Vikan


Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 44

Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 44
EKKI LEYNDARMÁL LENGUR Bandarísku rokksveitinni Rage Against The Machine hefur verið lýst sem best varðveitta leyndarmáli rokksins á nýjum áratug. En hljómsveitin er ekkert leyndarmál lengur heldur er hún á vðrum flestra sem fylgjast með rokktónlist. Þeir spila í Kaplakrika þann 12. júní næstkomandi í tengslum við Listahátíð Hafn- arfjarðar. FJÖLBREYTILEGUR UPPRUNI Hljómsveitin er nýútsprungin en það var haustið 1991 sem þeir spiluðu fyrsta sinni opin- berlega og eftir aðra tónleik- ana fengu þeir tilboð frá nokkrum stórum útgefendum, neituðu þeim, á rökum list- ræns frelsis, en gerðu samn- ing við smærra fyrirtæki, Epic. Tom Morello gítarleikari: „Epic skildi að tónlist okkar varð að fá að vera í friði en þeir voru mjög viðkvæmir fyrir því sem við vorum að gera.“ Bakgrunnur Toms er nokk- uð furðulegur. Faðir hans er frá Kenya og var meðlimur í Mau Mau (Má Má) skæruliöa- hreyfingunni sem barðist fyrir sjálfstæði landsins undan Bretum. Þegar það var fengið lenti faðir Toms í sendinefnd Kenya hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York, fluttist því þangaö og Tom er fæddur í New York árið 1964. En for- eldrar hans skildu, faðirinn fór aftur til Kenya en Tom fluttist með móður sinni til Liberty- ville í lllinoisfylki. Þegar fram liðu stundir kviknaði áhugi Toms á rokk- inu, hann vildi læra að spila lög eftir KISS og Led Zeppelin og fór því í gítartíma. „Þú verð- ur að læra aö stilla gítarinn," var það fyrsta sem kennarinn sagði við hann. Þar með var þolinmæði Toms þrotin og fleiri urðu gítartímarnir ekki enda er Rage Against The Machine ekki beint þolinmóðasta rokk- band í heimi, þeir eru eins og dínamítstúpa sem óskar þess eins að fá að springa í tætlur, sem sagt gera sitt gagn, þjóna hlutverki sínu. Hann hvíldi gítarinn í fjögur ár en tók hann aftur upp þeg- ar hann heyrði í Sex Pistols, fjórtán ára gamall. Næstu ár fóru í músíkpælingar og menntun, hann gekk [ Harvard-háskólann og útskrif- aðist þaöan en segir að vinir sínir, sem flestir urðu lögfræð- ingar, læknar eða banka- menn, hafi átt erfitt með að skilja að hann vildi gerast sós- íalískur rokktónlistarmaður. Árið 1986 flutti Tom til Los Angeles og næstu ár voru mögur. Hann var í fönkbandi sem hét Lock Up og þar sá hann hvað hann viidi ekki gera. Árið 1991 hitti hann svo Zack de la Rocha, fyrrum söngvara i hljómsveit sem kallaði sig Inside Out, en trommuleikaranum Brad Wilk hafði hann kynnst aðeins meðan hann var i Lock Up. Bassaleikarinn Timmy C. slóst svo með í för og þar með varð Rage Against The Machine til. Zack er fæddur árið 1970 i Kaliforníu, er skilnaðarbarn eins og Tom og ólst upp í borginni Irvine í Kaliforníu. Faðir hans er mexíkanskur vegglistarmálari en móðir hans er hálfþýsk og hálfur Mexíkani og vann sem að- stoðarkennari í Kalifornfuhá- skóla. Zack kynntist „hard- core'-tónlist þegar hann var í menntaskóla en það er tónlist sem hefur yfirleitt sterka fé- lagslega skírskotun og ræðst gegn kúgun, óréttlæti, pólitík og er byltingarsinnuð í þokka- bót. Þá kviknaði pólitískur eld- ur innra með Zack. Þetta heyrist vel í textum hans en þar er ekki tekiö með silki- hönskum á efninu. „I mennta- skóla áttaði ég mig á því að maður er aðeins álitinn lifa í velgengni þegar maöur er bú- inn að samlagast heildinni eða hefur komist til mikilla efna. Við berjumst fyrir aukn- um mögleikum fólks á and- legu og efnalegu sviði." Lítið er vitaö um bakgrunn Tommy C. en Brad er fæddur í Portland í Oregon-fylki, drakk í sig trommuleik Johns Bonham í Led Zeppelin og Keiths Moon í Who en allt breyttist snögglega þegar hann heyrði í Sex Pistols. I menntaskóla víkkaði hann sjóndeildarhringinn og hlust- aði meðal annars á fönkarann George Clinton og James Brown. VELGENGNI Rage Against The Machine gaf út sína fyrstu breiðskífu í byrjun þessa árs og hefur hún fengið gífurlega góðar móttök- ur, bæði hlustenda og gagn- rýnenda enda úrvals kokkteill af rappi, rokki, pönki og jafn- vel fönki. Boðskapur textanna er í stíl við raunveruleikann, óvæginn og harður. Hljóm- sveitin þykir gífurlega skemmtileg á sviði og er mjög spennandi að fá hingað sveit sem er jafnfersk og ný og Rage Against The Machine, frekar en einhverja útbrunna ellirokkara sem eru um það bil að geispa golunni tónlistar- lega séð eða jafnvel búnir að því. Dagurinn er 12. júní, staðurinn er Kaplakriki. Mætið og njótið reiðinnar. □ Rage Against The Machine. F.v.: Timmy C., Brad Wilks, Tom Morello og Zack de ia Rocha. Byltingar- sinnaöir rokkarar meö bylt- ingar- manninn Che Guevara í bakgrunni. X cr> cn uo CD 44 VIKAN ll.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.