Vikan


Vikan - 10.12.1992, Síða 17

Vikan - 10.12.1992, Síða 17
HLÝTUR MTT ATKVJEÐI? ÁRNÝ HLÍN HILMARS- DÓTTIR fæddist 20. júlf 1974 og er því átján ára gömul. Hún er á þriðja ári í Verzlun- arskóla íslands og vill gjarnan skoða sig um í heiminum áður en hún fer í framhaldsnám. Þegar þar að kemur verður arkitektúr líklega fyrir valinu en það er þó ekki endanlega ákveðið. Þegar hefur Árný skyggnst svolítið um í heiminum og bjó í Danmörku í nokkur ár. Hún endaði dvölina þar með ferð til ísraels ásamt bekkjarsystk- inum sínum. Árný hefur reynt svolítið fyrir sér sem fyrirsæta og er í lcelandic Models. Með skól- anum vinnur hún í skóverslun tvisvar í viku en þegar hún fær tóm til fer hún í eróbikk og líkamsrækt. Hún hefur gaman af að vera með vinum sínum, spilar svolítið á píanó og sinnir félagsmálum f skól- anum. Foreldrar Árnýjar Hlínar eru Sigríður Brynja Sigurðardóttir og Hilmar Guðmundsson. Hún er 178 sentímetrar á hæð, dökkhærð og bláeygð. HALLDÓRA HALLDÓRS- DÓTTIR er tvítug. Hún er fædd 7. maí 1972. Fyrirsætustörfin eru Hall- dóru ekki ókunn því hún starfar með Módel 79 og hyggur jafnvel á dvöl utan- lands til að reyna fyrir sér þar. Henni hefur þegar boðist að starfa annaðhvort í New York eða Mílanó og kannski leggur hún land undir fót strax næsta vor. Næsta vor útskrifast Hall- dóra einmitt frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og auk stúdentsprófsins hefur hún þá snyrtifræðiskfrteini frá sama skóla upp á vasann. í tómstundum hjólar hún og rennir sér á skíðum, auk þess sem hún segir ferðalög utan- lands meðal áhugamála sinna. Eins árs dóttir hlýtur líka að útheimta mikið af tíma Hall- dóru. sem er búin að finna til- vonandi eiginmann og er trú- lofuð honum. Foreldrar Halldóru eru El- ísabet Jónsdóttir og Halldór E. Halldórsson. Hún er 175 sentímetrar á hæð og er dökkhærð og bláeygð. VALGERÐUR BJÖRG JÓNSDÓTTIR er fædd 4. maí 1975 og er því sautján ára gömul. Hún stundar nám á nýmálabraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti enda Breið- hyltingur sjálf. Aðspurð segist hún ekki á- kveðin í hvað við tekur þegar menntaskólanámi lýkur en um þessar mundir langar hana að verða fatahönnuður. Þegar hefur hún verið í hlutverki hönnuðar því hún hefur saumað búninga fyrir Jazz- ballettskóla Báru, þar sem hún hefur stundað nám síð- astliðin fimm ár og tekið þátt í sýningum. Áhugamálin eru fleiri. Þeg- ar tími gefst til fer Valgerður á hestbak og á skiði. Hún hefur áhuga á fyrirsætustörfum og ferðalögum en segir samveru- stundir með góðum vinum líka í uppáhaldi. Heimilishundur- inn Plató hlýtur líka að fá sinn skerf af tima hennar. Foreldrar Valgerðar Bjargar eru Helga Hannesdóttir og Jón G. Stefánsson. Hún er 168 sentímetrar á hæð, Ijós- hærð og með græn augu. BRYNJA VALDÍS GÍSLA- DÓTTIR er nítján ára. Hún fæddist 6. júni 1973 og er á félagsfræðibraut Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Að loknu stúdentsprófi langar Brynju í framhaldsnám til Bandaríkj- anna. Hún er fædd i New York og hefur bandarískan ríkisborgararétt, samhliða þeim íslenska. Henni finnst til- valið að nýta sér hann og fá inni í ríkisreknum skóla þar ( landi. Fjölmiðlafræði verður líklega fyrir valinu því helst af öllu vill Brynja starfa við blaðamennsku og ferðast um ókunnar slóðir til efnisöflunar en koma svo heim og skrifa. Áhugamálin eru fjölmörg, þar á meðal dans af ýmsu tagi, sem hún æfir hjá Kram- húsinu. Frjálsar íþróttir, fim- leikar, ballett og tónlist eiga líka hluta af huga hennar, á- samt leikhúsferðum og virkri þátttöku í skemmtanalífinu. Brynja starfar með Módel- samtökunum. Foreldrar Brynju Valdísar eru Anna Kristín Arngríms- dóttir og Gísli Magnús Karls- son. Hún er 169 sentímetrar á hæð, dökkhærð og brúneygð. 25.TBL, 1992 VIKAN 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.