Vikan - 05.01.1950, Side 9
VIKAN, nr. 1, 1950
9
Fréttmmyndir
Þegar uppþot verða erlendis, er það næstum undantekning-alaust svo, að saklausir vegfarendur
verða ekki síður fyrir barðinu á lögreglunni en þair, sem að' óeirðunum standa. — Þessa mynd tók
blaðaljósmyndari einn suður í Rómaborg, og þótt lögreglumennirnir geri það ekki að gamni sínu að
hræða þessar gömlu konur, eru þær engu að síður skelfdar á svipinn.
Jiilíana Hollandsdrottning sést hér hengja kross á móður sína
Vilhelminu, fyrrverandi drottningu.
Þessi fagurlimaða stúlka var
kjörin „Drottning blaðaljósmynd-
ara“ í Ameríku. Er hún 21 árs
og heitir Jeanne Crow.
Stærsti hundur á Frakklandi heit-
ir Volcan. Hann er 120 cm. á hæð
og étur að jafnaði 8 kg af kjöti á
dag.
Myndin er af Alepis Thomp-
son, stálmilljónamæring, og konu
hans Jean Sinclair, þegar þau
komu heim aftur úr brúðkaups-
ferð frá Evrópu.
Tveggja ára gamall snáði
Douglas Miller frá Dayton, heldur
hér á myndinni á skrúfu, sem
hann gleypti fyrir ári og var ný-
lega náð burtu úr vinstra lunga
hans með uppskurði.