Vikan


Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 66
TEXTIOGUÓSM.: KARL PÉTUR JÓNSSON Helgi Björnsson í sprækara lagi viö upptöku á kynningarmyndbandi fyrir nýja diskinn. SAFARIKT SOLARPOPP Nú er loks komin ný plata frá piltunum í Síðan skein sól sem heitir alls ekkert Síðan skein sól lengur heldur SSSól. Plat- an ber nafn skapara sinna, heitir einfaldlega SSSól. Að- dáendur sveitarinnar máttu bíða í tvö og hálft ár eftir breiðskífu frá sveitinni og ef marka má þá sem heyrt hafa efni plötunnar ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum. Platan er pottþéttur stuðpakki, fullur af safaríku sólarpoppi. Á henni eru sex ný lög með SSSól og átta eldri lög sem ekki hafa áður fengist á einni plötu heldur hafa verið á hin- um og þessum plötum út um allar jarðir. Það vekur athygli að í einu lagi plötunnar syngur Euro- visiondrottningin okkar, Ingi- björg Stefánsdóttir, með Helga Björnssyni en auk hennar lagði fjöldi valmenna hönd á plóginn við gerð plöt- unnar. Þar eru efstir á blaði þeir lan Morrow og Sandy Jones en þeir eru upptöku- menn frá Skotlandi sem fengnir voru sérstaklega til landsins til að taka nýju lögin upp. Þeir hafa meðal annars unnið með Wet Wet Wet, Emerson, Lake og Palmer og tónlistarmanninum Seal sem gerði það gott á síðasta ári beggja vegna Atlantsála. Auk þeirra lagði Jón Ólafsson hljómborðsleikari Nýdanskrar sveitinni lið, reyndar svo hressilega að ekki reyndist annað unnt en að fjölga í hljómsveitinni til að lögin kæmust til skila á tónleikum. Það er enginn annar en Atli Örvarsson úr Sálinni hans Jóns míns sem bættist við sveitina og er hann kærkomin viðbót enda löngu kominn tími til að hljómborðsleikari bættist við hina hefðbundnu rokkskip- an SSSólar. í kjölfar útkomu plötunnar leggur SSSól upp í mikla tón- leikaferð með Pepsi. Ferðinni hefur verið gefið nafnið „Verð að fá það túrinn" og mun hann fara víðs vegar um land- ið í allt sumar og þannig gefst flestum landsmönnum kostur á að hlýða á hið nýja efni SSSólar á tónleikum þar sem það nýtur sín best. Líklegt má telja að tónleikaferð SSSólar nái hámarki sínu á þjóðhátíð í Eyjum þar sem hljómsveitin hefur verið ráðin til að leika fyrir dansi. Reyndar hitaði hljómsveitin upp fyrir Eyja- menn um síðustu helgi þegar hún lék þrjú kvöld í röð fyrir poppþyrsta æsku Eyja. Núna um helgina hefst Verð að fá það tónleikaferðin fyrir alvöru og það eru (búar suðvestur- hornsins sem fyrstir geta komið á Verð að fá það tón- leika en þeir verða að kvöldi 3. júní í Tunglinu. Um helgina verður svo ekið alla leið til Egilsstaða þar sem tvennir tónleikar verða í Hótel Vala- skjálf. □ HJÖRTUR NIELSEN HF. 40 ÁRA VERÐIAUNAGETRAUN Itilefni af 40 ára afmæli verslunarinnar Hjörtur Nielsen, sem nú er til húsa í Borgarkringlunni í Reykjavík, efndi fyrirtækið til verðlaunagetraunar í sam- vinnu við Vikuna. I boði voru þrenn verðlaun, sem fólgin eru í vöruúttekt í versluninni að andvirði 40.000 króna hver. Lagðar voru þrjár spurning- ar fyrir lesendur en svörin við þeim var að finna í grein um verslunina í sama tölublaði; hversu gömul verslunin væri, fyrir hvaða kristalsmunstur verslunin væri þekktust og hvað breska postulínið héti sem væri nýjasta vara versl- unarinnar. Svörin eru: 40 ára, matta rósin og Wedgwood. Þátttaka í getrauninni var mjög góð og nú hafa eftirfar- andi nöfn verið dregin úr lukkupottinum: Guðríður Margrét Kristjáns- dóttir, Flókagötu 45 Reykja- vík, Hildur Edda og Guð- mundur, Hvassaleiti 38 Reykjavík og Magnea Ósk Böðvarsdóttir, Norðurvör 3 Grindavík. Vikan og Hjörtur Nielsen hf. þakka öllum þeim fjölmörgu lesendum sem brugðu á leik fyrir þátttökuna. □ fi NÆSTU VIKU BRÚÐKAUP ■ FYLGST MEÐ BRÚÐKAUPI GUÐMUNDAR HRAFNKELSSONAR MARKVARÐAR OG VALDÍSAR ARNARS- DÓTTUR ■ BRÚDARGREIDSLA | FYRSTU KYNNI ÞEKKTRA ÍSLENDINGA SEM NÚ ERU Í HJÓNABANDI 66 VIKAN ll.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.