Vikan


Vikan - 10.12.1992, Qupperneq 23

Vikan - 10.12.1992, Qupperneq 23
meðan á íslandsdvölinni stóð var afar þétt skipuð. Það varð úr að blaðamaður heimsótti þá félagana á sunnudagsmorgni þar sem þeir bjuggu í blokkaríbúð í Kópavogi. Það var hífandi rok og lemjandi rigning þennan morgun og varla hundi út sig- andi. Klukkan var að ganga tólf þegar knúið var dyra hjá Kúbumönnunum. Þeir voru lengi aö koma til dyra og í Ijós kom að þeir höfðu vaknað upp við vondan draum. Blaða- maðurinn var kominn til aö taka viðtal við Marco sem hafði ekki farið að sofa fyrr en undir morgun - þeir höfðu nefnilega verið að spila fram á nótt austur á Seifossi. Marco sagðist vera hálf- slappur, hann hefði verið með kvefpest síðustu daga eins og fleiri f hópnum. Vindurinn gnauðaði á gluggunum og regnið lamdi rúðurnar. „Okkur finnst heldur kalt hérna hjá ykkur - við erum svo góðu vanir að heiman. Hitinn á Kúbu er 24-26 gráð- ur að meðaltali en hann getur farið vel yfir 30 gráður á sumr- in. Á veturna, ef vetur skal kalla, fer hitinn aldrei niður fyrir 17 gráður." SPILUM KÚBANSKT Marco var beðinn um að segja frá hljómsveitinni og undan og ofan af tónlistinni sem þeir félagarnir hafa sér- hæft sig í. „Hljómsveitin var stofnuð 1976 og heitir eftir fjalli á aust- anverðri Kúbu þar sem liggja rætur tónlistar okkar. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að leika kúbanska tónlist fyrst og fremst, sem fylgir hefðinni í landi okkar. Við höfum haft á stefnuskrá okkar að ná til unga fólksins og okk- ur hefur tekist það. Áhrif bandarískrar popptónlistar hafa verið mikil, þó svo að stjórnmálalega séu engin tengsl á milli þjóðanna - en Bandaríkin eru aðeins 90 mílur í burtu frá okkur. Það hefur jafnframt gætt mikilla áhrifa frá suður-amerískri tónlist. Við byrjuðum strax að spila kúbanska tónlist, sem er um margt sérstök, og hljómsveitin varð mjög vinsæl. Nú er svo komið að fjöldi hljómsveita á Kúbu spilar tónlist af sama tagi. Við notum eingöngu óraf- mögnuð hljóðfæri, að undan- skildum bassanum en lengi vel vorum við líka með kontra- bassa. En vegna stöðugra ferðalaga okkar um heiminn og innanlands var erfitt að hafa hann með í farteskinu og ýmsu trommur. Söngvararnir eru fjórir, þar af einn aðal- söngvari, en söngurinn skiptir miklu máli í tónlist okkar. Kúbanska tónlistin er sam- bland af afrískri tónlist og spænskri sem aftur hefur sótt áhrif frá arabalöndunum. Afrísku áhrifin heyrir maður í trommuleiknum og rytmanum. Söngurinn er aftur á móti lík- ar fluttu til nýlendna sinna á Kúbu og í Brasilíu tóku tromm- urnar með sér. Þeir komu frá Kamerún og Kongó til dæmis en flestir frá Nígeríu. Við leikum aðeins í hinum kúbanska takti og þess vegna er ekki að finna á efnisskrá okkar lög í suður-amerískum töktun eins og rúmbu, cha cha cha og svo framvegis en þó WBBSl 'rV þess vegna fórum við að nota rafmagnsbassa. Sjálfur spila ég á tres sem hefur tólf strengi, þrisvar sinn- um fjóra, sem stilltir eru í G, C og E. Þetta er gamalt, kúbanskt hljóðfæri sem hljóm- ar ekki ósvipað og mandólín. Clave, sem eru tveir tré- kubbar sem slegið er saman, er lykillinn í kúbanskri tónlist. Ef illa er spilað á kubbana verður öll tónlistin vond. Klai- takturinn er það sem allir fara eftir, bæði meðspilararnir og þeir sem eru á dansgólfinu. Við erum einnig með maracas, stokkinn, sem er líka mjög mikilvægur, síðan bassa, trompet, gítar og hinar ari spænsku tónlistinni. Það sama gildir um alla menningu á Kúbu, til dæmis í málaralist og bókmenntum. Margir halda að tónlist okkar sé náskyld suður-amerískri tónlist en það er ekki rétt. Þó má segja að skyldleikinn sé nokkur við þrasilíska tónlist vegna þess að þar gætir sömu samsetn- ingar og í tónlist okkar. Þrælarnir, sem fluttir voru til Bandaríkjanna, komu hvaðan- æva úr Áfríku. Þeir fengu ekki að taka trommurnar með sér að heiman og tónlist þeirra - eins og blúsinn og negrasálm- arnir - er alveg sérstök. Þetta er tónlist sem við segjum að sé „þyrst“. Þeir sem Spánverj- má dansa einhverja þeirra við tónlistina okkar. Á Kúbu er reyndar um að ræða margs konar takta en við leikum að- eins eina gerð þessarar tónlist- ar. Ég sem mörg laganna sem við flytjum og útset þau jafn- framt. Oft tökum viö gömul lög og útsetjum þau að okkar hætti og færum þau nær nú- tímanum til þess að ná betur til unga fólksins.“ - Þið eruð sagðir njóta mik- illa vinsælda heima á Kúbu. „Já, við þurfum ekki að kvarta. Við seljum plöturnar okkar í svona 50.000 eintök- um að meðaltali og höfum FRH. Á BLS. 24 Sierra Maestra hefur heldur betur gætt íslenska tónlist nýju lifi aö undan- förnu. Færni þeirra, spilagleói og alúö- legt viö- mót hafa hrifió áheyrend- ur hvar- vetna. wmm. auljm - SEGIR HÖFUÐPAUR SIERRA MAESTRA SEM LÉK MEÐ BUBBA MORTHENS Á NÝJU PLÖTUNNI „VON" 25. TBL. 1992 VIKAN 21 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON/UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON OG GUNNAR ÁRSÆLSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.