Að þessu sinni hafði hurð skollið nærri hælum unga aðalsmannsins. Það var gott að það heppnaðist að leika á páfann og höfuðsmanninn. Vegna. þess_hélt Ranuccio Farnese af Parma lífi, og blóðugri styrjöld var afstýrt. 1 stríðinu styttu Japanir tann- stöngla Um einn þriðja. Það sparaði þeim nokkrar miljónir króna. ! ! ! Maðurinn er ekki eina veran, sem hlær. Margir apar hlæja. Einkum simpansinn, t. d. ef þeir eru kitlaðir undir hendinni. Hlátur hýenunnar, þegar hún hefur fundið hræ, er mjög óhugnanlegur. BÍBLÍUMYNDIR 1. mynd: Maðurinn í allri sinni vegsemd stenzt ekki, hann verður jafn skepnunum, sem farast. Svo fer þeim, sem eru þóttafullir. 2. mynd: Guð, veit konungi rétt þinn og konungssyni réttlæti þitt. Hann dæmi lýð þinn með réttvísi og þína voluðu með sanngirni. Hann láti hina voluðu meðal lýðsins ná rétti sínum, hann hjálpi hinum snauðu og kremji kúgarann. 3. mynd: Lofaður sé Drottinn Guð, Israels Guð, sem einn gjörir furðu- verk. 4. mynd: Rekið réttar bágstaddr° og föðurlausra, látið hinum volaða. og föðurlausa ná rétti sínurn. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.